blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 8
8 FRETTIR LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 blaðió STUTT • Námuslys Þrír björgunarmenn fórust og sex slösuðust er reynt var að bjarga hópi námamanna, sem er innikróaður í hrundum námugöngum í Utah í Banda- ríkjunum. Talið er að göng sem björgunarmenn grófu til að bjarga mönnunum hafi fallið saman með þessum afleiðingum. • Rússar NATO hefur sent her- þotur á loft til að fylgjast með rússneskum flugvélum á flugi yfir Atlantshafi að undanförnu. iakEinkaþjálfari Framurskarandi Sæktu um fyrir 20. ágúst meira nám-meiri metnaður www.akademian.is V “ív A aíþrótta akademían Bibione í ágúst og september frá kr. 39.995 Terra Nova bur einstakt tilbo á gistingu á Planetarium Village í lok ágúst og í september. Glæsilegt ntt íbúahótel á Bibione ströndinni um 400 m. frá mibænum. Frábær abúnaur og einstaklega fallegar og glæsilegar íbúir ar sem hvergi hefur veri til spara. Stórt sundlaugasvæi me frábærri astöu, móttöku, sundlaugarbar og skemmtilegu leiksvæi fyrir bömin. Skemmtidagskrá í boi. Gó eldunarastaa, öryggishólf, gervihnattasjónvarp, loftkæling o.ft, o.fl. í öllum íbúum. Frábær gistivalkostur á ótrúlegum kjörum! Bibione er sannköllu paradís, fyrir Ijölskyldur jafnt sem einstaklinga, me einstakar strendur, frábæra veitingastai og fjölbreytta afreyingu. mffl Kr. 39.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 böm, í íbúð - í viku 24. ágúst Ath. kr. 10.000 aukalega 2., 9,16, og 23. sept. Aukavika kr. 18.000 á mann. Kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna, í ibúð í viku 24. ágúst Ath. kr. 10.000 aukalega 2,9,16, og 23. sept Aukavikakr. 18.000 ámann. /nl naa,. PRIMERA GfíOUP Skógarhlíð 18-105 Reykjavík Sími: 5919000 • www.terranova.is Akureyri sími:4611099 HafnarQörður sími: 510 9500 Vaxandi ásókn í jarðhitann í Kalifomíu Vilja verja Yellowstone Náttúruverndarsinnar i Kali- forníu í Bandaríkjunum hafa látið í ljós áhyggjur af áformum um að virkja jarðhita í ríkinu í auknum mæli. Athygli virkjanafyrirtækja beinist nú að Kaliforníu, m.a. hefur Geysir Green Energy nýlega fjárfest í kanadísku fyrirtæki sem er þar í virkjanaverkefnum. Náttúruverndaryfirvöld vinna nú að úttekt á umhverfisáhrifum hugsanlegra virkjanakosta á há- hitasvæðum í ríkinu, að því er fram kemur í kaliforníska blaðinu Star-Tribune. Niðurstaða þeirrar vinnu á að verða áætlun um vernd og nýtingu. Amy McNamara, talsmaður samtaka sem vilja vernda Yellow- stone-þjóðgarðinn, eitt frægasta hverasvæði heims, segir í samtali við blaðið að samtökin vilji láta friðlýsa ekki aðeins þjóðgarðinn sjálfan heldur belti í kringum hann. Talsmaður skipulagsstofnunar Kaliforníu segir í Star-Tribune að svæðin í kringum Yellowstone verði skoðuð með tilliti til þess hvort þar megi gefa út virkjanaleyfi. Ekki sé þó útilokað að virkjanir verði bann- aðar umhverfis þjóðgarðinn. Fæðingum fjölgar í Evrópu ■ Fæðist færri börn mun það ganga frá Evrópu ef ekkert verður að gert ■ Lengra fæðingarorlof hefur ýtt undir barneignir Nýjustu tölur um fæðingartíðni Fæðingar á hverja þúsund ibúa 15 15 15 14 12 11 13 12 12 10 I . t i 8 10 10 5 £ I 1 C ra 5 5 y jol 1 w ■a B J I n a> i' i i c T3 ra ra Ín 'TJ 1 1 '■ t i '1 0 g iZ w o ¥ ca ra •>. XL £ 2 t~ mm mm +■ 9S ■I II H 6 m ms 11 11 Eftir Sigrúnu Maríu Einarsdóttur sigmn@bladid.net Fæðingartíðni hefur lækkað í Evr- ópu á síðustu áratugum. Konur í Evr- ópu eignast ekki nógu mörg börn til að viðhalda íbúafjölda landa og stuðla að efnahagsvexti þeirra. Margir hafa lýst áhyggjum sínum af þessari þróun. Benedikt páfi XVI. sagði í ræðu í mars að fáar fæðingar myndu valda erfiðleikum í samfé- laginu. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins varaði við því á síðasta ári að færri fæðingar í álfunni gætu fækkað vinnandi Evrópubúum um 20 milljónir á næstu 15 árum. Samkvæmt nýjustu tölum um fæð- ingatíðni virðist ástandið þó fara batnandi. I rannsókn sem banda- ríska rannsóknarstofan Population Reference Bureau gerði kemur í ljós að fæðingatíðni í að minnsta kosti sextán löndum Evrópu hefur hækkað á árunum 2004 til 2006. Is- land er meðal landanna sextán auk t.d. Skotlands, Ítalíu og Þýskalands. Þátttaka föðurins mikilvæg Ingólfur Gíslason, sviðsstjóri rannsóknarsviðs Jafnréttisstofu, segir að sú þróun sem hefur leitt til hækkandi aldurs fólks og færri barnsburða á síðustu áratugum muni ganga frá Evrópu ef ekki verði brugðist við. Hann telur að niður- stöður rannsóknarinnar megi túlka á tvo vegu. „Tveir lykilþættir til að fjölga fæð- ingum eru annars vegar möguleiki kvenna til að gera hvort tveggja, eignast börn og eiga starfsframa. Hins vegar hafa rannsóknir bent til þess að lykilatriði í ákvörðun kvenna um hvort þær eignist fleiri börn sé hversu ánægð konan er með þátttöku föðurins í umönnun fyrsta barnsins. Sé hún ánægð með föður- inn þá er hún oftast til í að eignast fleiri börn, en ef hún hefur staðið að mestu ein í uppeldinu dugar eitt barn.“ Lenging fæðingarorlofs Fram kemur í bandarísku rann- sókninni að á Norðurlöndum, þar sem fæðingarorlof er lengst, fari fæð- Frjósemin eykst Fleiri börn hafa fæðst hér á landi eftir að fæðingarorlof- ið var lengt. ingum íjölgandi á ný. „Fæðingartíðni jókst hér á landi eftir að nýju fæðing- arorlofslögin tóku í gildi. Gallinn við þessi lög er sá að orlofin eru enn of stutt og það er nokkurt bil eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til Ieik- skólarnir taka við. Konur brúa það bil mun frekar en karlar. Ef fæðingar- orlofið bitnar á starfsframa kvenna þá mun líklega draga aftur úr fæð- ingatíðninni hér á landi.“ STUTT • Hernaðarumsvif Norski herinn efnir til ráðstefnu í næsta mánuði um varnarmál í norð- urhöfum sem fulltrúar íslands taka þátt í ásamt fleiri þjóðum. Yfirmaður norska heraflans, Sverre Diesen, segir i Harstad Tidende að bráðnun heimskauta- íssins muni stækka eftirlitssvæði norsku strandgæslunnar og flughersins. Umsvif hersins í norðri muni aukast og verða mikilvægari. • Stöðva borun Bandarískur al- ríkisdómstóll hefur úrskurðað að olíufyrirtækið Shell megi ekki hefja borun eftir olíu undan ströndum Alaska fyrr en lagt hefur verið mat á and- mæli gegn borununum. Meðal andmælenda eru hvalveiðisam- tök inúíta og baráttusamtök fyrir líffræðilegum fjölbreyti- leika á norðurslóðum. Hjá ofoteurfáLð júc) wúfeíð un/ai a-f barwabíLstóLuwL Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 ______www.bqbysam.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.