blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 12
12| FRETTIR LAUGARDAGUR 18.ÁGUST2007 blaóió Olíuhreinsistöð í Leuna í Mið-Þýskalandi Sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum heimsóttu þessa stöð nýverið en hún er sú nýjasta í Evrópu. Hún hreinsar um ellefu milljónir tonna af jarðolíu á ári, eða þremur milljónum tonna meira en áætluð stöð á Vestfjörðum. ' Olíuhreinsistöð W. 14 og 17 Hafdis Huld og Alisdair Wright flytja lög sem þau sömdu fyrir þarnastarf kirkjunnar. Kyrrðar og bænaherbergi opið allan tímann. Nánará www.kirkjan.is Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum íslenskur Hátækniiðnaður ehf. er sá innlendi aðili sem stendur að baki hugmynd- inni að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Fyrirtækið er í samstarfi við rússensku fyrir- tækin Geostream og KATA- MAK-Nafta um verkefnið en verði stöðin að veruleika þá munu aðrir aðilar koma að eignarhaldi á henni með þekk- ingu og fjármagn. Þau fyrir- tæki hafa ekki verið nefnd enn sem komið er að öðru leyti en að þetta séu rússnesk og vest- ræn olíufyrirtæki. Ao næturlagi Oliuhreinsistoð i Rotter- dam sem er töluvert stærri en sú sem áætlað er að reisa hér á landi. Um 100 olíuhreinsistöðvar eru í Evrópu, þar af tíu á Norðurlöndunum. Mikil umræða hefur átt sér stað um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum að undanförnu. Bæjarstjórn Vestur- byggðar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að breyta gildandi aðalskipulagi til að bygging slíkrar stöðvar gæti orðið í sveitarfélaginu og ísafjarðarkaupstaður hefur þess utan lýst yfir miklum áhuga á starf- seminni. Náttúruverndarsamtök hafa ekki verið jafn upprifin og varað við þeirri mengun sem slík stöð myndi hafa í för með sér. En hvað er eiginlega olíuhreinsistöð? Hvaða ábatar fylgja henni og hverju Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net FRETTAVIÐTAL fórna Islendingar með uppbygg- ingu slíkrar starfsemi? Blaðið settist niður með Ólafi Egilssyni, stjórnar- formanni íslensks hátækniiðnaðar ehf. og einum af forgöngumönnum verkefnisins til að ræða mögulega olíuhreinsistöð. %ír£jufiúsíS Opið hús á Menningarnótt kaffi • tónlist • samfélag Kl. 13-18 Opið hús á Biskupsstofu og í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31. Heitt á könnunni allan daginn, Fair trade kaffi. Blöðrur og barnahorn. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving syngja. Kl. 16 Kynning á Fair trade hugmynda- fræði og verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í tengslum við það. Á stundarfresti verður skoðunarferð með leiðsögn um húsið. AHRIF A BYGGÐIRNAR ► Þeir sem standa að olíu- hreinsistöðinni segja hana skapa um 500 bein störf. ► Fimmtán til tuttugu prósent þeirra verði fyrir háskóla- menntað fólk. W, Auk þess muni skapast ^ fjöldi afleiddra starfa. W, Stöðin mun framleiða ^ fullunna vöru og því stuðla að útflutningi. Hún mun þvi hafa jákvæð áhrif á við- skiptajöfnuð þjóðarinnar. Ný atvinnugrein sem byggir á fullvinnslu til útflutnings „Þetta verkefni felur í sér að stofnuð yrði ný og ölfug atvinnu- grein á Islandi sem byggir á full- vinnslu og útflutningi afurða," segir Ólafur. Hann segir að stöð af þessu tagi myndi þvi hafa jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð landsins. „Mér þykir eðlilegt að það vigti nokkuð í sambandi við þetta verk- efni að þarna er um að ræða aukna fjölbreytni atvinnustarfsemi á íslandi og það er verið að koma á fót öflugu atvinnufyrirtæki í lands- fjórðungi þar sem hefur verið ríkj- andi fólksfækkun og atvinnuþreng- ingar í lengri tíma. Það er alveg ljóst að staðsetning olíuhreinsi- verksmiðju í einum dal á Vest- fjörðum þarf ekki að standa í vegi fyrir neinum öðrum góðum hug- myndum sem hægt væri að stofna atvinnustarfsemi í kringum. Það er miðað við að stöðin geti unnið úr átta milljón tonnum af jarðolíu á ári. í svona stöð myndu skapast um 500 bein störf. Af þeim er gert ráð fyrir að fimmtán til tuttugu prósent séu fyrir háskólamenntað fólk. Auk þess skapast hundruðir afleiddra starfa og margs konar þjónustu- greinar vaxa upp í tengslum við svo stórt og öflugt fyrirtæki." Mun framleiða eldsneyti Að sögn Ólafs getur olíuhreinsi- stöð framleitt yfir tvö þúsund mis- munandi afurðir. Hann reiknar þó með því að stöðin sem er fyrir- huguð hér myndi einbeita sér að eldsneytisframleiðslu. „Þar er fyrst og fremst um að ræða bensín, díselolíu og flugvéla- eldsneyti. Það eru þær greinar sem við ætlum að starfsemin hér myndi beinast að. Olían í stöðina myndi koma frá Norður-Rússlandi. Þar er mjög vaxandi olíuvinnsla og mikið af olíu flutt þaðan til Ameríku fram- hjá fslandi. Siglingastofnun hefur spáð því að á næstu árum muni um 500 stór olíuflutningaskip fara fram framhjá landinu á ári hverju. Það eru gömul sannindi að það yrði hagkvæmt að reka slíka stöð hér ef eða þegar landið lenti í flutn- ingaleið olíu. Og skipaumferð við strendur íslands með jarðolíu er nú staðreynd. Við erum því undir hættu vegna hennar seldir óháð því hvort við göngum inn í ferlið til þess að hafa af því einhvern ábata líka. Með olíuhreinsistöðinni kæmi líka öflugt dráttarbátateymi. Vænt- anlega yrðu það þrír dráttarbátar sem yrðu þá á vegum stöðvarinnar og myndu meðhöndla þau skip sem til hennar kæmu. Þeir yrðu jafnframt til taks ef óhapp hendir öll hin skipin sem eru okkur óvið- komandi, t.d. ef eitthvert þeirra yrði vélarvana. í sambandi við starfsemi dráttarbátanna myndu líka verða til störf sem Vestfirðingar, með alla sína sjósókn í blóðinu, yrðu ekki í vandræðum með að sinna.“ Margt sem gerir Vestfirði ákjósanlega Þeir staðir sem einkum eru til skoðunar nú varðandi staðsetningu stöðvar eru báðir á Vestfjörðum. Ól- afur segir þónokkrar ástæður fýrir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.