blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 6
Ford Fiesta eða sambærilegur Vika á Italíu \>1 'lí\í\ # ■ ■■ ■ kr. - ótakmarkaður akstur, P , I f ■ ■ m\ ■ kaskó, þjófavörn, flugvallargjald U2í JL f • \_/ V/ V/ og skattar. | Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta 522 44 00 • www.hertz.is HÁTÍÐARDAGSKRÁ OGRALL ; * SAMTÖKIN '78 bjóða til hátíðardagskrár í Iðnó, föstudagskvöldið 22. júní kl. 21 í tilefni af því að eitt ár er síðan lög sem leiðréttu réttarstöðu samkynhneigðra tóku gildi. LayLow, Hjaltalín, Hara systur og Reykjavík!taka lagið. Boðið verður upp á óvænta sögumola úr fortíðinni í máli og myndum og Elíasar Mar minnst með viðeigandi hætti. Kynnir er Viðar Eggertsson Klukkan 23:00 hefst dansleikur á sama stað og stendur til kl. 03. Miðaverð á hátíðardagskrá og ball kr. 1200. Miðaverð á dansleik kr. 800 fyrir félaga I Samtökunum 78 en 1200 kr. fyrir aðra. Forsala aðgöngumiða á skrifstofu Samtakanna 78 og á Opnu húsi fimmtudaginn 21. júní kl. 20 -23:30. Þeir sem upplifðu stemmninguna í Hafnarhúsinu fyrir réttu ári síðan þegar lögin öðluðust gildi ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér farai SAMTÖKIN '78 MIÐVIKUDAGUR 20. JUNI 2007 blaAið INNLENT BORGARSTJORN Janfréttisskóli á laggirnar Tillaga um jafnréttisskóla var samþykkt samhljóða í gær af borgarstjórn. Jafnréttisskólinn hefur fyrst og fremst það hlutverk að skapa vettvang fyrir heilsteypt jafnréttisstarf í skólum og frístundastarfi í anda mannréttindastefnu borgarinnar. Stefnt er að því að skólinn hefji störf á haustmánuðum 2008. Jón Pétursson enn dæmdur fyrir hrottalegt ofbeldi: Fékk fimm ár fyrir nauðgun og árás ■ Beitti konuna ítrekað ofbeldi ■ Hlaut annan dóm fyrir tveimur mánuðum Fasteignasalinn Jón Pétursson, 56 ára, var dæmdur í fimm ára fang- elsi og til greiðslu 1,5 milljóna króna í skaðabætur, fyrir frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás og kynferð- isbrot gegn fyrrum sambýliskonu sinni, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón hélt konunni nauðugri í íbúð þeirra í Reykjavík í margar klukkustundir 3. desember á síðasta ári, þar sem hann varnaði því að hún hringdi í Neyðarlínuna á milli þess sem hann beitti hana hótunum og margs konar ofbeldi. Jón hlaut annan fímm ára dóm í Hæstarétti í vor fyrir sams konar brot gegn fyrr- verandi sambýliskonu og unnustu. I dómi héraðsdóms segir að Jón hafi gerst sekur um stórfellda lík- amsárás, með því að hafa ráðist að sambýliskonu sinni, slegið hana hnefahögg í vinstra gagnauga, hnefahögg í kjálka vinstra megin, rifið í hár hennar og dregið hana á hárinu inn í svefnherbergi íbúðar- innar. Þar fleygði Jón henni í rúmið, skipaði henni að fara úr fötunum og þegar hún var orðin nakin sló hann hana með flötum lófa vinstra megin í andlitið. Um nóttina og fram undir morgun beitti hann konuna ítrekað ofbeldi, ógnaði henni með kjötexi og búrhníf, sló hana ítrekað með hnefahöggum og lamdi með flötu blaði kjötaxarinnar og búrhnífsins aðallega á upphandleggi og aftan- verð læri en einnig annars staðar á líkamann. Dómurinn taldi ósannað að Jón hafi þrýst í nokkur skipti kodda fyrir andlit hennar þar til hún var við að missa meðvitund líkt og kom fram í ákæru. Héraðsdómur fann Jón jafnframt sekan um kynferðisbrot með því að hafa með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvað konunni til sam- ræðis. Konan hlaut mikla áverka af völdum ofbeldisverka Jóns, glóðar- auga á báðum augum, mar og mar- bletti í andliti, handleggjum, hand- arbökum, brjóstum, lærum og rist og fjögurra sentimetra skurð á hné. í dómsorði segir að brot Jóns hafi verið sérlega hrottafengin og lang- vinn. Árásirnar hafi haft alvarlegar, líkamlegar og andlegar, afleiðingar fyrir fórnarlambið og að Jón eigi sér engar málsbætur. Jón var einnig dæmdur í fimm ára fangelsi og til greiðslu skaðabóta í Hæstarétti í apríl fyrr á árinu, meðal annars fyrir þrjár líkamsárásir, hús- brot og kynferðisbrot gegn fyrrum sambýliskonu og unnustu sinni. Þau brot voru framin sumarið 2005 og í febrúar 2006. 1 dómi Hæstaréttar segir að brotin hafi verið sérlega hrottafengin og árásirnar algerlega tilefnislausar. Jón hafi misnotað að- stöðu sína gagnvart konunum og þær hafi verið honum háðar. Vanda- menn annarrar konunnar voru erlendis og sjálf var hún ótalandi á íslensku. Árásir mannsins gegn kon- unni þóttu sérstaklega svívirðilegar þar sem þær voru liður í því að kúga hana og undiroka. Að venju héldu íslenskar konur 19. júní hátíðlegan. Meðal annars voru Bleiku steinarnir, hvatningarverðlaun Femínistafélags fslands, afhentir á Austurvelli. Steinarnir voru afhentir þingmönnum Norðvesturkjördæmis en engi kona situr nú á þingi fyrir kjördæmið. Síðdegis fjölmenntu kon- ur í Kvennasögugöngu undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur sagnfræðings. Gengið var um Þingholtin, Kvosina og endað við Hallveigarstaði. Siðanefnd Blaðamannafélags íslands: Kastljós RÚV braut siðareglur Helgi Seljan, einn umsjónar- manna Kastljóss RÚV, og Ríkisút- varpið brutu gegn siðareglum Blaða- mannafélags íslands í umfjöllun um veitingu ríkisborgararétts til sambýliskonu sonar Jónínu Bjart- marz. Siðanefnd Blaðamannafélags- ins segir að brotið hafi verið gegn 3. grein siðareglna en samkvæmt henni ber blaðamanni að vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýna fyllstu tillitssemi í vanda- sömum málum. Þá ber blaðamanni að forðast allt sem valdið getur sak- lausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða van- virðu.“ Blaðamaður Blaðsins flutti Jónínu fréttirnar í gær og þá hafði hún ekki ákveðið hvert næsta skref hennar yrði í málinu. Kastljós sendi í gær frá sér athugasemdir vegna úr- skurðar siðanefndar. „Ekki verður annað séð en með þessum orðum sé siðanefnd BÍ að beina því til fjölmiðla að fjalla eigi öðruvísi um mál sem tengjast kjörnum fulltrúum rétt fyrir kosn- ingar. Kastljós notar sömu viðmið í blaðamennsku í öllum málum óháð árstíðum eða því hvort kosningar eru í nánd.“ Og síðar: „Hvers vegna kýs Siðanefnd að líta framhjá kjarn- anum (þessari umfjöllun Kastljóss?.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.