blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 34

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 34
34 blaðió 4 LAUGARDAGUR 18.ÁGÚST2007 Er ekki hætt þótt ég Baráttan fyrir umbótum „Mér fannst þetta ekki beint erfitt þá en þegar ég hugsa um það núna þá var þetta næstum því fáránlegt ástand." Huldajensdóttirvaríþrjá- tíu ár forstöðukona og yfirljósmóðir á Fæðing- arheimili Reykjavíkur og innleiddi á þeim tíma ýmsar nýjungar sem voru um- deildar en eru nú taldar sjálfsagðar. Síðustu þrjá áratugi hefur hún rekið Þumalínu, verslun fyrir mæður og ungbörn, og starfað þar sjálf síðustu átján ár. Nú hafa nýir eigendur tekið við Þumalínu og Hulda er hætt verslunarrekstri. „Einhvern tíma verður maður að hætta og þá er spurning hvort ekki sé gott að hætta meðan maður er * nokkurn veginn í fullu fjöri í stað þess að bíða eftir að maður standi ekki í fæturna,“ segir Hulda. „Ég -• er auðvitað ekkert unglamb lengur, fædd 1925, en ég finn ekki fyrir ell- inni. Ég hef verið svo gæfusöm að vera í starfi sem snýr að foreldrum og börnum, bæði sem ljósmóðir og sem eigandi Þumalínu. Nú er komið að tímamótum.“ Valdirðu þér Ijósmóðurstarfið á Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net sínum tíma vegna ástar á börnum eða vegna áhuga áfaginu sjálfu? „Ég var ákveðin í að fara í hjúkrun en þá sá ég barn fæðast og allt breytt- ist. Ég var í heimsókn hjá systur minni norður á Siglufirði þegar hún átti eitt af sínum ellefu börnum. Þetta var óskaplega fallegt barn og fæðingin sjálf var stórkostleg og heilög stund. Þessi fæðing hafði gríðarlega sterk áhrif á mig. Eg fór út stuttu síðar, lagð- ist í laut og horfði upp í himininn og sagði: „Ekki hjúkrun heldur ljósmóð- urstarf". Þá var ég tuttugu og þriggja ára gömul og framtíð mín var ráðin.“ Veistu hvað þú hefur tekið á móti mörgum börnum? „Á þessum tíma var innprentað að starf ljósmóður fælist í því að taka á móti barninu og gera eins vel og hún gæti en að því loknu væru tjöldin dregin fyrir og hún ætti ekki að vita neitt um konuna og barnið sem hún hafði sinnt. Ég get ekki sagt að ég hafi fylgt þessari reglu því ég hef fylgst með fjölmörgum foreldrum og börnum þeirra eftir fæðinguna. Ég hef ekki nákvæma skrá yfir þann fíölda barna sem ég hef tekið á móti. Eg vann erlendis um tíma og veit hvað ég tók á móti mörgum börnum þar og svo fæddust 22.000 börn á Fæðingarheimilinu við Eiríksgötu þegar ég stýrði því. Þannig að þetta er dágóður hópur.“ Gjöf sem breytti lífsviðhorfi Sástu sorg í kringum fœðingu? „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í þrjátíu ár og það segir sig sjálft að þar fæddust andvana börn og börn sem voru ekki heilbrigð. Ég bar gæfu til að geta setið hjá foreldrum, haldið í höndina á þeim, hlustað og vonandi sagt huggunarorð. Það er hræðilega sorglegt þegar barn fæð- ist andvana eða fæðist ekki heilbrigt en þannig er lífið. Margt af því fólki sem ég bar gæfu til að fylgjast með þroskaðist við að eignast barn sem var ekki heilbrigt og lífsviðhorf þess breyttist. Fatlaða barnið hjálpaði foreldrunum til að sjá lífið með allt öðrum augum en áður. Starf mitt sem ljósmóðir dýpk- aði skilning minn á lífinu og hefur gefið mér óskaplega mikið, þar á meðal trú á Guð.“ Hvernig gerðist það? „Ég hafði lokið námi við Ljós- mæðraskólann og ákvað að fara til Svíþjóðar og vinna þar sem ljósmóðir. Áður en ég fór gaf góð vinkona mín mér gjöf og sagði mér að opna hana ekki fyrr en ég kæmi til Svíþjóðar. Þar opnaði ég pakkann og í honum var Biblía. Ég hafði gengið í sunnudagaskóla sem Einn daginn horfði ég á hana í vögg- unni og hugsaði: „Nei, ég finn engan nógu góðan til að hugsa um þetta yndislega barn - nema kannski bara sjálfa mig." Og það gekk eftir. barn en var ekki áberandi trúuð. Ég ákvað að lesa þessa bók og byrjaði á Nýja testamentinu. Persónan sem ég kynntist í Nýja testamentinu var opinberun fyrir mér: maður en líka guð. Þetta var Jesús Kristur. Þarna var ég leidd inn á braut sem ég hef verið á síðan. Sumir lifa lífinu eins og það sé tómt og tilgangslaust og ekki að neinu að stefna og halda að þegar þessu Iífi sé lokið þá sé allt búið. Ég trúi því ekki að það sé þannig. Það er eitthvað þarna, handan þess sem

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.