blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 18.ÁGÚST2007 blaöió Norræn sveit til Darfúr Þátttaka íslands ekki ákveðin Svíar og Norðmenn hafa ákveðið að senda 350 friðar- gæsluliða til Darfúr-héraðs- ins í Súdan sem liðsauka við friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna, að því er sænska utanríkisráðuneytið greindi frá í gær. Er ráðgert að frið- argæsluliðarnir verði sendir þangað í byrjun árs 2008 og koma þeir til með að leggja vegi og fjarskiptalínur. Ekki fékkst uppgefið hjá ut- anríkisráðuneytinu á Islandi hvort áætlað sé að senda friðargæsluliða til Darfúr, en íslenskir friðargæsluliðar hafa oft starfað með norskum sveitum. hbv Ratsjárstofnun Rússnesk her- þota í óleyfi Krónan á Reyðarfirði fær undanþágu vegna manneklu 14 ára mega afgreiða tóbak I Krónunni á Reyðarfirði mega unglingarnir sem starfa við af- greiðslukassana í versluninni afgreiða tóbak þótt þeir séu ekki orðnir 18 ára. Hefur það sætt undrun viðskiptavina að unglingar á aldrinum 14 til 16 ára skuli teygja sig í sígarettupakka og rétta þeim. Samkvæmt lögum um tóbaks- varnir mega þeir sem eru yngri en 18 ára ekki afgreiða tóbak. Heimild er hins vegar til að veita tímabundna undanþágu frá 18 ára aldurstak- markinu ef aðstæður eru sérstakar, eins og til dæmis erfiðleikar með að fá annað starfsfólk. Fá undanþágu Samkvæmt lögum mega þeir sem eru yngri en 18 ára hvorki afgreiða tóbak né kaupa. „Við fáum undanþágu frá Heil- brigðiseftirliti Austurlands en áður en undanþágan er veitt þurfa for- ráðamenn krakkanna að samþykkja að þeir afgreiði tóbak,“ segir Ásdís Jóhannesdóttir verslunarstjóri. Hún segir regluna vera þá að krakkarnir eigi að ýta á bjölluhnapp og bíða eftir eldri afgreiðslumanni þegar beðið er um tóbak. Stundum standi hins vegar þannig á að nauðsynlegt sé að unglingurinn sjái sjálfur um afgreiðsluna. Það eru aðallega unglingar sem vinna á kössunum, að því er Ás- dís greinir frá. Hún segir atvinnu- ástandið á Reyðarfirði gott. „Það er mikið álag hjá okkur og fólk sem er í verslunarstörfum, sem er aðallega kvenfólk, sækir frekar í bankastörf og skrifstofustörf. Það er nú því miður þannig.“ Perú Yfir 500 létust í skjálftanum Staðfest er að 510 manns að minnsta kosti létu lífið í jarðskjálftanum í Perú á mið- vikudagskvöldið. Um 1.600 slösuðust. Yfirvöld í Perú búast við að tala látinna hækki enn frekar. Margir eftirskjálftar hafa orðið og á föstudag varð skjálfti upp á 5,9 á Richter. Hann olli mikilli skelfingu hjá íbúum í Perú og björgunarfólki sem vinnur hörðum höndum að því að bjarga þeim sem eru grafnir í rústum húsa. sme Vissu að kostnaður yrði umfram heimild ■ Samgöngu- og fjármálaráðuneyti og Vegagerð vissu að kostnaður við Grímseyjarferju yrði meiri en heimild var til ■ Fulltrúar ráðuneyta boðaðir á fund fjárlaganefndar Rússnesk eftirlitsherþota og vélar til að fylla á hana elds- neyti flugu inn í íslenska loft- heígi í gær. Henni fylgdu fimm breskar og skoskar herþotur. Um fimmtán ár eru síðan rúss- nesk hervél flaug siðast inn í íslenska lofthelgi. Hrafnhildur Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir vélarnar hafa sést á radar Ratsjárstofnunar um klukkan hálf þrjú í fyrrinótt og verið þar til klukkan hálf fimm í gærdag. Véiarnar voru 120 sjómílur fyrir austan land, sem nemur nær 220 kilómetrum. Herþoturnar settu almenna flugumferð úr skorðum, því endurskipuleggja hefði þurft alla flugumferðina upp á nýtt. gag STUTT • Urgur vegna verðkannana Viðskiptaráðherra hefur falið Neytendastofu að vinna fram- kvæmdaáætlun fyrir rafrænar verðkannanir. Skiptar skoðanir eru meðal hagsmunasamtaka um það hvernig best sé að standa að framkvæmd kannananna og á Neytendastofa að miðla málum svo að allir verði sáttir við framkvæmdina. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Fulltrúar samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Vegagerðar- innar vissu að ný Grímseyjarferja kostaði mun meira en heimild var til áður en skipið var keypt. I fundargerð sem Blaðið hefur undir höndum segir orðrétt að „fyrir virð- ist liggja að samanlagður kostnaður vegna nýrrar Grímseyjarferju geti numið 250 milljónum króna“. Umræddur fundur var haldinn í Vegagerðinni þann 25. nóvember 2005, sex dögum áður en skipið var keypt. Undir fundargerðina kvitta Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri, Gunnar Gunnarsson aðstoðarvega- málastjóri, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í samgönguráðu- neytinu, og Þórhallur Arason frá fjármálaráðuneytinu. Ennfremur segir í fundargerðinni að „nokkuð ljóst [er] að allmargir mánuðir munu líða þar til skipið er tilbúið og hægt verður að setja eldra skip í sölumeðferð. Heildardæmið verður því engan veginn ljóst fyrr en að þessum tíma loknum.“ Miklu hærra en heimild var til Þegar ríkisstjórn Islands veitti heimild til kaupanna í apríl 2005 var kostnaðurinn sagður vera 150 millj- ónir. 1 fundargerðinni er sérstak- lega vísað til þeirrar samþykktar en samt sem áður ákveðið án frekari samráðs við ríkisstjórnina að við- bótarfjármögnun kaupanna verði af ónotuðum heimildum Vegagerðar- innar. Hefði hún ekki svigrúm til að nýta ónotaðar fjárheimildir myndi fjármálaráðuneytið heimila yfir- drátt fyrir því sem vantaði upp á. Ríkisendurskoðun gerði alvar- legar athugasemdir við þessa ákvörðun í svartri skýrslu sinni um málið og taldi hana á engan hátt standast ákvæði fjárreiðulaga. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í Blaðinu í gær að þessar aðfinnslur Rikisendurskoðunar væru rangar og að beinlínis væri gert ráð fyrir svona millifærslum á fjármunum. Fjárlaganefnd fundar um málið Fjárlaganefnd Alþingis hefur þrátt fyrir þau orð boðað til fundar nk. fimmtudag. Gunnar Svavars- son, formaður nefndarinnar, stað- festir að boðað hafi verið til sérstaks fundar um mál Grímseyjarferj- unnar. „Þar verða kallaðir á fund Kaffisala kl. 11.30 -17 A Kr. 1100 fyrir fullorðna Nánari Ferjugjald, vaffla upplýsingar og kaffi/kakó www.videy.c Kr. 600 fyrir börn Ferjugjald, vaffla Qg safí ff Reykjavikurborg VEÐRIÐ í DAG Víða bjart Fremur hæg norölæg eöa breytileg átt og víöa bjart veður, en þykknar upp suðvest- anlands seint í dag. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast sunnan og vestanlands. ÁMORGUN Þurrt fyrir norðan Austlæg átt, 5-10 m/s og dálítil rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu norðaustan til. Hiti 10 til 15 stig. VÍÐA UM HEIIVl Algarve 29 Halifax 23 New York 26 Amsterdam 19 Hamborg 17 Nuuk 9 Ankara 32 Helsinki 21 Orlando 24 Barcelona 27 Kaupmannahöfn 17 Osló 17 Berlín 20 London 18 Palma 23 Chicago 23 Madrid 28 Parls 19 Dublin 16 Mílanó 27 Prag 23 Frankfurt 20 Montreal 18 Stokkhólmur 19 Glasgow 16 Munchen 22 Þórshöfn 11 fjárlaganefndar fulkrúar Vegagerð- arinnar, fulltrúar samgönguráðu- neytisins og fulltrúar fjármálaráðu- neytisins. Hver í sínu lagi.“ Hann sagði þetta ekki þýða að fjárlaganefnd væri ósammála Árna Mathiesen heldur vilji hún fylgja eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar til enda. Álit fjármálaráðuneytisins muni því væntanlega birtast nefnd- inni á fimmtudag. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Allir nefndarmenn hafa fengið sendar upplýsingar um hvert sölu- verðmæti þeirra farþegaskipa sem íslenska ríkið hefur selt á liðnum árum sé. Þar kemur fram að ferjan Baldur hafi verið seld á 38 milljónir í fyrra og gamli Herjólfur á 65 millj- ónir árið i993.|Samanlögð söluupp- hæð þessara tveggja skipa á núvirði er einungis 27 milljónum króna hærrien kaupverðiðánýjuGrímseyj- arferjunni, sem þó var sögð í „einu orði sagt hrörleg sökum vanhirðu og skorts á viðhaldi" í skoðunar- skýrslu skipaverkfræðings Siglinga- stofnunar. Samkvæmt heimildum Blaðsins var þessum gögnum dreift vegna þess að fjárlaganefnd vill láta skoða hvort Grímseyjarferjan hafi verið keypt allt of dýru verði. HVAÐ VANTARUPPÁ? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Brotin eftir bílveltu Fjörutíu og fimm ára gömul kona sem velti Nissan Patrol- jeppa sínum á Snæfellsnesi um klukkan tvö í fyrrinótt er mikið brotin. Var konan ein í bílnum. Er vegfarandi kom á slysstað var hún föst undir honum. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar flutti konuna á slysadeild Landspítalans og er hún komin á almenna deild og úr allri lífs- hættu að sögn lækna. mbl.is Leiðrétt Mistök urðu við gerð myndatexta í Blað- inu í gær. Ruslinu var hent á Vatnsenda- hæð eins og kom fram í fréttinni. Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.