blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 47

blaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 47
blaóió LAUGARDAGUR 18.ÁGÚST2007 47 Hvað á að gera á Menningarnótt? Ragnhildur Magnúsdóttir, dagskrárgerðar kona og framleiðandi „Ég ætla bara að labba um og skoða það sem mér þykir markverðast. Reyndar fer ég að vinna frá klukkan sjö um kvöldið til eitt um nóttina á Bylgjunni, en það er aldrei að vita nema maður kíki eitthvað út eftir það og geri eitthvað sniðugt. Reyndar er sólarhringurinn allur öfugsnúinn hjá mér þar sem ég var að koma frá Banda- ríkjunum og það situr óneitanlega einhver þreyta í mér, en ég hef mjög gaman af þessari hátíð, þó svo að ég sé enginn sérstakur aðdáandi slíkrar mannmergðar.“ Greta Mjöll Samúelsdóttir, knattspyrnu- kona úr Breiðabliki og söngkona „Ég ætla eitthvað að reyna að taka þátt í þessu. Kannski ekki fram á nótt, það er fótboltaæfing snemma. Ann- ars reyni ég að rölta eitthvað yfir daginn bara. í fyrra fór allur dagurinn i undirbúning fyrir landsleik gegn Tékkum, auk þess sem ég var aðeins að syngja líka um kvöldið. Um kvöldið borðaði fjölskyldan síðan saman og við ákváðum að gera það alltaf á Menningarnótt og skapa þannig skemmtilega hefð. Henni verður að minnsta kosti haldið við í ár.“ Björn Thors, leikari, lífskúnstner og menningarfrömuður „Ég var nú með einhver rosaleg plön, en svo breyttust þau öll. Annars býst ég við að það verði bara hressileg ganga um miðbæinn og hending hvað verður á vegi manns. Ætli ég láti ekki veðrið ráða þessu. Annars kemst maður ekki hjá því að upplifa þetta, þar sem ég bý í póstnúmeri 101 og hátíðin er nánast í bakgarðinum hjá mér! Annars mun ég bara njóta dagsins því ég hef alltaf verið að vinna þennan dag undanfarin ár, frumsýna og annað. Þetta er því kærkomið frí.“ Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi súludansstaðarins Goldfinger „Ég verð bara í veiði hérna í Laxá með Þorsteini Hjaltested óðalsbónda og fleiri góðum mönnum. Við Steini höfum haft fyrir reglu að koma okkur úr bænum á þessum tíma. Svona kynþokkafullir menn eins og ég hafa ekki áhuga á svona troðningi eins og myndast gjarna í miðbænum. Annars gleðst ég yfir því að í gær- morgun var Goldfinger veitt starfsleyfi til ársins 2019, þegar ég verð orðinn gamall karl!“ Veglegur kaupauki fylgir ollum keyptum vörum frá Levante út september! Gildir á meðan birqðir e •■■r— ekja eftirtekt! Tilbodid gildir i verslunum Lyfju, Lyf & heilsu, Lyfjavals og smásöluverslunum um land allt Dagskrá í Aðalbanka Frá 14.00 Listaverkaganga Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur sýnir og segir frá listaverkum í eigu bankans á heila tímanum 14.00 Gunni og Felix ásamt Sprota skemmta börnum og fullorðnum 15.00 Abbababb Atriði úr barnaleiksýningu ársins 2007 16.00 Schola Cantorum 1 16.30 Söngleikurinn Ást Skapti Ólafsson syngur I nokkurlög 17.00 Haukur og Ragnheiður Gröndal ásamt hljómsveit 17.30 Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar Fjöllistamenn, trúður, eldgleypir og töframaður skemmta fyrir utan bankann. Andlitsmálun, blöðrur og ís fyrir börnin.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.