blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 6
 UTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA www.xena.is m xena SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 6 FRÉTTIR Þriðjungur hefur hækk- að verð Forstjóri Neytendastofu undrast hærra verð á veitingahúsunum 28 prósent veitingahúsa hafa hækkað verð frá því í mars. Fjögur prósent hafa lækkað verð en það stendur í stað hjá flestum eða 68 prósentum veitingastaðanna 74 sem Neytendastofa gerði verðkönnun hjá. Hækka um 2 til 25% Tryggvi Axelsson, forstjóri Neyt- endastofu, segir verðhækkunina hafa komið á óvart. Ekkert hefði átt að valda henni. Hann segir að í ljós hafi komið að margir veitinga- staðanna hafi hækkað verð allra rétta. „í öðrum tilvikum hefur verð á einstökum réttum haldist óbreytt en verð þó almennt hækkað.“ Verð- hækkunin hafi numið frá 2 pró- sentum og upp í 25 prósent, að með- altali þó um 10 prósent. Tryggvi segir Neytendastofu ekki gefa upp hvaða veitingahús hafi hækkað verð. „Ekki voru öll veitingahús í úrtakinu og við viljum gæta jafnræðis gagnvart veitingahúsaeigendum.“ Þrjú veitingahúsanna sem Neyt- endastofa gerði verðkönnun hjá i mars hafa hætt starfsemi. gag STUTT • Maraþon Alls skráðu 8.300 hlauparar sig til leiks í Reykjavík- urmaraþoni Glitnis áður en for- skráningu lauk i fyrrakvöld. Það eru 38% fleiri en árið á undan þegar 6.000 skráðu sig. 564 ætla að hlaupa maraþon, aðrir styttri vegalengdir. Stefnir í metþátt- töku í hlaupinu i dag. gag • Verslunarfrelsi Borgar- og lögregluyfirvöld mega ekki gleyma sjónarmiðum um versl- unarfrelsi og eignarrétt þeirra sem stunda rekstur í miðborg- inni er þau ræða málefni mið- bæjarins og ástandið þar um helgar. Á það minnir Samband ungra sjálfstæðismanna. LAUGARDAGUR 18.AGUST2007 blaóið MIKILVÆG AUGLYSING UM AFTURKOLLUN VEGNA ÖRYGGIS Afturköllun að frumkvæði Mattel www.neytendastofa.is www.safety.mattel-online.com Mattel, Inc. afturkallar að eigin frumkvæði eina vöru úr „CARS" vörulínunni með vöruheitinu „Sarge" sem framleidd var á tímabili- nu frá mars 2007 til júlí 2007. Afturköllun leikfanganna er niður- staða aukinna rannsókna og stöðugra prófana á vegum Mattel. 4 bílar hafa verið fluttir til íslands. Mattel afturkallar að eigin frumkvæði segulleikföng sem fram- leidd voru á tímabilinu frá 2002 til 31. janúar 2007, þeirra á meðal tilteknar dúkkur, fígúrur, leikfangasett og fylgihlutir með litlum öflugum seglum sem gætu losnað af. Afturköllunin er til viðbótar afturköllun Mattel að eigin frumkvæði í nóvember 2006 á átta leikföngum og byggir á viðamiklu innra eftirliti með vörumerk- jum frá Mattel. Allar vörur sem um ræðir voru framleiddar fyrir lok janúar 2007. Viðbótarafturköllunin er ekki vegna tilkynninga um meiðsli heldur vegna fjölgunar tilkynninga um lausa segla og vegna nýrra og strangari reglna Mattel um heldni segla. Á íslandi nær afturköllunin til 4 vara f línunni Doggie Day Care, af þeim voru 488 stykki flutt inn, og 19 vörur í línunni Polly Pocket en 1.006 stykki af þeim voru flutt inn. Vörurnar voru seldar f leikfangaverslunum Hagkaupa og í Leikbæ. Við ráðleggjum neytendum að taka þessar vörur af börnum tafar- laust og skila þeim í leikfangaverslanirnar. Leikfangaverslanirnar geta aðeins tekið við vörum sem seldar voru hjá þeim. Aðrar vörur þarf að senda til Mattel í Danmörku. Mattel mun senda neytendum nýja vöru að jafnvirði eða meira. Upplýsingar um vörurnar má nálgast á vef Mattel www.safety.mattel-online.com eða á www.neytendastofa.is Hægt er að hafa samband við Mattel í Danmörku í síma +45 43 20 75 75 (á dönsku/ensku) Hundruð vantar til umönnunarstarfa ■ Mannekla í skólum, leikskólum, frístundaheimilum, dvalar- og hjúkrunarheimilum og á LSH ■ Víða gríðarlegt álag á starfsfólk I leikskóla höfuðborgarinnar vantar 150 til 200 starfsmenn, tugi kennara vantar í grunnskóla borgar- innar auk annars starfsfólk og tugi starfsmanna vantar i umönnunar- störf á hjúkrunar- og dvalarheim- ilum. Á hjúkrunarheimilin vantar einnig hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eins og á Landspítalann þar sem mikið álag er á starfsfólki vegna manneklu. Þann 10. ágúst síðastliðinn, eða 12 dögum fyrir setningu grunnskól- anna í Reykjavík, var greint frá því á vef borgarinnar að enn vantaði um 140 starfsmenn í skólana, þar af 69 kennara. Tekið var fram að óvenju- margir kennarar væru í náms- leyfi eða launalausu leyfi á næsta skólaári og hefði það áhrif á stöðu starfsmannamála. Árviss óvissa Óvissan í ráðningarmálum í grunnskólum og leikskólum er ár- viss á þessum tíma. Fyrir rúmri viku vantaði 150 til 200 starfsmenn, faglærða og ófaglærða, í leikskólana 80 í Reykjavík, að sögn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, formanns leikskólaráðs. Þá blasti við að ekki fengju öll reykvísk börn 18 til 24 mánaða leikskólapláss í haust. Þor- björg gat þess jafnframt í viðtaii við Blaðið að staðan væri yfirleitt komin í lag um áramót. Ástandið á haustmánuðum veldur auknu álagi á stjórnendur og starfs- menn leikskólanna og foreldrum áhyggjum og kvíða, að því er bent er á í ályktun stjórnar Félags leik- skólakennara sem samþykkt var nú í vikunni. Stjórn Félags leikskólakennara lýsir yfir áhyggjum af því ástandi sem enn og aftur blasi við í mörgum leikskólum, aðallega á höfuðborgar- svæðinu. Ástandið ógni mikilvægri og viðkvæmri starfsemi í lífi ungra barna. Þverpólítísk samstaða Nú er þverpólítísk samstaða í leik- skólaráði um að taka kjaramál á dag- skrá fagráðs og brjóta þar með blað í stjórnsýslu borgarinnar. Samþykkt hefur verið tillaga Vinstri grænna um að nýta heimild til tímabund- inna viðbótarlauna sem ákvæði er um í kjarasamningi við leikskóla- kennara. Tímabundin viðbótar- laun eru farvegur fyrir greiðslur til leikskólakennara vegna ýmissa aðstæðna, til dæmis markaðs- og samkeppnisaðstæðna. Enn er óráðið með hvaða hætti samþykktin verður útfærð og fjár- mögnuð, að sögn Svandísar Svav- arsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna. Hún segir ekkert mæla gegn því að Vinstri grænir muni Eftir Ingibjörgu B. Sveinsd. ingibjorg@bladid.net FRETTASKÝRING áfram leggja fram tillögur í þá veru að nýta ákvæði gildandi kjarasamn- inga og þar með samninga Eflingar. Starfsfólk leikskóla hefur haft samband við skrifstofu stéttarfé- lagsins og spurt hverjar séu tillögur leikskólaráðs um að leysa úr vinnu- álagi félagsmanna Eflingar. Félagið krefst jafnræðis allra starfsmanna leikskólanna ef taka á tillit til vinnu- álags við þá manneklu sem nú ríkir á leikskólunum. Kennarar gefast upp Skólastjóri sem Blaðið ræddi við segir miklu erfiðara að fá kennara til starfa nú en áður. Undanfarin ár hafi hann alltaf verið búinn að ráða alla kennara að vori en nú vanti kennara í 3 stöður. „Til þess að mæta vandanum höfum við beðið fólk um að gera aðra hluti en það á að vera að gera ef við fáum ekki kennara eftir helgi eins og við vonumst til. Deildarstjóri sem er í hálfu kennslu- starfi mun þá til dæmis taka að sér fulla kennslu. Stjórnunarþátturinn verður þá mun minni á meðan." Skólastjórinn segir engan vafa leika á því að manneklan í skólunum stafi af launamálum. „Kennarar eru búnir að gefast upp á laununum og eru að leita sér að öðrum störfum. Atvinnuástandið er gott í þjóðfélag- inu og á meðan við erum ekki sam- keppnishæf leitar fólk annað.“ Barnagæsla í uppnámi Fjöldi foreldra er í óvissu um barnagæslu eftir að skóladegi lýkur. í Blaðinu í gær er haft eftir Soffíu Pálsdóttur, skrifstofustjóra tóm- stundamála hjá ÍTR, að einungis um 700 umsóknir af 2.744 um vistun á frístundaheimilum hafi verið samþykktar. Aðeins er búið að ráða 80 af þeim 307 starfsmönnum sem þarf nú þegar tæp vika er í að starfsemin hefjist. Starfsmenn frístundaheimilanna eru í eðli sínu hreyfanlegt vinnu- afl. Svandís Svavarsdóttir segir starfsmenn frístundaheimilanna í mörgum tilfellum vera framhalds- skólanemendur sem komi til starfa þegar þeir séu búnir að fá stunda- töflurnar sínar og ráði sig þá í 3 til 4 klukkustundir á dag. Hún segir nauðsynlegt að leita leiða til að búa til 100 prósenta stöður í þessum geira. „Vinstri græn hafa fyrir löngu lagt fram tillögu um að slíkt verði ATVINNUÁSTANDIÐ W. I júlí var atvinnuleysi skráð ^ 0,9% hjá Vinnumálastofnun og hefur ekki mælst minna síðan í október 2000. W. Atvinnuleysi samkvæmt ^ vinnumarkaðskönnun Hag- stofu íslands mælist nú 3,2 prósent. W. Ætla má að munurinn sé vís- ^ bending um að talsverður hluti atvinnulausra hafi ann- að hvort ekki rétt til atvinnu- leysisbóta eða kjósi að skrá sig ekki á atvinnuleysisskrá, að því er segir á vef ASÍ. gert. Viðkomandi gæti til dæmis verið skólaliði í skóla fyrir hádegi, starfað á frístundaheimili eftir há- degi og á sumarnámskeiðum ÍTR á sumrin. Við þurfum að fara út úr kerfinu sem er í dag og fara að bjóða þetta sem fullt starf allt árið um kring.“ Stjórnendur á gólfið Það er ekki bara í grunnskólum sem starfsfólk þarf að taka að sér við- bótarstörfvegna manneklu. Á hjúkr- unar- og dvalarheimilum fyrir aldr- aða hafa stjórnendur farið í störf á gólfinu, eins og hjúkrunarforstjóri sem Blaðið ræddi við orðaði það. Ljóst er að nú vantar a.m.k. nokkra tugi starfsmanna í umönnun á hjúkr- unar- og dvalarheimili fyrir aldraða í borginni. Jafnframt er skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkra- liðum. Samkvæmt heimildum Blaðs- ins hefur þurft að manna sjúkraliða- stöður með starfsmönnum sem ekki eru með sjúkraliðamenntun þegar ástandið hefur verið sem verst. Aukavaktir og álag Á Landspítalann vantar hjúkrun- arfræðinga, sjúkraliða og aðra starfs- menn. Ástandið á sumum deildum er verulega slæmt, að sögn Mar- grétar I. Hallgrímsson, starfandi hjúkrunarforstjóra. Starfsmenn taka á sig aukavaktir og álagið er mikið. „Það er reynsla okkar að landslagið breytist oft á haustin þegar ungir hjúkrunarfræð- ingar, sem verið hafa á öldrunar- stofnunum úti á landi, koma til starfa en það gæti verið að við þyrftum að auglýsa erlendis eftir hjúkrunarfræðingum." Margrét segir ástandið hafa verið að smáversna á undanförnum árum. „Staðan nú er ekki skárri en síðustu tvö ár nema síður sé.“ ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.