blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18.ÁGÚST2007 blaöiö FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Kínverjar eru yndislegt og kurteist fólk. Þeir hafa ríka þjónustulund og vilja allt fyrir mann gera. Þeim finnst mjög leiðinlegt að segja nei, þannig að stundum kemur fyrir að þeir segjast geta gert eitthvað, þrátt fyrir að geta það ekki. Eimskip opnar í Japan Eimskip opnaði í gær fyrstu skrifstofu sína í Japan. Opnun skrifstofunnar er sögð liður í markvissri uppbyggingu Eim- skips í Asíu, en skrifstofan er sú fimmta í heimsálfunni og sú fyrsta utan Kína. í tilkynningu frá Eimskip kemur fram að umsvif Eimskips í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu séu ört vaxandi og muni hin nýja starfsstöð gegna lykilhlutverki í að efla enn frekar þjónustu á þessum slóðum. Skrifstofan er staðsett í Tókýó og mun bjóða upp á alhliða flutningaþjón- ustu til fyrirtækja á japönskum markaði. Meðal þjónustuþátta í boði má nefna umboðsþjónustu í skipaflutningum, innflutnings- og útflutningsþjónustu, ásamt frysti- og kæligeymslumöguleika. Þar að auki hefur Eimskip Japan nú þegar hafið rekstur á einu stórflutningaskipi. Framkvæmdastjóri Eimskips Jap- ans er Yoshito Oyanagi, en hann hefur mikla reynslu af flutninga- starfsemi í Japan. mbi.is Olían lækkar Verð á olíu og hlutabréfum hefur lækkað þessa viku vegna ótta við að tap á áhættusömum húsnæð- islánum í Bandaríkjunum muni draga úr hagvexti og eftirspurn eftir olíu. Samkvæmt könnun Bloomberg-fréttaveitunnar er olíu- verð í New York líklegt til að halda áfram að lækka i næstu viku. í Morgunkorni Glitnis kemur fram að ótti við að mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum í Asíu kunni að hægja á hagvexti í heiminum og draga þar með úr eftirspurn eftir orkugjöfum olli verðlækkun á hráolíu í gær eftir lítilsháttar hækkun fyrr í vikunni. mbl.is Fleiri selja fasteignir Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu frá ío. ágúst til og með 16. ágúst 2007 var 199, 47 fleiri en í vikunni á undan. Þar af voru 167 samningar um eignir í fjölbýli, 25 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.739 milljónir króna og meðalupphæð á samning 28,8 milljónir króna. mbl.is LIVE THE MULTICULTURAL NIGHT IN THE NATIONAL MUSEUM OF ICELAND Suðurgata 41 • 101 Reykjavík • Tel. 4-354 530 2200 • www.nationalmuseum.is auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sióðnum veqna ársins 2008 Þjóðhátíðarsjóður minnir á að frestur til að senda inn umsóknir um styrki úr sjóðnum vegna ársins 2008 rennur út 31. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir ritari sjóðsins í síma 569 9622 eða netfanginu: thjodhatidarsjodur@sedlabanki.is. Að öðru leyti er vísað í ítarlegri auglýsingu sem birtist í dagblöðunum 1. júlí sl„ og finna má einnig m.a. á eftirfarandi vefsfóð, http://www.sedlabanki.is/?PagelD=28. Stjóm Þjóöhátiðarsjóðs Menningar- túlkur í Kína ■ Hjalti Þorsteinsson hjá iSupply í Sjanghæ hjálpar evrópskum fyrirtækjum að komast í samband við kínverska framleiðendur Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net „Kínverjar hugsa á kínversku, fs- lendingar hugsa á íslensku og svo er talað saman á ensku. Það er því mjög margt sem getur farið úr- skeiðis vegna misskilnings þegar þessar þjóðir eiga í viðskiptum," segir Hjalti Þorsteinsson sem býr og starfar í Sjanghæ í Kína. Hjalti rekur verslunar- og þjónustufyrirtækið iSupply, sem sérhæfir sig í að koma evrópskum fyrirtækjum í samband við framleiðendur í Kína. „Ég finn stöðugt fyrir auknum áhuga frá íslenskum fyrirtækjum á kínverskum markaði. Enda er þetta stöðugt vaxandi markaður og mikill kraftur í efnahagslífinu. Hingað til hef ég aðallega þjónustað meðalstór fyrirtæki, en íslensk stórfyrirtæki á borð við Rúmfatalagerinn, össur og BYKO eru með skrifstofu og starfs- menn á sínum vegum í Kína.“ í hlutverki menningartúlks Hjalti segir eitt helsta verkefni sitt sem milliliðar á milli kínverskra framleiðenda og evrópskra fyrir- tækja vera að brúa menningarmun. „Það er ekki einfalt að stunda við- skipti í Kína. Evrópskt viðskiptafólk heldur oft að það nægi að senda starfsmenn á vörukynningar í Kína og ganga svo frá viðskiptunum, en svo er alls ekki. Samfélagið er gjör- ólíkt því sem við eigum að venjast og maður þarf að þekkja menning- una og þjóðarsálina vel til að geta átt í viðskiptum hér í landi.“ Hjalti ber Kínverjum vel söguna. „Kínverjar eru yndislegt og kurteist fólk. Þeir hafa ríka þjónustulund og vilja allt fyrir mann gera. Þeim finnst mjög leiðinlegt að segja nei, þannig að stundum kemur fyrir að þeir segjast geta gert eitthvað, þrátt fyrir að geta það ekki.“ Stærri og flóknari markaður Eins og við er að búast segir Hjalti stærðarmun samfélaganna vera það sem fyrst kemur upp í hugann China-lceland Business Semina plM OF THE ST ! s Republic UR RA''-'i/VR C Hjalti með forsetanum Hjalti á mikinn þátt í að styrkja viðskiptatengsl íslands og Kina og hitti forsetann og íslenska viðskiptasendinefnd i Peking vorið 2005. þegar hann er spurður um muninn á því að stunda viðskipti á íslandi og í Kína. „íslenskur markaður er lítill og gagnsær og auðvelt að átta sig á því hvernig landið liggur. En til að skilja kínverskan markað þarf að fletta mörgum lögum. Það er svo margt sem þarf að átta sig á; eignatengsl geta verið flókin og það eru mismunandi reglur sem gilda í hverju héraði.“ Hjalti segir að oft geti verið erfitt að grennslast fyrir um fyrirtæki í Kina. „Á íslandi höfum við Intrum Justitia og Lánstraust þar sem hægt er að spyrjast fyrir um fyrirtæki. Það er hins vegar mun erfiðara hér í Kína.“ Það er ekki bara smæðin og ein- faldleikinn sem Hjalti saknar frá Islandi. „Ég sakna mest hreina loftsins og íslenska vatnsins. Og á HJALTI í KÍNA ► Áhugi Hjalta á Kína kviknaði á námskeiði hjá Endur- menntun HÍ, þar sem Ágúst Einarsson talaði meðal ann- arra um efnahag landsins. ► Hjalti vann þá sem inn- kaupastjóri og fór fyrir fyrirtæki sitt á vörusýningu í Sjanghæ þar sem hann féll fyrir landi og þjóð. ► Árið 2003 fiutti hann til Ktna til að starfa sem tengiliður fyrir íslensk fyrirtæki, en stofnaði iSupply fyrr á þessu ári. sumrin þegar hitinn fer í 40 stig og rakinn er mikill, sakna ég lóðréttrar íslenskrar rigningar." MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 17. ágúst 2007 Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi Viöskipti Tilboð (lok dags: Félög i úrvalsvísitölu verö bœyting víösk.verös viðskipta dagsins Kaup Sala Atorka Group hf. 8,80 1,50% 17Æ2007 12 24.893.086 8,80 8,84 BakkavðrGrouphf. 65,40 3,97% 17.82007 46 554.446.104 64,70 65,40 Existahf. 30,65 4,97% 17.82007 236 1.614.096.173 30,45 30,65 FLGrouphf. 25,00 3£1% 17.82007 74 890.918.802 24,90 25,05 Glítnir banki hf. 26,80 0,75% 17.8.2007 130 2.049.076.541 26,65 26,80 Hf. Eimskrpafélag Islands 38,95 2,64% 17.82007 21 187.229.206 39,05 39,15 lcelandair Group hf. 25,65 2,40% 17.82007 29 130.178.641 25,65 25,85 Kaupþing banki hf. 1090,00 3&% 17.82007 409 5.334.172.172 1090,00 1091,00 Landsbanki Islands hf. 38,75 3,33% 17.8.2007 157 1.903.764.141 38,60 38,75 Mosaic Fashions hf. 17,50 - 17.8.2007 15 29.228.395 Slraumur-Burfiarás Fjárf.b. hf. 19,40 2,92% 17.82007 128 12.597.258.552 19,30 19,40 Teymihf. 5,26 1,94% 17.8.2007 37 144.229.118 527 5,30 össurhf. 104,50 1,95% 17.8.2007 10 7.824.182 103,50 104,50 Önnur bráf á Aðallista 365 hf. 2,05 0A5% 17.8.2007 2 396.600 2,81 2,85 Actavis Group hf. - 20.7.2007 - - Alfescahf. 5,95 2J3% 17.8.2007 7 20.948.203 5,92 5,96 Atlantic Petroteum P/F 1028,00 1/t8% 17.8.2007 19 8.441.319 1015,00 1028,00 EikBanki 670,00 1/21% 17.8.2007 24 46.035.602 670,00 675,00 Flaga Group hf. 1,71 - 9.8.2007 - - 1,71 1,72 Feroya Bank 230,00 0,88% 17.8.2007 29 42.076.573 228,00 232,00 lcelandic Groq) hf. 5,98 - 17.8.2007 1 956.800 5,90 5,98 Marel hf. 92,50 1fi4% 17.8.2007 16 453.213.944 92,50 93,00 Nýhetjihf. 21,90 - 9.8.2007 - - 21,50 Tryggingamiðstöðin hl. 39,80 0,00% 16.8.2007 - - 39,80 40,20 Vinnslustððin hf. 8,50 - 25.7.2007 - - Frrst North á fstandi Century Aluminium Co. 2885,00 1/94% 17.8.2007 15 129.523.100 2874,00 2900,00 HBGrandihf. 11,00 - 18.7.2007 - - 11,50 Hampiðjan hf. 8,50 - 20.62007 - - 6,75 • Markaðurinn tók við sér hér á landi eins og víðar eftir að Seðla- banki Bandaríkjanna lækkaði vexti á daglánum til bankastofnana. • Úrvalsvísitalan í Kauphöll OMX á fslandi hækkaði um 2,94%. Mest hækkuðu bréf í Exista, um 4,97%. Landsbankinn hækkaði um 3,33%, FL Group um 3,31% og Kaupþing um 3,22%. • Gengi krónunnar hækkaði sömu- leiðis á ný en það hafði lækkað um 11% eftir að órói hófst á fjármála- mörkuðum 20. júlí. Gengið hækk- aði um 0,79% í gasr. • Hlutabréfavísitölur á helstu mörkuðum hækkuðu. OMX Nordic 40 vísitalan hækkaði um 2,28%, FTSE um 3,35%, DAX um 1,43% og Dow Jones um 0,98%.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.