blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 bla6i6 9 Heldur liðunum liðugum! heilsa ~f'öAsjcy mMiWKI -haföu þaö gott UTAN ÚR HEIMI DANMÖRK Andvígir ESB-aðild Tyrkja Meirihluti Dana vill að Evrópusambandið slíti viðræðum við tyrknesk stjórnvöld um hugsanlega aðild landsins að ESB, samkvæmt nýrri könnun Greens Analyseinstitut. Rúmlega 53 prósent aðspurðra eru andvígir viðræðunum, en 37 prósent fylgjandi. Talsmenn Danska þjóðarflokksins hafa fagnað niðurstöðum könnunarinnar. xAR KAURA /SELIA blaöiöH SMAAUGLYSINQAR@iBLADIO.NET Danmörk: Við stækkum og prentum myndir á striga fyrir þig Kynntu þér strigaprentun í næstu verslun okkar Innflytjendur standast próf Rúmlega 97 prósent þeirra sem þreyttu fyrsta prófið sem lagt var innflyjendur í Danmörku, stóðust og eru því skrefi nær að öðlast danskan ríkisborgararétt, samkvæmt frétt Jyllands-Posten. Rúmlega sjö hundruð innflytjendur tóku prófið í síðasta mánuði og þurftu að svara að minnsta kosti 28 af 41 spurningu rétt til að standast. í prófinu er að finna almenn- ar spurningar um danskt samfélag, sögu þjóðarinnar og atburði líðandi stundar. Þannig var meðal annars spurt um eðli þingræðis og hvaða byggingu lögreglan lokaði í Kaupmannahöfn í marsmánuði. ÍÍÉ1I VÍN^BÚÐ IfilrMU. £ H-jýjxwt Starfsfólk Vínbúðarinnar Holtagörðum hefur flutt (nýja vínbúð (Skeifunni 5. Verið velkomin! MA N FOS 11-18 LAU Stjórnarandstaðan í sókn Jafnaöarmannaflokkurinn og aörir sænskir stjórnarandstöðuflokkar eru í mikilli sókn og myndu vinna öruggan sigur ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem vefmiðill- inn DN birti í gær. I könnunni segjast 55,4 prósent styðja stjórnarand- stöðuflokkana, en 40,6 prósent hina borgaralegu stjórnarflokka. Óöld í Palestínu Rúmlega hundrað Palestínumenn hafa látið lífið í bardögum á Gasa- ströndinni síðustu sex daga. Hamas-liðar ná Gasaströndinni á sitt vald: Hamas lysa yfir sigri ■ Fjárstuðningi ESB hætt tímabundið Eftir Atla Isleifsson atlii@bladid.net Hamas-liðar réðust inn og náðu höf- uðstöðvum öryggissveita Fatah í Gasaborg á sitt vald í gær. Liðsmenn Hamas lýstu í kjölfarið yfir sigri eftir að hafa náð stjórn á nánast öllum pólitískt mikilvægum byggingum Gasa-svæðinu í aðgerðum sínum og töluðu um að hafa frelsað svæðið á nýjan leik. Tæplega þrjátíu manns létust í bardögum gærdagsins, en á annað hundrað manns hafa látið lífið í átökum á götum Gasaborgar síðustu sex daga. Margir Hamas-liðar höfðust við og veifuðu grænum fána sínum á þaki höfuðstöðva öryggissveita Fatah þegar þeir höfðu náð bygging- unni á sitt vald. Fréttir bárust af því að sumir liðsmenn Hamas hafi stillt sumum Fatah-liðum upp við vegg og skotið þá í höfuðið af stuttu færi, líkt og um aftökur væri að ræða. Leiðtogar palestínsku regnhlífa- samtakanna PLO funduðu með Mahmoud Abbas Palestínuforseta í gær og hvöttu hann til að leysa upp um þriggja mánaða gamla þjóð- stjórn Hamas og Fatah og lýsa yfir neyðarástandi. Þjóðstjórnin var mynduð á sínum tíma í tilraun til að draga úr átökum milli andstæðra fylkinga í landinu. Abbas og Ismail Haniya, forsætisráðherra Palestínu, hvöttu alla Palestínumenn til að hætta öllu ofbeldi á miðvikudags- kvöldið, en sú beiðni virðist hafa farið fyrir lítið. Liðsmenn Hamas lögðu fram kröfur í gær sem þeir segja Fatah- liða verða að hlýða, til að hægt sé að koma á friði og að áframhald geti orðið á ríkisstjórnarsamstarfi fylk- inganna. Ein krafan er að allar örygg- issveitir Palestínumanna falli undir innanríkisráðuneytið sem lýtur stjórn Hamas. Á fréttavef BBC segir að ef fram fer sem horfir muni klofn- ingurinn leiða til þess að Hamas muni ráða Gasaströndinni og Fatah Vesturbakkanum. Bardagar síðustu daga hafa meðal annars kostað börn og óbreytta borgara lífið og eru þeir mannskæðustu frá því að Hamas hafði sigur í þingkosningum snemma árs 2006. Ehud Olmert, forsætisráðherra ísraels, hefur lagt áherslu á nauðsyn þess að koma fjölþjóðlegu herliði fyrir á egypsku landamærunum til að reyna að stemma stigu við vopna- smygli inn í Palestínu. Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig rætt við full- trúa ríkja í öryggisráðinu um mögu- leikann að senda fjölþjóðlegt herlið til Gasastrandarinnar þó að engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins tilkynnti i gær að fjárstuðn- ingur við heimastjórn Palestinu- manna yrði hætt tímabundið vegna aukins ofbeldis áheimastjórnarsvæð- unum. Þá yrðu öll hjálparverkefni á vegum ESB stöðvuð vegna slæms öryggis starfsmanna, þó að vonast væri til að hægt verði að halda verk- efnunum áfram sem allra fyrst. Farsímafélagið 09 Mobile: Lækka gsm-gjöldin íslenska farsímafélagið 09 býður notendum allt að 80 prósentum ódýrari farsímagjöld frá 190 löndum. Á bakvið félagið standa fyrrverandi eigendur símafyrirtækisins Halló, erlendir fjárfestar og íyrrverandi forstjórar úr símageiranum. „Við höfum aðgengi að allt að 500 farsímafélögum um heim allan sem þýðir að við getum þjónustað notendur í 190 löndum. Hingað til höfum við einbeitt okkur að er- lendum mörkuðum en verði okkur úthlutuð tíðni hér á landi erum við í góðri aðstöðu til að lækka far- símagjöld Islendinga talsvert,“ segir Lárus Jónsson framkvæmdastjóri. Möguleikar 09 eru miklir, þar sem fyrirtækið hefur mestan hluta að- búnaðar og tækni til staðar. „Við búumst við 10 þúsund nýjum viðskiptavinum á næstu tveimur mánuðum en í núverandi kerfi 09 er pláss fyrir 500.000 notendur."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.