blaðið - 15.06.2007, Síða 24

blaðið - 15.06.2007, Síða 24
32 FOSTUDAGUR 15. JUNÍ 2007 blaðið Wýtt frá Radiohead Von er á nýrri plötu frá hljómsveitinni Radiohead innan tíöar, aö sögn gítarleikara bandsins Ed O’Brien, en nú eru komin fjögur ár síðan bandið gaf út breiðskífuna Hail to the Thief. Söngvarinn Thom Yorke hefur þó ekki setið aðgerðalaus en hann gaf út sólópiötuna The Eraser í millitíðinni. Nú hafa Radiohead-menn gefið sér góðan tíma í undirbúning nýju plötunnar og Píða aðdáendur spenntir, enda líklega orðnir langþreyttir á biðinni. FRÉTTIR Eyþór Arnalds tekur við starfi meðhjálpara: Kirkjan lifir „Ég er nýbyrjaður í piessu en þetta er nú ekki fullt starf hjá mér,“ segir Eyþór Arnalds sem hefur tekið við störfum sem meðhjálpari í Selfoss- kirkju hjá sr. Gunnari Björnssyni. „Maður fær að taka þátt í guðsþjón- ustunni með virkum hætti en jóetta kom þannig til að séra Gunnar bað mig um að hjálpa sér við þetta, en starf meðhjálparans snýst auðvitað um að hjálpa prestinum. Gunnar hef ég þekkt í yfir 20 ár en ég kynntist honum sem sellóleikari, en hann er sellóleikari eins og ég. Við kynnt- umst í Skálholti og mér hefur alltaf þótt mjög vænt um Gunnar og mér þótti vænt um að hann skyldi biðja mig um þetta. Ég hef alltaf verið trúaður og ég það sé hverjum manni hollt að iðka sína trú, hver sem hún er. Mér líður mjög vel í kirkju og ekki síst með Gunnari þar sem hann er góður predikari. Þannig að ég fer reglulega í messu og mæli með predikunum séra Gunnars því þær eru innihaldsríkar og það er góður friður að fara í kirkju. Ég fór líka sem ungur maður í klaustur bæði til Frakklands og Bretlands. Það var nú meðal annars til þess að kynn- ast gregorískum söng sem munk- arnir iðka og var það mjög góð lífsreynsla. Þá var vaknað klukkan fimm og farið í fyrstu messuna og svo var trúarhald allan daginn og gaf það mér heilmikið. Þar var ég líka að vissu leyti að feta í fótspor Laxness þar sem þetta er sama munkaregla og hann heimsótti í Lúxemborg. En kirkjan lifir allavega þrátt fyrir lífsins læti.“ hilda@bladid.net Netið er fram FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA Vilt þú verða læknaritari? Enn er hægt að bæta við nemendum á læknaritarabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla/Heilbrigðisskólans. Fjölbrautaskólinn við Ármúla/Heilbrigðisskólinn er kjarnaskóli í heilbrigðisgreinum Nám í læknaritun er 81 eining og skiptist í 3 bóklegar annir og 6 mánaða starfsþjálfun á heilbrigðisstofnun. í bóklega hlutan um er einkum lögð áhersla á heilbrigðisgreinar, læknaritun, latínu, ensku, tölvufræði og upplýsingatækni. Nám í læknaritun er lánshæft hjá LÍN Nám í læknaritun veitir lögvernduð réttindi til starfsheitisins læknaritari skv. reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. Starfsvettvangur læknaritara eru sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, læknastofur og vísindastofnanir þar sem hann er mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðisstarfsfólks. Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambærilega menntun og reynslu. Nauðsynlegt er að umækjendur hafi góða kunnáttu í íslensku og ensku, auk þess er gerð krafa um tölvulæsi. Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að prenta blaðið út af heimasíðu skólans, www.fa.is. Umsókn skulu fylgja vottorð um fyrri skólagöngu. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Narfadóttir kennslustjóri (gnarfa@fa.is) eða skólayfirvöld. Skólameistari Björn Bragi Arnarsson fór mikinn í Verzlunarskóla íslands sem sigurveg- ari Morfís og lykilmaður í Gettu bet- ur-liðinu. Hann hlaut titilinn ræðu- maður Islands í tvö skipti og vakti athygli fyrir skemmtilegar ræður, ör- ugga framkomu og hnitmiðuð tilsvör í Gettu betur. Nýverið ákvað Björn þó að venda kvæði sínu í kross og setja á laggirnar vefritið Panama.is sem nú skipar i2.sætið á lista yfir mest sóttu vefsíður landans. „Eftir skólann fór ég strax að vinna við fjölmiðlun auk þess sem ég átti stutt innlit í Háskólann í sagnfræði. Það átti ekki alveg við mig og fljótlega fór ég að þróa með mér hugmynd um veftímarit. Núna um áramótin ákvað ég svo að ráðast í þetta verkefni og fá til liðs við mig gott fólk,“ segir Björn Bragi, sem hefur nú tvo fasta starfs- menn í vinnu á Panama.is auk þess að búa yfir nokkrum lausapennum sem leggja síðunni lið. „Þetta er búið að rúlla síðustu mánuðina og við höf- um að mínu mati vaxið og batnað til muna. Við uppfærum vefinn daglega og reynum að höfða til ungs fólks sem hefur áhuga á menningu, kvikmynd- um, tónlist, slúðri og áhugaverðu fólki. Pælingin er í rauninni bara að skapa þessu sess á fjölmiðlamarkaðn- um og reyna að svara þörfum þeirra sem hafa áhuga á að lesa efni af þessu tagi.“ Nóg pláss á markaðnum Björn Bragi segist þess fullviss að pláss sé á fjölmiðlamarkaðnum fyrir veftímarit af þessum toga. Að hans mati er internetið framtíðin og segir hánn líklegt að innan nokkurra ára fari flestöll fjölmiðlun fram á netinu. „Það er allt að færast meira á inter- netið hvort sem er sjónvarp, blöðin eða annað. Það vantar klárlega miðil sem þjónar því sem gömlu götublöð- in eins og Undirtónar, Vamm og Orð- laus þjónuðu. Svo eru margir kostir við netmiðil sem prentmiðillinn hef- ur ekki. Til dæmis er prentkostnaður mjög dýr og auk þess býður netið upp á fleiri möguleika varðandi hljóð, víd- eó og fleira,“ segir Björn, sem hefur lagt nótt sem nýtan dag við veftíma- ritið síðustu mánuðina og segist nú farinn að uppskera eftir því. „Þetta er allt að koma hjá okkur og maður er farinn að eiga fyrir salti í grautinn. Þetta hefur verið töluverð vinna og mikið álag en nú er þetta að komast á betra ról og verða virkilega skemmtilegt. Ég er til dæmis farinn að geta átt tíma fyrir litla hundinn sem ég var að fá, hana Etnu. Etna á hug minn og hjarta um þessar mund- ir og ég elska hana mjög mikið. Svo auðvitað veitir hún mér innblástur í göngutúrunum og maður fær þar hug- myndir fyrir Panarna," segir Björn og hlær. Skemmtikraftur á skrifstofunni Björn Bragi segist hættur að sjarma stelpurnar upp úr skónum með ræðu- töktunum enda hafa þeir verið látnir lönd og leið í bili. Um þessar mundir Bók: Ég verð eiginlega að vera bara týpískur og segja Flugdrekahlaupar- inn. Hún var mjög átakanleg og góð. Kvikmynd: American Psycho. Skil aldrei við mig: Síminn, greiðslu- kortið og indíáninn, vinur minn. Elska: Hundinn minn og gíraffann minn, sem er kærastan mín. Ég kalla hana það í gríni. Þoli ekki: Þegar Tottenham tapar og líka aðstæður þar sem ég lendi í einhverjum tæknivandamálum. Ég er gjörsamlega lamaður í öllum tækni- málum og þoli ekki þegar tæknin er að stríða mér! Matur: Jólamatur og steikarsam- lokan á Sólon. Tónlist: Mjög misjafnt hvað ég er að hlusta á. Allt frá gelgjupoppi yfir í hart þungarokk. Ef ég á að nefna æskuhljómsveitina þá er það Red Hot Chili Peppers. Draumaverkefni: Að taka við af Eyjólfi Sverrissyni með íslenska landsliðið. Ráð og speki: Maður getur gert ná- kvæmlega allt sem maður vill gera ef maður er nógu ákveöinn í því. En ef maður heldur að lífið skuldi sér eitt- hvað þá kemst maður aldrei neitt! Hamingjan felst í: Að vera ánægður og sjá ekki eftir neinu.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.