blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18.ÁGÚST2007 blaöiö Afmæli Þann 11. ágúst sl. varð fimmtugur Öm Johansen framkvæmdastjóri. Af því tilefni langar okkur að bjóða ættingjum og vinum að samgleðjast okkur og þiggja léttar veitingar í dag 18. ágúst frá kl. 20 til 23 í félagsaðstöðu Þróttar á Sævarhöfða 12 í Reykjavík. Öm Johansen og frú. Yfirhafnir í úrvali Mörg góð tilboð 50% afsláttur af öllum síðum kápum Jakkar 2.900 5.900 Stuttkápur 2.900 Regnkápur 2.900 Opnunartími: Laugardagur 10-16 Opið alla virka daga 10 -18 \o^ms\o Mörkinni 6, Símí S88-5518 Auglýsingasíminn er 510 3744 HU Slys og önnur slys Iviðtali við Helga Seljan í Kastljósi á miðvikudagkvöld var Guðni Ágústsson fyrrver- andi ráðherra til margra ára spurður um kolsvarta skýrslu Rík- isendurskoðunar um stöðuga og viðvarandi framúrkeyrslu margra ríkisstofnana á peningum úr ríkis- sjóði. Guðni kvaðst sem ráðherra hafa brýnt fyrir forstöðumönnum sinna stofnana að halda sig innan fjárheimilda. En svo brosti hann kumpánlega og bætti við: „En svo urðu stundum slys..." Ef ég fer fram yfir á tékkheftinu minu í bankanum, þá dugar mér ekki að fara í bankann og segja bankastjóranum að það hafi orðið slys. Hann kann vissulega að taka mér vel og veita mér eitthvert svig- rúm til að borga skuldina en hann fellir ekki niður háar upphæðir. Hann segir ekki bara: „Æ, var það slys, já, ósköp var það leitt en það getur nú alltaf gerst, við strikum þetta þá bara út.“ Nei, á endanum þarf ég alltaf að borga yfirdráttinn til baka. Eins og eðlilegt má heita. Og ef ég borga ekki skattana mína, þá tjóir heldur ekki mikið fyrir mig að fara til tollstjóra og segja: „Það varð svolítið slys, ég feil- reiknaði aðeins og get ekki borgað þetta núna, viltu ekki bara fella þetta niður?“ Þá mun tollstjóri ekki segja: „0, slys, æ, þau eru svo leiðinleg slysin, ekkert við þeim að gera, já, auð- vitað fellum við þetta allt saman niður, óskapa hrakfallabálkur ertu - en sérðu, hérna strika ég skuldina út. Svona, fussfuss, burt með þig skuld!“ Almenningur borgar fyrir slysin Nei, þetta gerir tollstjóri ekki. Hann veitir mér kannski líka margvíslegt svigrúm til að greiða skuldina. En á endanum þarf ég að borga. Að minnsta kosti ef ég er óbreyttur borgari. Ef ég er hins vegar forstöðu- maður stofnunar á vegum ríkisins, þá horfir málið öðruvísi við. Þá get ég eytt peningum svona nokkurn veginn eins og mér sýnist. Það býttar engu þótt ég fari langt umfram heimildir í fjárlögum. Ár eftir ár eftir ár. Ríkið borgar samt. Að vísu eru í lögum ákvæði um að slíka forstöðumenn ríkisstofnana skuli svipta embætti og jafnvel dæma í fangelsi. En það stendur nú svo margt í lögum ... <^gm Já, auðvitað fell- ^ um við þetta allt saman niður, óskapa hrakfallabálkur ertu - en sérðu, hérna strika ég skuldina út. Svona, fuss- fuss, burt með þig skuld! Og ég er ekki einu sinni kallaður fyrir ráðherra til að skýra mitt mál. Ef svo ólíklega fer að það hrannist upp hjá minni stofnun þvílíkar skuldir að það kalli á útskýringar hjá ráðherra, þá segi ég bara að þetta hafi verið slys, og þá skilur ráðherra það. Þá segir hann: „Æ, var þetta slys, æ, en leiðinlegt... en nú borga ég þetta fyrir þig.“ Að vísu verður það ekki ráðherr- ann sjálfur sem borgar skuldina mína. Það verða skattgreiðendur í landinu. Jón Jónsson í Breiðholtinu, Sigurður Sigurðsson úr Keflavík, Sigrún Sigrúnardóttir á Akureyri og Pálína Pálsdóttir á Barðaströnd - það eru þau sem ráðherrann lætur borga skuldina mína. Án þess reyndar að spyrja þau, en hva! - slys geta alltaf gerst! Og svo held ég bara áfram í vinnunni. Stjórna minni ríkis- stofnun. Fínn maður. Áfram verða lllugi Jökulsson skrifar um slysfarir öðruhvoru slys, stundum jafnvel stórslys. En ráðherrann hefur alltaf skilning á því. Sama þótt það sé kannski kominn nýr ráðherra. Þeir eru allir skilningsríkir menn, ráðherrarnir. Og þau Jón, Sigurður, Sigrún og Pálína, þau halda áfram að borga fyrir slysin mín. Möglunarlaust. Fálkaorðan fyrir vel unnin störf Og svo fæ ég á endanum fálka- orðuna fyrir vel unnin störf í þágu ríkisins. Fer á Bessastaði og lyfti kampavínsglasi með forsetanum. Viðstaddir verða allir ráðherrarnir sem hafa reddað fyrir mig slys- unum gegnum tíðina. Þeir klappa mér lof í lófa þegar forsetinn nælir í barm mér riddarakrossinum. Á leiðinni heim frá Bessastöðum verðum við að staldra við á gatna- mótum svo það komist framhjá sendibíll með veraldlegar eigur Jóns Jónssonar. Hann reisti sér hurðarás um öxl. Gat ekki borgað yfirdráttinn í bankanum. Borgaði ekki skattana sina á tilsettum tíma. Hann hélt því víst fram að þetta hefði bara verið slys. En auðvitað þurfti hann að borga. Varð að selja húsið sitt og flytja í leiguíbúð. Sorglegt vissulega, en menn verða náttúrlega að standa við sínar skuldbindingar. Ég reyni að bæla niður kampa- vínsropa meðan ég bíð eftir að sendibíllinn mjakist framhjá og ég komist heim með orðuna.Þó ég per- sónulega hristi hausinn yfir slíku. Og muni aldrei skilja það.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.