blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. AGUST2007 blaöió professional systems Stigalagerinn 2 www.stigalagerinn.is - Dalbrekku 26 - s 5641890 Handrið Harf gler Efnissaki Qrailing Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. ÓlafurÞ.Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Innflytjendur bjarga málum Blaðið sagði frá því í gær að yfir 40% starfsmanna á sumum elliheimilum borgarinnar væru útlendingar. „Öðruvísi verða þessi heimili ekki rekin,“ sagði Aðalheiður Vilhjálmsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Skjóli, í samtali við Blaðið. Það er mergurinn málsins. Án erlendra starfsmanna verður ýmis grund- vallarþjónusta samfélagsins ekki rekin eins og ástandið er á vinnumarkaði á Islandi. Hlutfall erlendra starfsmanna í lægst launuðu störfunum á sjúkra- húsum og við heimaþjónustu er líka hátt. Utlendingum fjölgar á frístunda- heimilum og í leikskólum. Samt er ekki hægt að manna mörg þessara mikilvægu starfa, með tilheyr- andi óþægindum fyrir þá, sem eiga að njóta þjónustunnar, þ.e. gamalt fólk, sjúklinga og börn og fjölskyldur þeirra. Það er vafalaust líka rétt hjá Ingibjörgu Bernhöft, hjúkrunarforstjóra á Drop- laugarstöðum, að hlutfall starfsmanna, sem ekki tala góða íslenzku, megi ekki verða mikið hærra en það er nú. Aðalheiður Vilhjálmsdóttir bendir á að jafn- vel þótt fólk hafi náð góðum tökum á tungumálinu, sé fyrir hendi menningar- munur. Þótt erlendir starfsmenn hafi lengi búið á íslandi og kunni málið geti þeir ekki rætt t.d. ættfræði eða ýmis önnur áhugamál gamla fólksins. Það sama á auðvitað við t.d. á frístundaheimilum og í leikskólum. Þar verður að gera þá kröfu til starfsfólks að það geri sig vel skiljanlegt á íslenzku og sé börnum góð fyrirmynd hvað tungumálið varðar. Þar geta starfsmenn, sem ekki tala góða íslenzku, aldrei orðið nema brot af starfsfólkinu. Eins og staðan er á vinnumarkaði virðist tvennt til ráða. Annars vegar þarf að leggja verulega aukna áherzlu á að kenna innflvtjendum íslenzku, þannig að þeir geti gengið í störf, sem sárlega vantar fólk í. I Blaðinu í gær kom fram að íslenzkunámskeið á vegum Droplaugarstaða, Rauða krossins og Alþjóðahúss- ins, sem haldið var fyrir pólskar konur, tryggði mönnun heimilisins í fýrra. Hins vegar þarf ljóslega að hækka launin, sem greidd eru fýrir þessi störf. Það er vel skiljanlegt að fólk sækist ekki eftir starfi þar sem meðallaunin eru 156 þúsund krónur á mánuði þegar hægt er að fá talsvert hærri laun, t.d. við afgreiðslustörf í búð. Hvernig sem litið er á málið, er hins vegar ljóst að tilkoma innflytjenda á íslenzkum vinnumarkaði, sem er tiltölulega nýtt fyrirbæri, hefur bjargað málum viða, ekki aðeins í umönnunarstörfum heldur í ótalmörgum öðrum atvinnugreinum. Stjórnmálamenn, sem segjast í öðru orðinu vilja efla velferðarkerfið, bæta hag aldraðra og barna og þar fram eftir götunum, en ljá í hinu orðinu máls á því að takmarka komu innflytjenda til landsins, mættu gjarnan hafa þetta í huga. Ólafur Þ. Stephensen B ■« »I 'IUIÐARANN A WWWJHBLIS/PODCAST Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aóalsimi: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 5103711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins £<i firLT Hv LÆKWar VÆW íLLTHT f tfVÍTliW . SloPPIí'M- ____________. } .=*y. Borgaryfirvöld í gíslingu verktaka? Borgarþróun í Reykjavík er alltaf í brennidepli. Sem betur fer eru borg- arbúar almennt vel meðvitaðir um umhverfi sitt og borgina 1 heild og láta sig því miklu varða hvaða stefna er tekin hverju sinni. Ibúa- og hverfa- samtök gæta hagsmuna borgarbúa og oft verður umræðan heit, sérstaklega um einstaka framkvæmd sem deilt er um hverju sinni. Flestir muna eftir hörðum átökum um staðsetningu Ráðhúss Reykja- víkur í Tjörninni á sínum tíma. Eg er reyndar ennþá á þeirri skoðun að sú bygging hefði sómt sér betur uppi á hæð eða hól en úti í Tjörninni og mér finnst hún ennþá stinga í stúf við gömlu húsin sem raða sér hringinn í kringum Tjörnina - jafnvel þó mosag- róinn vatnsveggur Ráðhússins sé til mikillar prýði í miðborginni, jafnt að vetri sem sumri. Það þarf að horfa til fjölmargra þátta við stefnumótun í borgarskipu- lagi. Þar má til dæmis nefna mannlíf og menningarsögu, Hfsgæði borgar- búa, félagslega þróun og virðingu fyrir náttúrunni. Borgaryfirvöld í gíslingu? Því er lykilspurning hver það er sem ræður för við þróun og mótun borgar- skipulagsins. Ég veit að þeir sem eru kjörnir til að stjórna borginni vilja gera það eins vel og kostur er. En eru þeir alltaf sjálfráða? Því miður virð- ist það vera svo, að verktakar ráði oft meiru um þróun tiltekinna svæða en borgaryfirvöld. Það má orða það svo að verktakarnir fjárfesti í væntingum. Þeir kaupa upp eignir á tilteknu svæði í trausti þess að þeir geti margfaldað fjárfestinguna síðar. Þeir vænta þess að skipulagið verði þeim hliðhollt og þjarma jafnvel að borgaryfirvöldum til að svo megi verða. Þetta er einmitt það sem gerst hefur við Laugaveginn. Verktakar keyptu upp fjölda gamalla húsa um leið og ljóst varð að niðurrif þeirra yrði heim- Margrét Sverrisdóttir ilt, í trausti þess að þ ;ir gætu byggt marfalt stærri eignir a lóðunum og þannig ávaxtað sitt pund. Það er ástæða til að óttast að hið sama verði upp á tengingnum varð- andi byggðaþróun í Örfirisey, því þar hafa verktakar einnig fjárfest í þeirri trú að þar rísi mikil íbúabyggð í framtfðinni. Ég ákæri Ég ákæri borgaryfirvöld vegna fyr- irhugaðs niðurrifs tveggja af elstu húsum borgarinnar, húsanna við Laugaveg nr. 4 og 6. Það er með ólík- indum að borgaryfirvöld skuli ekki sjá sóma sinn í að þyrma þessum húsum. Borgaryfirvöld bregðast þar með þvf mikilvæga hlutverki sínu að standa vörð um menningarsögu borgarinnar. Menningarsaga okkar er einmitt vörðuð húsum á borð við Laugaveg 4 og 6 og ef þau væru færð í upprunalegt horf þá myndu þau sannarlega efla ímynd neðri hluta Laugavegarins sem hluta af ,„gamla miðbænum" sem allir þykjast vilja vernda. Þetta eru afglöp af hálfu borgaryf- irvalda, en það sem kemur í staðinn eru önnur afglöp, ekki minni, því á lóðinni á að rísa fjögurra hæða stein- steypt hótelbygging. Halda menn virkilega að þarna sé hentug aðkoma að hóteli? Og gamla, fallega húsið á horni Laugavegs og Skólavörðustígs verður í besta falli kjánalegt þegar búið verður að setja það í þetta nýja samhengi. Það er líka með ólfkindum að sumir skuli tala um að senda bara „kúluna á kofana” þvf þetta séu svo ljótir kumbaldar. Flestöll gömul hús sem í dag eru mesta borgarprýði voru áður í niðurníðslu eða afskræmd vegna seinni tíma breytinga, eins og þessi hús eru í dag. Umræða um skipu- lagsmál og borgarþróun varðar alla borgarbúa og við þurfum öll að gæta þess, kjörnir fulltrúar borgarbúa sem og borgarbúar sjálfir, að horfa á heildarmyndina og samhengið milli allra þátta í borgarþróuninni. Þegar við horfum til framtíðar ber okkur ekki síst skylda til að varð- veita menningararfinn fyrir þær kyn- slóðir sem þá munu ganga um götur og torg. Höfundur er borgarfulltrúi KLIPPT 0G SK0RIÐ Menningar- málaráðherra Dana, Brian Mikkelsen, bað frsku þjóðina formlega afsök-1 unar á dögunum vegna árása norrænna vfkinga og illvirkja þeirra á írlandi fýrir rúmum 1200 árum. Þá fóru heilu hjarðirnar af blóðþyrstum vfkingum um Irland, rændu þar og rupluðu og slátruðu heimamönnum. Brian Mikkelsen gerði þetta að umtalsefni í hófi á dögunum þegar írar fengu formlega afhenta endurgerð af langskipi sem víkingarnir nýttu til siglinga yfir til írlands og fleiri staða. Betra seint en aldrei. Og nú er það spurning hvort eða hvenær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra verður gerð út til að biðjast afsökunar á verkum Egils Skalla- grímssonar og annarra höfðingja sem ríktu á íslandi á víkingaöld. 1 Iramsóknarkonur I virðast einkar lagnarviðaðýfa öldur. Þær hafa karpað á vefnum vegna lands- þings Landssambands framsóknarkvenna f dag. Karpað er vegna þess að boðað er til þingsins á sjálfa Menningarnóttina. Sömu- leiðis vegna þess að f Norðausturkjör- dæmi, höfuðvígi flokksins í síðustu kosningum, er verið að kveðja tvo fyrrverandi þingmenn flokksins í kjördæminu. Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, er ein þeirra framsóknarkvenna sem gagnrýnir þinghaldið á þessum tíma. „ Ég get ekki orða bundist. Landssamband framsóknarkvenna virðist vera að taka upp þann ósið sem lengi hefur verið gagnrýndur að halda þing eða fundi með slíku skipulagi að sem fæstir mæti. Helst að boða félaga með sem stystum fyr- irvara, halda það á vonlausum tíma og keyra dagskrána á nokkrum klukkutímum. Er þetta konum sæm- andi, eða á kannski að skipta um for- ystu f samtökunum og ekki æskilegt að fjölmennt verði? Er nema von að spurt sé?“ the@bladld.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.