blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 1
Ungur á uppleið Jóhannes Haukur Jóhannesson er ungur leikari sem hefur m.a. leikið I Eilífri hamingju en hann var tilnef ndur til Grímunnar fyrir bestan leik í aðal- hlutverki þar. [ FÓLK»14 Ragnheiður Guðnadóttir er höfuð- beina- og spjaldhryggsjafnari en með þessari meðferð er hægt að viðhalda heilbrigðu jafnvægi á ölluni sviðum líkamsstarfseminnar. SÉRBLAл 26 \f~ Talar í Simpson „Ég lasfyrir Wiggum lögreglu- stjóra, Kent Brockman og Quimby bæjarstjóra," segir Hjálmar Hjálmarsson leikari en hann leikur nokkur hlutverk í Simpson-bíómyndinni. QRDLAUS»34 Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, vill opinberari refsingar: Hvítflibbar kaupa sig frá ábyrgo ¦ Segir efnahagsbrotadeildina of fámenna ¦ Skortir fjármagn og refsiheimildir Eftir Þórð Snæ Júliusson thordur@bladid.net „Þegar hvítflibbar eiga í hlut og það fréttist að þeir hafi jafnvel stungið ævitekjum verkamannsins undan skatti skapast oft engin opinber umræða um málið. Það er þetta sem ég vil að fólk vakni til vitundar um," segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkissaksóknara. í ítarlegu viðtali við Blaðið í dag lýsir hann þeirri skoðun sinni að deildin sem hann stjórnar hafi ekki fengið að þróast í takt við þær breytingar sem orðið hafa í viðskiptalífinu á Islandi á undan- förnum árum né við þau brot sem þær sviptingar hafaleittafsér. Hann vill að þeir sem gerist sekir um stórfelld efhahagsbrot verði refsað með opinberari hætti. „Annars er hættan sú að refsingarnar verði hugs- aðar sem herkostnaður. Ef það kemst upp um menn í eitt skipti af tíu þá er hættan sú að þeir borgi einfaldlega sekt ogþakki fyrir að enginn viti af brotinu. Þá er þetta orðið eins og að menn séu að kaupa sig út úr ábyrgð með greiðslu sektanna." Helgi telur að refsi- og sektarheimildir opin- berra eftirlitsstofnana eigi heima inni á borði sak- sóknara efnahagsbrota. „Það hafa verið gerð mis- tök að mínum dómi í þróun þessa kerfis á síðustu árum. Það hafa vaxið upp eftirlitsaðilar hér og þar sem heyra undir hin og þessi ráðuneyti. Þar er verið að gæta ákveðinna afmarkaðra hagsmuna og þar hefur verið ásókn í að flytja refsiheimildir inn í stjórnsýsluna. Þetta hefur verið rökstutt með því að það sé svo þungt og flókið að fara með málin fyrir dómstóla. Það sé svo miklu einfaldara ef sami aðili rannsakar, ákærir og dæmir menn inni á skrifstofum eftirlitsstofnana." FRÉTTIR »10-11 Vilja taka lögin í sínar hendur Á spjallsvæði heimasíðunnar hsl.is, sem er vefsvæði mótorhjólaklúbbsins HSL, eru félagsmenn hvattir til að taka lögin í eigin hendur ef bílstjórar svína á þeim í umferðinni. (færslu á síðunni segir: „Þegar að þú, hjólari góður, lendir í svona, leggðu þá númerið á bílnum á minnið, það er hægt að finna fólk og benda því á hvað það er að gera, og ef að það vill ekki taka því með góðu, þá er alveg sjálfsagt að útskýra málið með ILLU." Annars staðar á síðunni er tiltekinn ökumaður naf n- greindur og heimilisfang hans birt. „Við erum komnir með bakið upp að vegg í þessu máli. Þegar svo er þá bregð- ast menn við með því að segja eitthvað svona. Að sjálfsögðu ætlum við ekki að labba hér um með hnúajám og hagla- byssur." Þetta segir Þórður Magnússon umsjónarmaður heimasíðunnar. „Það er alveg Ijóst að eftir að lögreglan kom með ákall til landsmanna um að fylgjast sérstaklega með bif hjóla- mönnum eru sjálfskipaðir lögreglumenn úti um allt að svína á okkur" segir Þórður og bætir við: „Það að svína á bifhjól er morðtilraun." Þórður segir bif hjólamenn oft haf a tilkynnt lögregu um þessi atvik við dræmar undirtektir og því grípi menn til þessara örþrifaráða til þess að minna á sig. oknuinirniiuvi Börnin fagna 50 árum Líf og fjör var á lóð Barnaspítala Hringsins í gær en þá var haldið var upp á hálfrar aldar afmæli spítalans. Núverandi og fyrrverandi sjúklingar tóku þátt í hátiðahöldunum ásamt starfsfólki, gestum og gangandi. Þegar Kvenfélagið Hringurinn stofnaði spítalann var hann á efstu hæð í fyrstu byggingu Landspítalans en er nú í glæsilegu húsnæði sem vígt var árið 2003. Úr kjötboröi ssáasi Nautahakk 998 kr. kílói" Opiðalladagafrákl. 10.-20 Baejarlind 1 - Sími 544 4510 Tók öndunarvélina úr sambandi Sautján ára þýskur karlmaður, Frederik Mölner, tók öndunarvél 76 ára herbergisfélaga síns á sjúkrahúsi í Þýskalandi, úr sambandi eftir að hávaðinn í vélinni hélt ítrekað fyrir honum vöku. Mölner liggur nú á gjörgæslu í Landshut í suðurhluta landsins þar sem hann jafnar sig eftir að hafa lent í bílslysi. „Hann sagði okkur að hávaðinn hefði farið svo mikið í taugarnar á sér að hann hefði haldið að þetta væri besta leiðin til þess að fá ró og næði," sagði talsmaður lögreglunnar. Starfsfólki gjörgæslunnar barst þó merki um að ekki væri allt með felldu og tókst að tengja öndunar- vélina á ný í tæka tíð. Mölner verður yfirheyrður af lögreglu í dag. NEYTENDAVAKTIN Farsímanotkun Fyrirtæki Krónur Vodafone, innan kerfis 36,60 Vodafone, milli kerfa 73,20 Síminn, innan kerfis 36,90 Síminn, milli kerfa 72,90 Sko, innan og milii kerfa 49,60 Farsimanotkun (si'mtal í 3 mín. i trelsi) Upplýsingar frá Neytendasamtökunum §^^ GENGI GJALDMIÐLA ¦H uso SALA 62,49 % 0,13 A m gbp SS DKK 124,19 0,43 A 11,25 0,12 A # JPY ¦B EUR GENGISVÍSITALA ÚRVALSVlSITALi 0,51 0,30 A 83,79 0,13 * 113,72 0,18 A \ 8.180,33 0,20 A VEÐRIÐ I DAG VEÐUR » 2

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.