blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 blaóiö LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ bladid@bladid.net Þetta leiðréttist ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn og rifjaði þetta upp og sagði við mömmu: „Rosalega varstu klikkuð að hanga þarna allan daginn og bíða eftir mér!" Skólasetning verður í grunnskólum lands- ins í næstu viku og bíður fjöldinn allur af börnum og foreldrum hennar með mikilli eftir- væntingu. f tilefni af því hafði Blaðið samband við fimm valinkunna einstaklinga og fékk þá til þess að rifja upp sínar fyrstu minningar frá skólagöngu sinni. Eignaöist bestu vinina í skóianum Ég á margar ánægjulegar minningar frá skólaárunum og man óljóst eftir spennunni þegar ég fór með skólatösku á bakinu í fyrsta tímann í 6 ára bekk í Hvassaleitisskóla. Mamma hafði keypt einhverja breska skólatösku úr leðri með reimum og hafði látið skósmið setja leðurólar á hana til að ég gæti haft hana á bakinu. Þegar skólinn var stækkaður þurfti ég að vaða drullu á lóðinni áður en ég komst í röðina fyrir framan skólann. Á fyrstu árunum í skól- anum eignaðist ég mína allra bestu vini. Fyrsti kennarinn minn, Margrét Skúladóttir, var frábær og ég þakka fyrir að hafa haft hana í mörg ár. Hún var ljúf og fróð. Hún leyfði okkur að fara í puttaleik þegar við vorum búin að standa okkur vel og við fórum oft í reikningskeppni uppi við töflu. Mér er minnisstætt hvernig hún greip oft tæki- færið þegar eitthvað gerðist og kenndi okkur um það sem átti sér stað. Til dæmis þegar pennaveski datt á gólfið hjá einum og annar stóð upp og hjálpaði honm að tína upp trélitina. Þá bað hún um þögn og benti á að nemandinn væri að sýna tillitssemi við náungann með því að hjálpa honum. Mér fannst þetta stór orð en Margrét náði þarna að kenna okkur kjarna hugtaksins. Fyrsta skólaminningin Jóhannes Haukur Jóhannesson, lelkari Ætlaði ekki að mæta í skólann Ég man vel eftir fyrsta skóladeginum mínum. Ég neitaði að fara í skólann af því að ég ætlaði sko ekki að vera gæinn sem mætti í skóla! Samt varð ég að mæta þannig að ég krafðist þess að mamma kæmi með mér, enda var ég mikill mömmustrákur. Hún keyrði mig í skólann en þegar hún ætlaði að skilja mig eftir þar tók ég það ekki í mál, ég vildi hafa hana hjá mér allan tímann. Hún náði að sannfæra mig um að hún skyldi bíða eftir mér fyrir utan. í lok dagsins var hún á sama stað þannig að ég tók því sem gefnu að hún hefði verið þarna allan daginn. Þetta leiðréttist þegar ég var orðinn fullorð- inn og rifjaði þetta upp og sagði við mömmu: „Rosalega varstu klikkuð að hanga þarna allan daginn og bíða eftir mér!“ Ég hélt enn að hún hefði gert það enda hafði ég trúað því sterkt þegar ég var 6 ára. En hún leiðrétti það og sagðist hafa farið í burtu í millitíðinni. Á sama tíma sagði hún mér að Brandur kötturinn minn væri ekki uppi í sveit. Ég veit ekki hvort kom mér meira í opna skjöldu. Eins og vængbrotinn fugl á skólalóðinni Það var kominn nóvember þegar ég mætti i fyrst sinn í Austurbæjarskólann, sex ára hnáta nýflutt til Reykjavíkur frá Flatey á Breiðafirði. Byggingin var stór, hávaðinn mikill og krakk- arnir margir. Ég var eins og vængbrotinn fugl á skólalóðinni, alein í ókunnum heimi. Hlæj- andi börn að Ieik alls staðar og skólinn svo stór að öll húsin í Flatey hefðu komist inn í hana. En þar sem ég stóð þarna í frímínútunum, hrædd og feimin, var kallað: „Viltu vera með í snúsnú?” Það var eins og gerst hefði í gær því ég man svo vel hvað ég var glöð við að heyra þessi orð. Frímínúturnar urðu margar eftir það og ég man ekki eftir að mér hafi leiðst eitt augnablik. Það var farið í brennó og teygjó, yfir og fallin spýta og fleira. Ég var svo heppinn að hafa afbragðskennara sem ég bar mikla virðingu fyrir og þannig var það reyndar alla skólagönguna. Þá ríkti festa og stöðugleiki, sömu krakkarnir og kennararnir ár eftir ár. Þegar horft er til baka er mér efst í huga virð- ingin sem ég bar fýrir kennurunum mínum og vináttan á milli okkar bekkjarfélaganna. Gestur Einar Jónasson, útvarpsmaður og leikari Hirðmey með flottasta slörið Fyrsta skólaminningin mín er úr Austurbæj- arskólanum þar sem bekkurinn ætlaði að setja upp leikrit um Þyrnirós. Ég reyndi að sann- færa bekkjarsystkini mín um að Þyrnirós yrði að vera ljóshærð eins og ég og að hún þyrfti ekki að vera sérstaklega lagleg frekar en ég og yrði að vera svolítið feitlagin af því að hún fengi svo gott að borða í konungshöllinni. En krakkarnir sögðu að það yrði önnur Þyrnirós en að ég fengi að leika hirðmey og þyrfti að kaupa bleyjugas í apótekinu fyrir slör, sem ég gerði. Ég er alin upp af einstæðum föður og ég bað hann um að sauma slörið. Hann reyndi það en tókst ekki, þannig að ég spurði ráðskonuna. Hún svaraði því að hún væri ekki ráðin til að sauma slör. Því fór ég í næstu búð með gasið og spurði afgreiðslustúlkuna hvort hún vildi sauma fýrir mig slör. Þessari yndislegu stúlku fannst ekkert sjálfsagðara og lofaði að það yrði Fór í smábarnaskóla Ég fór í svokallaðan smábarnaskóla þegar ég var 5 ára gamall og ég man eftir því eins og það hefði gerst í gær. Þann skóla rak kona að nafni Kristbjörg Hjálmarsdóttir á heimili sinu á Eyr- inni hér á Akureyri og hún kenndi okkur smá lestur, skrift og reikning, þannig að maður var allavega farinn að stauta sig áfram í því þegar maður byrjaði í hefðbundnum barnaskóla. Ég var þarna með hópi af jafnöldrum mínum í bekk, en hún var með tvo bekki hjá sér, einn fyrir hádegi og annan eftir hádegi. Þetta var fyrir daga leikskólanna og það voru fleiri kennarar með svona smábarnaskóla. Einn þeirra var kallaður Hreiðarsskóli og þar kenndu ljúf hjón sem hétu Hreiðar Stefánsson og Jenna Jensdóttir. Ég var hins vegar hjá þessari ágætu Kristbjörgu. Fyrsta daginn fékk ég fylgd í skólann en eftir það var maður bara sendur af stað á morgnana með skólatösku á bakinu og labbaði sjálfur heim til hennar. Ég á afar góðar minningar úr þessum skóla og skemmti mér mjög vel. Þetta voru auðvitað fyrstu sporin mín í skólagöngunni og þarna var maður látinn lesa Gagn og gaman og um Óla sem átti ól og þar fram eftir götunum. svo flott. Hún stóð við það og saumaði flott- asta slör sem nokkur hirðmey hafði leikið með, að minnsta kosti í Austurbæjarskóla. Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.