blaðið - 15.06.2007, Side 16

blaðið - 15.06.2007, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 bla6ið menninr menning@bladid.net Metleikár senn á enda Nú er leikárinu að Ijúka í Borgarleikhúsinu, en yfir 160 þús- und manns hafa lagt leið sína í leikhúsið og þegar mest var komu 8.437 gestir á einni viku. Þetta er því metár í fjölda gesta og aukning upp á 10 þúsund gesti frá því í fyrra. Allir þiggja 0+ Erla Þórarinsdóttir opnar sýningu í Gallerí Anima, Ingólfs- stræti 8, í dag, og þer sýningin yfirskriftina „0+“. 0+ er þlóðflokkur, sérstakur og sameiginlegur, enda geta allir við blóðgjöf þegið hann. Sýningin stendur til l.júlí. Ögrandi list Þetía ögrandi listaverk hefur vakið mikla athygli í afríska skálanum á Feneyjartvíæringnum. Verkið heitir á „How To Blow Up Two Heads At Once“ og er eftir nígeríska lista- manninn Yinka Shonibare. Þetta er í fyrsta skipti sem sér- stakur skáli er tileinkaður Afríku á Feneyjartvíæringnum, en 30 mis- munandi listamenn eiga verk þar. Gagnrýnisraddir hafa þó heyrst sökum þess að öll listaverkin í skál- anum koma frá sama listasafninu sem er staðsett í höfuðborg An- gólu, Lúanda. Verkin þykja vissu- lega hvert öðru tilkomumeira, en ekki er endilega talið víst að þau gefi nógu góða mynd af þeirri fjöl- breytni sem einkennir list álfunnar. Engu að síður fagna því margir að afrísk list fái nú loks þann sess sem hún á skilið á hátíðinni Blásið til aukasýningar Næstkomandi laugarðagskvöld verður síðasta sýning sumarsins á sýningu þeirra KK og Einars Kára- sonar, „Svona eru menn“. Segja má að með sýningunni sé komið til sögunnar alveg nýtt leikhús- og/ eða sagnaform, en vegna fjölda áskoranna er efnt til aukasýningar á laugardagskvöldið þó svo að síðasta sýningin hafi verið auglýst 29.maí. Enn eru nokkur sæti laus á laugardaginn og hægt er að nálgast miða í síma 437-1600 eða á slóðinni landnámssetur.is iðrg hom að líta þessa dagana: Frá Feneyjartvíæringi til Gljúfrasteins Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Tónlistarkonan Ólöf Arnalds verð- ur á stofutónleikum á Gljúfrasteini á þjóðhátíðardaginn og hyggst flytja lög af hljómplötu sinni Við og við sem kom út fyrr á árinu. Tón- listinni á plötunni hefur verið lýst sem þjóðlagaskotinni melódiskri popptónlist og að sögn Ólafar er mögulegt að hún skjóti jafnframt að nokkrum íslenskum þjóðlögum og/eða lögum með textum Halldórs Laxness, í tilefni af stund og stað. „Það er mér mikill heiður að fá að spila á Gljúfrasteini á sjálfan 17. júní. Þetta er því ekki sist spenn- andi tækifæri fyrir mig, og ég þótt ég hafi aldrei komið á Gljúfrastein hef ég heyrt afskaplega vel látið af reynslu tónlistarmanna af því að spila þar. Hljómburðurinn er vist mjög fallegur og andrúmsloftið gott,“ segir Ólöf. Aðspurð segist hún hafa lesið nokkrar bækur nóbelsskáldsins eins og svo margir fslendingar og nefnir sem dæmi Atómstöðina, Sjálfstætt fólk, fslandsklukkuna og fleiri. „En ætli Sjálfstætt fólksé ekki svona í einna mestu uppáhaldi hjá mér af þeim sem ég hef lesið enda deili ég upplifuninni af henni með svo mörgum. Það eru svo margir sem hafa lesið bókina og hún er því orðin rík bæði í minninu og þjóðar- sálinni," segir hún. Eins og fyrr segir hefur tónfistin af plötunni Við og við meðal ann- ars verið lýst sem þjóðlagaskotinni, melódískri popptónlist, en sjálf seg- Ólöf Arnalds Það er mér mikill heiður að fá að spila á Gljúfra- steini á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. ist Óiöf alltaf eiga dálítið erfitt með að lýsa sinni eigin tónlist. „Þetta er alltaf erfiðasta spurningin sem ég fæ," segir hún. „Þetta eru sönglög með íslenskum texta í fíngerðum útsetningum við gítarspil og ég myndi segja að þetta væri fremur afslöppuð tónlist. Öll lögin voru tek- in upp í heilum tökum í stúdíóinu, það er að segja, bæði gítar og söng- ur voru tekin upp í einu og því hef- ur platan svolítið lifandi yfirbragð. Mér finnst þessi tónlistarstíll henta mér og minni söngrödd vel núna en svo er auðvitað aldrei að vita hvað verður í framtíðinni." Þegar Blaðið náði tali af Ólöfu var hún stödd í Róm á ítaliu. „Ég er í smá fríi núna en ég var að koma frá Feneyjum þar sem ég spilaði á ís- lensku foropnuninni á Feneyjartví- æringnum," útskýrir hún. „Svo var ég líka þátttakandi í einu verkinu sem við Steingrímur Eyfjörð, full- trúi íslands á hátíðinni í ár, unnum saman. Þar gerði ég ljóðabálk sem var sunginn á myndbandi og svo vann hann myndefni upp úr ljóða- bálknum. Og að sjálfsögðu söng ég allt á íslensku, eins og ég er vön. Hún segir að sér virðist sem ís- lenski sýningarbásinn sé ágætlega sóttur þó svo að hann sé ekki stað- settur á aðalsýningarsvæðinu þetta árið. „Ég varð vör við töluverða forvitni hjá fólki, að minnsta kosti á meðan ég var þarna. Og ég er ekk- ert hissa á því, enda er ég mjög hrif- in af verkum Steingríms." Stofutónleikarnir á Þjóðhátíðar- daginn hefjast klukkan 16 eins og vanalega og kostar 500 krónur inn. Mynd/Eyþór Tvær frábærar spennusögur Myndræn, hröð atburðarás, vel skrifaðar persónur í hrikalegum aðstæðum sem fá mann til að naga neglurnur upp í kviku sýna að Koontz er á toppnum ... Sagan rennur vel... Fléttan gengur haganlega upp og spennan helst allt til enda... Þéttriðinn reyfari um raðmorðingja... Publishers Weekly >rtmn 'Sigufðardóttir. Rá Skjaldborg I hjólhýsi á Lækjartorgi Hin svokaliaða Mergstað-fjöl- skylda ætlar að koma sér fyrir á Lækjartorgi í hjólhýsinu sínu á há- degi í dag, en hún verður til sýnis fyrir gesti og gangandi í tvo klukku- tíma á vegum Skapandi sumarstarfs Hins hússins. Fjölskyldumeðlimir eru Höddi skítur, lélegur sjálfmennt- aður bifélavirki, kona hans Fífí, sem er dansari, bróðir Hödda, Gaddi Gól, sem reynir að gera upp tölvur og hans kona Dídí Gun sem er fyrrum Hér og nú-stúlka og síðast en ekki síst Maddý, mamman sem er fræg fyrir núðluréttinn sinn. Að sögn Gunnar Þórhallsdóttur, sem titlar sig sem nána frænku fjöl- skyldunnar, er helsta dægrastytting hennar að sóla sig í letinni og skjóta máva. „Þau verða með riffilinn á sér niðri á Lækjartorgi, svona til vonar og vara ef þau skyldu rekast á máv, en þau eru samt búin að lofa að hleypa ekkert af í þetta skipti," segir hún. .Annars eru þau stórskemmtileg og skrítin og það er sannarlega þess virði að kíkja niður á Lækjartorg og sjá þau við hjólhýsið sitt. I tilefni dagsins ætla þau til dæmis að grilla hamborgara fyrir sig og aðra áhuga- sama en ég má þó til með að vara við því að þeir geta orðið dálítið bragð- vondir, enda eru borgararnir þeirra gjarnan of steiktir og löðrandi."

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.