blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 46

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 18.ÁGÚST2007 blaöiö FÓLK folk@bladid.net Já, því nú er ég bara ^ borgar-lögmaður. Borgar, borgar þessi ákvörðun sig? Borgar Þór Einarsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í formannsembaetti SUS á sambands- þingi ungra sjálfstæðismanna sem haldiö verður á Seyðisfirði 14.-16. september næstkomandi. Borgar Þór var kjörinn formaður árið 2005. HEYRST HEFUR Hollywood virðist seint fá leiða á að nota landslag íslands fyrir stórmyndir sínar. Eins og komið hefur fram þá voru framleið- endur nýjustu Star Trek-mynd- arinnar á landinu nýlega, til að skoða aðstæður fyrir væntan- lega Star Trek- mynd. í gær sást svo til Zacharys Qu- into á Kefla- víkurflug- velli en hann leikur Sylar í Heroes- þáttunum vinsælu. Quinto fer með með hlutverk Spocks í Star Trek-myndinni og er væntan- lega hingað kominn til að skoða aðstæður. Vonandi kemur hann með friði... 0g enn af erlendum stjörnum á fslandi. Samkvæmt orðrómnum á götunni er sjálfur Quentin Tar- antino hér á landi til að upplifa töfra Menningarnætur, en hann er mikill áhugamaður um ís- lenska menningu; íslenskar konur og íslenskt áfengi, eins og frægt er orðið. Ekki er vitað hvort Eli Roth, félagi hans, er með i för en eflaust á&k verður margt um manninn, og konuna, hvar sem þessi litríki leikstjóri verður niðurkominn... Ástarvikan í Bolungarvik er nú brátt á enda, en henni lýkur með bílabíói á sunnudag, þar sem horft verður á hina sívinsælu söngvamynd, Grease. Og ef John Travolta og Olivia Newton-John kveikja ekki í liðinu, þá er maður illa svikinn. Heilsu-. eflingarhláturhá- " tíðarkvöldið sem halda átti í kvöld féll þó niður af óviðráð- anlegum orsökum. Spurning hvort þreytan eftir ástar- leikfimi Bolvíkinga sé farin að segja til sín, en árangurinn kemur í ljós í lok apríl á næsta ári... Haila Margrét Gefur alla sína orku til hjálpar Bergmáli Blaðlö/Sverrir Halla Margrét safnar fé með söng fyrir Bergmál Söngurinn styrkir sálina KONAN Halla Margrét Árnadóttir gerir það gott í hörðum heimi óperusöngs á Ítalíu. Hún lætur einnig gott af sér leiða heima á Fróni þar sem hún syngur til styrktar Bergmáli; líknar- og vinafélagi langveikra. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net „Þó svo að mest sé unnið með mannslíkamann hjá langveiku fólki er nauðsynlegt að sinna sálinni einnig. Andlegi hluti batans getur numið allt að 8o%,“ segir Halla Margrét sem hefur einsett sér að styðja við Bergmálssamtökin. „Bergmál er líknar- og vinafélag sem hlúir að langveikum. Allt starf er unnið í sjálfboðaliðsvinnu og tvisvar á ári, í viku í senn, er þessu fólki boðið til Sólheima í Grímsnesi ásamt aðstandendum sínum, þar sem ýmsir listamenn gera þeim lífið léttara á kvöldvökum. Þá er boðið upp á hárgreiðslu, nudd og kínverska leikfimi, allt til að gera þeim lífið léttara utan hvítra veggja stofnananna. I raun er þetta eins- konar frí frá veikindum þeirra og í fyrra varð ég þess heiðurs aðnjót- andi að syngja fyrir þetta frábæra fólk. Þá þegar einsetti ég mér að vekja athygli á þessu félagi og gefa alla mína orku til þess að hjálpa því eftir fremsta megni. Félagið hefur ráðist í byggingu eigin húss og fékk Halla Margrét er ættuð úr Grímsnesinu og undan Eyja- fjöllum Hún hlaut áheyrn Benedikts XVI. páfa í Vatíkaninu ásamt Skálholtskórnum nú í byrjun ágúst Henni leiðist að ryksuga og strauja en segist verða að gera það, þar sem hún eigi ítalskan mann úthlutað lóð, einmitt í Grímsnesinu, þar sem þegar hefur verið steypt gólfplata. Allt efni og vinna hefur verið gefið, sem sýnir þá miklu samstöðu sem fólk hefur sýnt þeim. Allur ágóði tónleikanna í ár rennur síðan að sjálfsögðu i byggingarsjóð." Óperaner hörkupúl „Undanfarin átta ár hef ég starfað sem söngkona á Ítalíu. Fyrstu þrjú árin starfaði ég í hinu fræga leik- húsi Reggio Emilia en síðan skellti ég mér i djúpu laugina og gerðist sjálfstætt starfandi söngkona. Það starf krefst mikilla æfinga og vinnu- semi, þvi maður verður að vera harður af sér til þess að komast af í þessum bransa. Það tók mig til dæmis um þrjú ár að ná tökum á hlutverki Tourandot, sem er sagt eitt erfiðasta sópranhlutverk í heimi. En ég lagði það á mig, þó svo ég hafi oft verið nálægt því að gefast upp, fannst ég aldrei geta náð þessu. Eftir að hafa grenjað út af þessu og farið til milljón kennara uppgötvaði ég einn góðan veðurdag að ég gæti sungið þetta. Þá fór ég í áheyrnar- prufu og fékk hlutverkið! En ég er alls ekkert á því að gefast upp þó stundum blási á móti, það er alveg á hreinu! Vinsældir óperu eru ótrú- legar um þessar mundir. Því þó svo að síbyljan og raunveruleikaþættir eigi upp á pallborðið hjá mörgum er óperan og klassíkin aíltaf til staðar. Til dæmis má nefna að óperan er orðin útflutningsvara. 1 Japan og Kóreu eru nú settar upp gríðar- stórar óperur af fólki sem hefur lært á ítalíu. Það er óneitanlega svolítið sérstakt að sjá þessi framandi lönd með framandi menningu taka þess- ari evrópsku óperuhefð opnum örmum. En óperan nær bara til svo margra. Eitt annað dæmi er þegar ég fór með þriggja ára dóttur minni á óperuna La Traviata. Þegar Violetta dætur lifið í lokin fór dóttir mín að hágráta! Hún hafði lifað sig svo inn í söguna. Og þegar ópera nær slíkri athygli þriggja ára barns, segir það svolítið um styrk þessa listforms,“ sagði Halla Margrét að lokum. Söngskemmtun Höllu Margrétar og Skálholtskórsins hefst klukkan 20:00 þann 20. ágúst í Salnum Kópa- vogi. Snæbjörg Snæbjarnardóttir að- stoðar Höllu við framburð og Hról- fur Sæmundsson barítón, syngur með henni dúetta. Meðleikari er An- tonia Hevesi og kynnir er Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Sími í miðasölu er: 5 700 400. BL0GGARINN... Óþarfi „Frekar finnst mérþað ódýrt hjá Kaup- þingsmönnum að bjóða öllum landsmönn- um til tónleika í Laugardalnum, þetta gildir ímesta lagi fyrir Stór-Reykjavikursvæðið og búið. Efast reyndar um að Laugardals- völlur rúmi nema lítinn part afþeim sem búa á svæðinu hvað þá öltu landinu. Mér finnst að efþá langaði til að halda upp á afmælið með hætti sem munað yrði eftir hefðu þeir átt að láta það fé sem fer í kostnað vegna þessara tónleika renna til einhverra sem hefðu virkilega þörf fyrir aðstoð." Ari Guömar Hallgrímsson sabroe.blog.is «] -___rixíiw ísókn „Ja hvur bröndóttur, eru ekki nema fram- sóknarkvinnur komnar á stúfana - og í þetta sinn eins og draugar úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. [...] En nú hafa semsagt borist af þvi fregnir, að fáeinar pinulitlar framsóknarmaddömur séu gengnar aftur og hafí hug á að halda iandsþing þann 18. ágúst. Það verður efiaust hinn snotr- asti andafundur og trúlega fróðlegt fyrir skyggna Islendinga að líta þar við á ráfi sinu á Menningarnótt Reykjavíkur, sem einmitt verður haldin sama dag og pinu- litlu framsóknarmaddömurnar fara á stjá.“ Jóhannes Ragnarsson joiragnars.blog.is Vill vínbúð burt „Þetta erauðvitað algjört rugl... Þessir afturhaldsseggir eru þjóðinni til skammar! Ég laþþa mjög oft þarna framhjá vfnbúð- inni og upp og niður Laugaveginn og hef oft lent á spjalli við þessa ógæfumenn og oftar en ekki eru þessir menn hin bestu skinn sem vilja manni ekkert nema vel, held að það ætti frekar að stoppa þessa úthverfisaumingja sem vaða uppi á næturnar i miðbænum með skrílslæti og ofbetdi útúrpumpaðir af sterum og spítti. “ Steinar Óli Jónsson steinaroli.blog.is FÖSTUDAGAR LÍFSSTÍLLBÍLAR Auglýsingasíminn er 510 3744 blaðið= Su doku 4 6 1 7 5 8 9 2 1 7 5 6 2 5 6 3 7 6 2 8 9 5 7 2 9 3 1 5 1 3 4 6 8 7 1 9 Su Doku þrautin snýst um að raða töiunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Þú segist hafa eytt fimm árum á norðurpólnum? 10-7 C LaiiflhinoStock Imetnalional IncAiist fcy Unrtad MexSg, g0Q4 HERMAN eftir Jim Unger

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.