blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 16
28 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 blaðið neyten neytendur@bladid.net Endastöð tyggjóa Það að kyngja tyggjói er ekki eins hættulegt og af er látið. Lík- aminn bregst eins við því sem öðrum hlutum sem við getum ekki melt og skilar því út í nokkurn veginn sömu mynd, þótt liklega sé betra að láta endastöð þess vera í ruslinu. Kaup á notuðum bíl Við kaup á notuðum bílum skal láta ýtni sölumanns sem vind um eyru þjóta. Athugið tímareim, heildarástand bíls, upþlýsingar um fyrri eigendur og hversu mikið bíll- inn hefur verið ekinn eða kringum 20.000 km á ári. Heim úr fríinu: Margfaldir síxnreikningar Á vef Neytendasamtakanna má nálgast grein eftir Hildigunni Hafsteinsdóttur. Er hún stjórnandi Leiðbeininga- og kvörtunarþjón- ustu samtakanna. Hildigunnur greinir frá því að til þjónustunnar berist fleiri, fleiri símtöl frá reiðum íslendingum sem telja sig hafa fengið óeðlilega háa símreikninga senda til sín, allt upp í hundruð þúsunda. Sérlega ber á þessu yfir sumartímann þegar landinn leggur í ferðalög og áttar sig ekki á því að mun dýrara er að hringja og senda sms á milli landa. Ráð til neytenda í sambandi við síma- notkun erlendis er því að hafa sem oftast slökkt á símanum þegar út er komið og aftengja talhólf símans, þar sem símaeigandi þarf að greiða mínútugjald fyrir þau skilaboð sem lesin eru inn á það, þótt hann segi ekki orð. Þá er einnig nefnt að ódýrara sé að láta frekar hringja í sig en hringja í aðra og senda frekar sms en að hringja, þó að sms-taxtinn hækki jafnt og þétt þegar út fyrir landsteina er komið. Hildigunnur þendir einnig á að í flestum löndum sé auðveldlega hægt að komast í ódýrt netsamband, sem gæti ef til vill komið í stað símtals. Notendur síma erlendis ættu einnig að kynna sér ítrekað þjón- ustu og skilmála símafyrirtækja áður en lagt er af stað í ferðalag. Til dæmis fyrirfinnast þartilgerð ferðanúmer sem hægt er að verða sér úti um en með þeim er mögu- legt að lækka simakostnað tals- vert. Það er líka tekið fram að mik- ill munur er á milli landa, til dæmis er talsvert dýrara að hringja til (slands frá Danmörku en Astralíu eða Indlandi. Það ber að gæta sín á erlendum símafyrirtækjum, þar sem sum þeirra leggja auka- kostnað á alls kyns þætti þjónustu sinnar. Því er það hagur neytenda að kynna sér hvaða símafyrirtæki býður hagstæðustu kjörin. í lok greinar Hildigunnar er þess getið að reglur um hámarksgjöld vegna reikisamtala taki fljótlega gildi innan EB sem komaferða- glöðum án efa vel á komandi mánuðum. Fimm sinnum dýrara að borða heilsufæði Hvað var í körfunni? Bónus Bónusbrauð 1 stk............................. 129 kr. Súkkulaðikex kr/kg........................... 276 kr. Bónussafi 1 lítri..................................78 kr. íslenskar agúrkur kr/kg..........................163 kr. íslenskir tómatar kr/kg......................... 367 kr. Special K morgunkorn kr/kg....................... 462 kr. Frosin Freschetta-pitsa með grænmeti, kr/kg... 495 kr. Léttmjólk 1 lítri.................................72 kr. MS létt jógúrt....................................43 kr. Bónus-Smyrill kr/kg............................. 297 kr. Bónus jógúrt jarðarberjaís 1 lítri.............. 198 kr. Bónussulta kr/kg................................. 306 kr. Kornax-hveiti kr/kg................................37 kr. Fusilli-pasta kr/kg...............................69 kr. Hrísgrjón kr/kg................................. 165 kr. Europris-tómat-pastasósa kr/kg.................. 172 kr. Burger-hrökkbrauð kr/kg......................... 356 kr. Bónuskaffi kr/kg................................ 338 kr. Tortilla-flögur m/osti kr/kg.................... 376 kr. 4.399 kr. Maður lifandi Speltbrauð, ger- og sykurlaust, 1 stk...... 390 kr. Speltkex m/ súkkulaði kr/kg.............. 1.030 kr. Tómatsafi 1 lítri.............................. 547 kr. Lífrænar agúrkur kr/kg......................... 460 kr. Lífrænir tómatar kr/kg......................... 636 kr. Speltflögur, morgunkorn kr/kg............ 1.350 kr. Frosin, lífræn pitsa m grænmeti kr/kg.... 2.141 kr. Sojamjólk 1 lítri.............................. 188 kr. Lífrænt sojajógúrt.............................. 92 kr. Lífrænt smjör kr/kg...................... 1.060 kr. Bio jarðarberjaís 1 lítri................ 1.025 kr. Kirsuberjasulta kr/kg.........................1.810 kr. Bok hveiti kr/kg................................612 kr. Speltpasta kr/kg............................... 800 kr. Brún hrísgrjón kr/kg............................310 kr. Lífræn tómat-pastasósa kr/kg..................3.176 kr. Spelthrökkbrauð kr/kg.................... 2.225 kr. Organic Columbia kaffi kr/kg..................2.196 kr. Tortilla-flögur m/osti kr/kg............. 1.600 kr. 21.648 kr. Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Lífrænar vörur, spelt- og sojavörur eru nánast fimm sinnum dýrari þegar ein innkaupakerra er fyllt af sömu fæðutegundum. Verð á handahófskenndum vörum i Bón- usi annars vegar og Manni lifandi hins vegar var kannað. Vafalaust er hægt að finna gæðamun milli vara karfanna og í kjölfarið versl- anir með vöruverð á milli þessara tveggja, hærra og lægra. „Lífrænu vörurnar eru mun betri til lengdar, þar sem þær eru hrein- ar, ekki sprautaðar af neinu og ég finn mun á bragði þeirra og ann- arra vara. Því miður eru þær enn þá dýrari en eftirspurnin verður sí- fellt meiri þannig að það má búast við verðlækkun. Þess má geta að verð heilsufæðis hér áður fyrr var mun hærra,“ segir Helga Mogensen, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Manni lifandi, sem er samkeppnis- hæf verslun á heilsumarkaðinum. Hún segir að með tíð og tíma muni allir fá aðgang að þessum vörum, þegar eftirspurn kallar á lækkun verðs, það skipti, jú, máli fyrir verð hvað sé verið að framleiða vörurn- ar í miklu magni. Spurð um áhrifin af neyslu holl- ustufæðunnar sem verslunin býð- ur upp á nefnir Helga að fólk biðji um lífræna fæðu í miklum mæli og trúi því að til lengri tíma sé það að fyrirbyggja sjúkdóma. „Ég kýs lífrænt fyrir það fyrsta að það eru mun meiri gæði í fæðunni og síðan er vissulega bragðmunur." Varð- andi það hvort að hátt verð á heilsu- vörum ýti undir stéttaskiptingu í þjóðfélaginu segir Helga að það gefi augaleið að ekki hver sem er hafi efni á þessum vörum. „Þetta er fyrst og fremst lífsstíll sem fólk er að velja sér og við erum til staðar á markaðnum vegna þess.“ Ingibjörg Gunnarsdóttir næring- arfræðingur svaraði spurningu um lífræna ræktun á Vísindavefnum. ,Menn eru þó ekki á einu máli varð- andi hollustu lífrænt ræktaðra mat- væla og telja sumir að lífrænt rækt- að hráefni innihaldi mikið magn af gerlum sem gætu verið skaðvaldar. Það er aðallega út frá umhverfis- sjónarmiðum sem menn aðhyllast lífræna ræktun.“ Og síðar: „Nýlega var gerð úttekt á lífrænt ræktuðu grænmeti á íslandi og kom það mjög vel út hvað varðar útlit og bragð, en ekki var teljandi munur á næringarefnainnihaldi í lífrænt ræktuðu grænmeti og venjulegu grænmeti." Borghildur Sigurbergsdóttir nær- ingarráðgjafi segir ekki skipta máli út frá næringarlegu sjónarmiði hvort borðað sé til dæmis speltbrauð eða hveitibrauð. „Hollustan í brauðinu fer eftir trefjamagninu. Ég ráðlegg fólki ekkert endilega lífræna fæðu, því næringarlega séð skiptir það ekki miklu máli. Fólk hefur auðvit- að þetta val, en það er ekki endilega eitthvað sem ég mæli með þótt ég sé ekki heldur á móti því.“ Heldur liöunum liöugum! $3k |p1 heilsa Sk« ÉaÍjnk -haföu þaö gott Neytendur séu á veröi „Varðandi matvælaverð þá vek ég athygli á því að birgjar hafa verið að lækka verð á sínum vörum en við ætlumst að sjálfsögðu til að það skili sér út úr búðunum," seg- ir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þó hefur borið á því að þegar krónan hefur styrkst hefur gengið upp og ofan að koma því til neytenda.“ Spurður um hátt verðlag í heilsu- verslunum nefnir Jóhannes að þær hafi ekki verið skoðaðar sérstak- lega. „Ég gæti þó trúað að í þeim búðum sé dágóð álagning, þó að vörur þeirra séu í grunninn dýrar sem er að sjálfsögðu stór skýring á háu verðlagi.“ Jóhannes minnir neytendur á að vera vel á verði gagnvart verði á vör- ana. „Ef fólk tekur eftir einhverju dregið til þess að láta okkkur vita. öll mál og sérstaklega á þeim mark- um og bera það saman milli versl- óeðlilegu þá hvetjum við það ein- Við [Neytendasamtökin] skoðum aði þar sem verðlagning er frjáls.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.