blaðið - 15.06.2007, Page 17

blaðið - 15.06.2007, Page 17
blaöið FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 25 bilar@bladid.net r C4 Grand Picasso frumsýndur Á morgun verður frumsýndur hjá Brimborg nýr 7 manna fjölnotabíll, Citroén C4 Grand Picasso. Bíllinn er búinn margvíslegum búnaði, til dæmis goskæli, og hefur hlotið góða dóma. Boðið verður upp á reynsluakstur, kaffi og croissant frá 12 til 16. Landgræðsluferð Um næstu helgi verður hin árlega landgræðsluferð Ferðaklúbbsins 4x4 í Þórsmörk. Á laugardeginum, 23. júní, stendur til að planta birkiplöntum og dreifa áburði. Nánar á www.f4x4.is Tengsl bílaframleiðenda PSA Iramleiöir 1,6 dísilvélar í Ford Focus og Volvo S40 Chevrolet Rolls Royce : -0 A A GMC E Holden Samstartum ! 1 Hummer framleiðslu Opel (og Vauxhall) Prlncevéla * Pontiac <8 Saab j J Satum P.ll A OO/ 1 Cti.xLI * Toyota Lexus í Scion Daihatsu Hino Samstarf um k framleiðslu Aygo, C1 og 107 í Tékklandi j Fiat Iveco Ferrari Maserati Alfa Romeo Lancia t Hyundal Kia Fiat á 50% á mótl PSA Samstarfum framlelðslu Suzukl XL7 og Ðaewoo (síðar Chevrolet) RATPSA | (Sevel bílaverk- smiðjur sem framlelðir bila fyrlr PSAogFiat) Aston Martin Samstarf um framleiðslu Suzukl SX4 Toyota á 5,9% i Isuzu I íiT Honda Acura : Isuzu i Suzuki Mitsublshi i Subaru Toyota á 8,7% i Subaru Víðtækt samstari um hönnun og framleiðslu smábíla, m.a. fyrir Japansmarkað Hontla Isuzu Suzuki Mitsubishi j Ford Lincoln Mercury Jaguar Land Rover Volvo Volkswagen Audi Bentley Bugatti Lamborghini Seat Skoda s | « p• ** i DaimlerChrysler 1 I 1 i S 1 Mercedes-Benz Jeep Chrysler Dodge Maybach Smart Ford á 33,4% I Mazda Mazda Kínverski bílaframleiðandinn SAIC á 51% í Ssang Yong iiB— ! SsangYong Renault á 44,4% í Nissan sem á 15% i Renault f“' ▼ | 1 Renault Dacia Myndin sýnir á einfaldaðan hátt nokkur dæmi um samstarf og tengsl bilaframleiðenda i dag Tengsl bílaframleiðenda eru margvísleg og flókin: Allir með öllum Eftir Einar Elí Magnússon einareli@bladid.net Þætti þér skrítið ef Ford færi allt í einu að búa til Volvo eða Land Rover? Ef Hummer og Saab væru frá sama framleiðanda? Ef einn hraðskreiðasti bíll í heimi, Bugatti Veyron, væri smíð- aður af þeim sömu og smíða Skoda? Velkomin í bílaiðnað 21. aldarinnar, þetta á sér allt stað nú þegar. Fyrir utan að kaupa upp heilu merk- in eru bílaframleiðendur iðnir við að fjárfesta í hver öðrum. Til dæmis á Renault rúmlega 44% í Nissan. Niss- an á reyndar 15% í Renault „til baka“. Það er því af sem áður var að framleið- endur ættu líf sitt undir því að einn bíll seldist betur en aðrir, eggin eru ekki lengur öll í sömu körfunni. Það hefur líka viðgengist í mörg ár að framleiðendur noti varahluti frá hver öðrum, til dæmis Mitsubishi-raf- al í Mazda-bíl, en í dag er samstarfið orðið mikið víðtækara. Allt frá ein- stökum verkefnum, eins og Blue Tec dísiltæknin sem Volks wagen og Daimler Chrysler vinna saman að, og alveg yfir í framleiðslu bíla eins og í tilfelli Toyota Aygo, Citroén Ci og Peugeot 107 sem eru í grunninn sami bíllinn. Með allt þetta í huga gæti maður haldið að það væri stundum ruglings- legt að versla með bíla í dag. Eigendur bílaumboðanna Heklu, Öskju og Kia bjóða upp á bíla frá sex framleiðend- um sem eru mjög ólikir, bæði hvað varðar uppruna, stærð og þá bíla sem þeir framleiða. „Það er hægt að eiga mjög heimilisleg samskipti við stóru birgjana, þrátt fyrir að um gríðarlega stór fyrirtæki sé að ræða. Við erum í miklum samskiptum við þá alla en þeir gera mismunandi kröfur til okk- ar, Þjóðverjarnir líklega mestar," seg- ir Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri Heklu. Hann segir ekki marktækan mun á samskiptum við framleiðend- ur eftir stærð þeirra eða tengslum, en geinilegan mun er þó að finna á skipu- lagi þeirra. „Ef uppi eru hug- myndir um að breyta fyrirtækjum finnum við fyrir því að einhverju leyti hjá okkar samskiptaaðilum og eins hjá viðskiptavinum. Við fáum þá spurningar um það ef eitthvað er að gerast hjá einhverjum birgjanna.“ segir Jón Trausti og segir sérstaklega bilaáhugamenn vera meðvitaða um tengsl framleiðanda en almennt sé fólk ekki að hugsa um það. „Það hefur þó hjálpað Skoda mjög mikið að komast undir eignarhald Volkswagen Group, en undir þeim hatti eru meðal annars Volkswagen, Skoda, Audi, Lamborghini og fleiri.“ Jón Trausti segir ennfremur að þrátt fyrir að tegundir færist stund- um á milli framleiðanda þurfi það ekki endilega að þýða breytingar fyrir umboðin. „Merkin innan Volkswag- en Group eru mjög aðskilin. Það tek- ur langan tíma að breyta einhverju í umboðsmannakerfinu þó svo að ein- hverjar breytingar verði ytra og þó að það sé algengt að öll merkin séu hjá sama umboðsaðila en þó ekki sjálfgefið.“ Framtíðin? Með síauknu samstarfi og dreifðu eignarhaldi bílaframleióanda færist í vöxt að þeirnoti varahluti frá hvorum öðrum í bíla sína UR BILSKURNUM Ferrari heimsmet Um helgina keyrðu 385 Ferrari bilar, að and- virði 7,6 milljarða króna, hring á Silverstone brautinni í Bretlandi. Tilefnið var tvíþætt; að fagna 60 ára afmæli bílaframleiðandans og að setja heimsmet sem fengist skráð í hina víðfrægu Gulnnesbók.___________ • Meðal blla voru 250 California Spider, 275 GTB/V, 250 GT0 og hinn ofursjaldgæfi FXX • Auk þess mátti sjá handfylli af F40, F50 og Enzo Krómlakk fyrir blingið Stórar felgur, neon og dökkar rúður? Nei. 1 bílskúrnum er mál manna að krómlakk sé hið nýja bling. Muna bara að vera með sólgleraugu ef maður fer út að keyra! • Lakkið heitir MirraChrome og er komið I almenna sölu í Bretlandi • Ásprautað hefur það 98% af þeirri endurspeglun sem venjulegt króm hefur BMW mótorhjólaklúbbur (gær var stofnfundur BMW mótorhjóla- klúbbsins, þess fyrsta hér á landi. Búið er að kjósa formann og velja merki, og því litið annað ettiren að fara saman út að hjóla! • Klúbburinn er stofnaður i samstarfi við B&L • Heyrst hefur að Njáll Gunnlaugsson, ritstjóri Bíla & Sport, sé einn af frumkvöðlum klubbsins VélsleðabíII? Þetta skondna tæki er hugarsmíð vélsleða- og fjórhjólframleiðandans Bombardier og heitir þvi þjála nafni Can-Am Sþyder Ro- adster. Það er hugsað til almennra nota á götum og vegum en er mitt á milli fjórhjóls og vélsleða í aksturseiginleikum. Við i bíl- skúrnum bjóðumst til að prófa svona tæki ef það kemur hingað til lands!______________ • Can-Am er buinn 998 rúmsentimetra vél sem skilar 106 hestöflúm • 0-100 hraðinn er 4,5 sekúnd- ur • Tækið er ótrúlega stöðugt og einfalt (notkun, jafnvel fyrir þá sem eru ekki vanir vélsleðum eða mótorhjólum HirellT Staðan í Pirelli mótaröðinni í ralli Sæti Ökum./aðst.ökum. Stig 1. Daníel Sigurösson/Ásta Sigurðardóttir 25 2. Sigurður B. Guðmundss./lsak Guðjónss. 16 3. Óskar Sólmundarson/Valtýr Kristjánsson 9 4. Jón Bjarni Hrólfsson/Borgar Ólafsson 9 5. JóhannesV. Gunnarss./Eggert Magnúss. 7 Sæti Nafn Lið Stig (siðast) 1 Lewis Hamilton McLaren 48 (10) 2 Fernando Alonso McLaren 40 (2) 3 Felipe Massa Ferrari 33 (0) 4 Kimi Raikkönen Ferrari 27 (4) 5 Nick Heidfeld BMW 26 (8) í GÓÐUM GÍR Upplifun Þeirsem fara i ferðir með Land Rover keyra sjálfir | og fá til dæmis tilsögn um hvernig á að keyra yfir ár. Blaliö/Cva Dögg lólwnmdóttir ' Ahersla lögð á ferðir ísland hefur nú bæst í hóp yfir 30 landa sem hýsa Land Rover Ex- perience center, eða upplifunarmið- stöðvar Land Rover. I miðstöðvun- um er lögð áhersla á möguleikana sem fjórhjóladrifsbílar bjóða upp á annars vegar og hins vegar fá gest- ir kennslu í virkni og eiginleikum Land Rover bíla. „Við erum fyrst og fremst með ferðir. Oti í heimi er mikil áhersla lögð á skóla þar sem kennslan fer fram á litlu svæði en hér leggj- um við aðaláhersluna á ferðir, frá tveggja og upp í tíu daga langar, með allri þjónustu,“ segir Ingólfur Stefánsson landkönnuður sem hef- ur stýrt Land Rover-ferðum fyrir Þjóðverja í mörg ár. Þegar fréttist af þeim ferðum til Englands var hann fenginn til að halda utan um miðstöðina en hugmyndin að henni varð til fyrir mörgum árum. „Þeir höfðu komið hingað áður og sáu möguleikana hér á landi, við þurfum ekki að byggja brautir hér heldur keyrum við bara þær braut- ir sem fyrir eru. Hér eru slóðar, ár sem þarf að þvera, sandar og allt sem þarf.“ Til að byrja með verður Ingólfur með sex bíla sem ferðast saman. í einum þeirra verður leiðsögumað- ur sem hefur samskipti við hina i gegnum talstöð en algengast er að tveir viðskiptavinir séu í hverjum hinna bílana og keyri sjálfir. „Við höfum spurt kúnnana eftir ferðir hvað það er sem stendur upp úr og mjög margir segja fjölbreytn- ina, að enginn dagurhafiverið eins. Eftir örfárra tíma akstur er maður kominn í allt annað landslag. Þetta geta önnur lönd ekki boðið upp á,“ segir Ingólfur og bætir því við að hann hafi mikinn áhuga á að bjóða Islendingum ferðir líka. „Þetta kost- ar ekki mikið meira en að leigjabíla- leigubíl en það er miklu meira inni- falið. Svo geta verið fjórir í hverjum bíl til að deila kostnaðinum,“ segir Ingólfur að lokum. Hægt er að fræðast um miðstöð- ina og ferðirnar á www.safaris.is Stál og stansar ehf. Símh 517 5000

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.