blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 22
34 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 Doppur enn og aftur Það lítur út fyrir að doppótt haldi velli í sumar, að minnsta kosti erlendis þar sem verslanir eru fullar af doppóttum flík- um og fylgihlutum. Doppótt getur veriö smart svo lengi sem gætt er hófs og ekki er klæðst doppum frá toppi til táar. Já/nei Talsetning Simpson-myndarinnar í fullum gangi: íslenskir leikarar Ijá íbúum Springfield rödd sína ♦ Elskum óvæntar sólarlandaferðir. í dag má fá hinar skemmtilegustu hoppferðir með skömmum fyrirvara sem kosta fáan skildinginn. Stundum er máliö að skella sér í ævintýrin með stuttum fyrirvara í stað þess að vera með allt kortlagt marga mánuði fram í tímann. ♦ Langar í fleiri skyrdrykkjabúllur. Heilsustaðir með skyrdrykkjum eða svalandi söfum eru heldur fáir hér á landi en mættu helst vera á hverju horni. Góður og svalandi skyrdrykkur er aðalmálið í sumar. ♦ Líkar við kaffihús með útiaðstöðu. Það er fátt betra en gott kaffihús sem býður ugp á heppilega útiaðstöðu fyrir gesti. Það mættu fleiri kaffihús taka upp á skemmti- legheitum sem þessum og draga þannig að sér sumarglaða gesti. ♦ Vitum ekki með rifnar gallabuxur. Þær geta svosem stað- ist tímans tönn og komið vel út ásamt viðeigandi dressi en stundum fer druslu- gangurinn yfir strikið. Þær mega allavega ekki vera það sjúskaðar að útkoman minni á útigangsmann. Svo er auðvitað kominn tími á að draga pilsin, kjólana og léttu buxurnar fram og sniðganga þykku gallabuxurnar. ♦ Bless bless reykingar. Nú fer hver að verða síðastur að drepa í rettunni. Það má hvort eð er ekki reykja inni á stöðunum í dag og því algjörlega upplagt að nota tækifærið og segja skilið við púið. ♦ Þolum ekki öfgafulla vöðvadýrkun. Að sjálfsögðu er fullkomlega eðlilegt að vilja vera í formi og hafa fína vöðva á líkamanum en öllu má nú ofgera. Þegar fólk lítur út eins og steypireyður vegna of mikils vöðvamassa má fara að endurskoöa líkamsímyndina .. Nú styttist óðum í fyrstu kvikmyndina um hina óborganlegu Simpson fjölskyldu, en myndin verður frumsýnd þann 27. júlí næst- komandi og verður bæði með ensku og íslensku tali. Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir koma til með að ljá-Simp- son fjölskyldunni og öðrum íbúum Springfield rödd sína en leikararnir Gunnar Hansson, Hjálmar Hjálm- arsson og Björgvin Franz Gíslason eru meðal þeirra sem að talsetning- unni koma. Hómer Simpson er eðalkarakter „Ég las fyrir Wiggum lögreglu- stjóra, Kent Brockman og Quimby bæjarstjórasegir Hjálmar Hjálm- arsson leikari. „Þetta var mjög skemmtilegt og ég reyndi að herma eftir rödd- unum og leika eins vel og ég gat, þó að þetta hafi nú kannski ekki verið uppáhaldskarakterarnir mín- ir úr þáttunum. Ég hef alltaf hald- ið einna mest upp á Mr. Burns og Flanders er auðvitað stórkostlegur líka. Svo er Hómer Simpson sjálf- ur eðalkarakter en annars finnst mér bara þættirnir gríðarleg snilld og ég reyni að missa ekki af þeim. Bróðurparturinn af fjölskyldunni safnast saman fyrir framan sjón- varpið og horfir á þetta. Fimm ára sonur minn hefur alveg jafn gaman af þessu og ég, þó kannski ekki al- veg af sömu bröndurunum. Mér finnst þetta allavega frábærlega vel skrifaðir þættir og það að þeir skuli vera enn i gangi eftir 18 ár er ótrú- legt. En það getur verið erfitt að þýða brand- arana sem ein- kenna Simpson. Það er alltaf hægt að herma eftir röddunum en þetta eru mjög vel skrifaðir þættir og mik- ið verið að leika sér með tungumál- ið og hluti í bandarískri menningu sem getur verið erfitt að yfirfæra í íslenskt tungutak, en ég vona bara að menn geti þá notið þess að bera þetta saman og fari á báðar útgáf- urnar.“ Fékkekki Flanders „Ég er mikill Simpson aðdáandi og fór í prufu fyrir Ned Flanders nágranna Simpson-fjölskyldunnar sem ég fékk nú ekki,“ segir Gunnar Hansson leikari. „En sagði bara að ég yrði að fá að vera með. Þannig að ég skoðaði mynd- ina og vildi endilega fá að taka afann þar sem hann á alveg frábærar sen- y ur og Moe sem ég held mikið upp á og vona að ég hafi gert þeim ágæt skil. En ég er voða ánægður með að fá að vera einhver. Enda er þetta al- gjör snilld og ég hef fylgst með þátt- unum í öll þessi ár og sonur minn er líka orðinn harður Simpson-að- dáandi. Hann er líka mjög ánægður með að ég taki þátt í þessu og var mikið að fylgjast með hvaða persónur ég var að prófa fyrir og varð sár þegar ég fékk ekki Flanders og svoleiðis. En mér finnst þetta ótrúlega gam- an og ég er spenntur að sjá hvern- ig íslenska talsetningin kemur út. Þetta er allavega skemmtileg mynd eins og allt sem frá þeim kemur.“ hilda@bladid.net Gunnar Hansson Ljær Moe og afanum í kvikmyndinni um Simp son-fjölskylduna rödd sína. ■ Hjálmar Hjálmarsson Heldur mest upp á Mr. Burns en talar V fyrir Wiggum lögreglustjóra og ■ fleiri íbúa Springfield. Bjorgvin Franz Gislason Hreppti hlutverk trúðsins Krusty Sendibílar til leigu Amiina heldur útgáfutónleika í Iðnó Strengjasveitin Amiina heldur útgáfutónleika í Iðnó fimmtu- daginn 21. júní næstkom- andi. Sveitin var að gefa út sína fyrstu breiðskífu og mun platan koma út víðs vegar um heiminn á næstu dögum. „Platan er að koma út í flestum löndum og þetta er rosalega spennandi allt saman. Við höfum gefið út smáskífur áður en þetta er fyrsta breiðskífan og því sérlega skemmtilegt,11 segir Sólrún Sumarliðadóttir, ein hljóm- sveitarmeðlima, og bætir við að platan hafi fengið góðar viðtökur. „Við höfum fengið rosalega fína dóma erlendis og erum bara mjög sáttar. Við munum reyna að spila eitthvað hérna heima í ág- úst en svo verðum við meira og minna erlendis fram að jólum að túra.“ Forsala miða fram fram í Smekkleysu plötubúð, 12 Tónum og á midi.is. Miða- verð er 1.700 krónur og hefj- ast tónleikarnir klukkan 21. 1I...I"T I I I I I I M I I I I I I I I zzzzzi Námufélagar fá tvo miöa á verði eins í Smárabíó, Regnboganum, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgar- bíó Akureyri mánudaga til fimmtudaga ef þeir greiöa meö nýja Námukortinu í gallabuxnaútlitinu. Tilboöiö gildir hvorki í lúxus- sal né á íslenskar myndir. Landsbankinn 111111 11 11 ITTTTI I I I I ITTm i I I I Stjörnur á MOJO- ! verðlaunahátíðinni Margt var um manninn á lesenda- verðlaunum tónlistartímaritsins MOJO sem haldin voru í fyrradag. Á hátíðinni glitti í ófáar stjörnurnar og gaf þar að líta meðal annars Osbourne-hjónin, Amy Winehouse og Alice Cooper. Þá lét Björk okkar Guðmundsdóttir sig ekki vanta og gerði sér lítið fyrir og vann svokölluð innblástursverðlaun, eða The Mojo Inspiration Award. Söngkonan Amy Winehouse fékk verðlaun fyrir lagið Rehab, Alice Cooper hlaut hetjuverðlaunin og The Doors fengu nafn sitt á frægð- arvegg Mojo auk þess sem margir aðrir listamenn fengu eitthvað fyrir sinn snúð. Alltaf flott Björk kann svo sannarlega að vekja athygli fyrir framkomu og klæðaburð. Breska vefsíðan New Wo- man minntist sérstaklega á klæðnað söngkonunnar í gær en bætti því við að fólk væri fyrir löngu farið að venj- ast sérstökum tilburðum þegar kæmi að klæðaburði íslensku stjörnunnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.