blaðið - 13.09.2007, Síða 10

blaðið - 13.09.2007, Síða 10
10 | FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 blaöiö Geysir Green Energy Ólafur Jóhann fjárfestir Viðræður um að bandaríski fjárfestingarbankinn Gold- man Sachs og Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og framkvæmdastjóri hjá Time Warner, gangi til liðs við Geysi Green Energy eru á lokastigi. Samanlögð fjárfest- ing hinna nýju hluthafa mun jafngilda um 8,5% af hlutafé Geysis Green Energy. Örorkulífeyrir skertur Óánægja innan OBÍ Framkvæmdastjórn Öryrkja- bandalags ísiands, ÖBÍ, lýsti í gær yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun níu lífeyris- sjóða að skerða eða afnema að fullu örorkulífeyri hjá ríflega þúsund örorkulífeyrisþegum. Mun stjórn ÖBÍ fela lögmanni að kanna réttarstöðu örorku- lífeyrisþega sem hafa fengið tilkynningu um skerðingu eða afnám örorkulífeyris. Framsóknarflokkurinn Vilja fund um Geysi Green Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokks- ins, og Birkir J. Jónsson alþingismaður sendu í gær formönnum iðnaðar- og félagsmálanefnda bréf með tilmælum þess efnis að hald- inn verði, hið fyrsta, sameig- inlegur fundur nefndanna til að ræða fréttir af breytingum á eignarhaldi Geysis Green En- ergy. mbl.is Félagsstofnun stúdenta breytir rangt Hirða vexti í eigu erlendra stúdenta Stúdentagarðar hafa ekki heim- ild til að hirða vexti af tryggingum sem erlendir nemendur, sem ekki eru á ábyrgð menntamálaráðuneyt- isins, þurfa að greiða áður en þeir flytja inn á Garðana. Þetta segir Þórir Karl Jónasson, formaður Leigjendasamtakanna. Að sögn Rebekku Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Félagsstofn- unar stúdenta (FS), er trygging- arfé erlendu nemendanna lagt inn á reikning í nafni FS. Um 50 leigutaka er að ræða sem greiða 30 þúsund króna tryggingu hver. Rebekka segir að erlendu nemend- urnir fái trygginguna ekki greidda til baka með vöxtum. Þó skrifi þeir ekki undir samþykki um að FS hirði vextina. Þetta segir Þórir Karl vera óleyfi- legt. „Leigusali hefur enga heimild til að hirða vexti af tryggingu sem leigjandi reiðir fram áður en hann flytur inn, nema leigjandinn hafi látið plata sig til að skrifa undir samþykki þess efnis.“ hlynur@bladid.net Pórir Karl Jónasson Formaður Leigj- endasamtakanna segir leigutaka oft hirða vexti af tryggingarfé í heimildarleysi. Markmiðið að fækka öryrkjum H Áfallatryggingasjóður stórkostlegt samfélagslegt verkefni segir framkvæmdastjóri SA ■ Engin gjörbylting í þessum málum án víðtækrar samstöðu, segir Sigursteinn Másson Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir hugmyndir um nýtt fyrirkomulag áfallatrygginga vera tilkomið vegna þess að atvinnu- lífið sé að missa allt of margt fólk í örorku. Samkvæmt þessum hug- myndum munu veikir eða slasaðir eiga þess kost að þiggja laun úr sjóðnum í allt að fimm ár. „Við höfum horft upp á það að öryrkjum hefur verið að fjölga stórkostlega. Markmiðið með þessu kerfi er að reyna að ná árangri í því að fólk fari aftur út á vinnumarkaðinn og verði ekki öryrkjar fyrr en allt annað þrýtur. Það sem þetta byggir allt saman á er að við náum árangri í að fækka öryrkjum og náum að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn. Þetta er stórmál og stórkostlegt sam- félagslegt viðfangsefni. Þetta er hag- stæðara kerfi fyrir alla þá sem lenda í erfiðleikum, en um leið strangara. Það miðast allt við að það fólk hafi hvata til að komast út úr sínum erf- iðleikum. Fólk verður undir eftirliti og því verður veitt þjónusta. Það verður ekki afskipt." Hann gerir ráð fyrir því að nýja kerfið muni verða til hagsbóta fyrir alla, líka fyrirtækin í landinu. „Við Verkamenn Ef hugmyndir um nýjan áfalla- tryggingasjóð verða að veruleika munu þeir sem verða fyrir veikindum eða slysum geta þegið laun úr honum í allt að fimm ár. gerum ráð fyrir því að kostnaður fyrirtækja vegna þessa verði lægri en hann er í dag.“ Mörgum spurningum ósvarað Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags íslands, segir mjög mörgum spurningum ósvarað varðandi þetta kerfi. „Það sem mér þykir jákvætt við þessar tillögur er að í þeim koma fram hugmyndir um styrkingu á framfærslugrund- velli þeirra sem verða fyrir áföllum. Auk þess gefa þær fólki meira svig- rúm til að komast í atvinnuþátttöku á ný. En menn verða að anda með nefinu og skoða allar hliðar málsins. Það verður engin gjörbylting gerð í þessum málum án þess að um það sé víðtæk samstaða. Ég get ekki séð að þetta verði að veruleika nema fjöl- mörgum spurningum sem liggja í loftinu verði svarað." Hann hefur áhyggjur af réttar- NÝR ÁFALLATRYGGING ► Föst reglubundin laun munu fást hjá atvinnurekanda í tvo mánuði eftir slys eða veikindi. ► 60 prósent af meðaltekjum síðustu sex mánaða fást greidd úr sjóðnum í allt að fimm ár eftir að greiðslu- skyldu atvinnurekanda lýkur. ► Kostnaður af þessu kerfi er heldur lægri en af því kerfi sem er nú við lýði. stöðu þeirra sem þurfa á hjálpinni að halda. „Ég sé ekki fyrirfram að það geti verið alfarið áábyrgð aðila vinnu- markaðarins að mæta því þegar fólk verður fyrir slysum, áföllum eða örorku af öðrum orsökum. Þetta verður alltaf samfélagslegt verkefni sem snýr að opinberum aðilum sem bera ábyrgðina. Réttarstaða fólks gagnvart opinberum aðilum er allt önnur en gagnvart einkaaðilum og félagasamtökum. Þess vegna er það auðvitað stórmál ef færa á réttindi fólks á einu bretti. Það gerist ekkert einungis vegna þess að einhverjum innan Samtaka atvinnulífsins eða verkalýðhreyfingarinnar dettur það í hug. Það er ekki þannig.“ Topdrive.is Smiðjuvellir 3, Reykjanesbær 422-7722 Frí garðlýsing fylgir! hverri seldri kerru að verðmæti15.900 kr. Nú með l.e.d Ijósabúnaði... Endurbætt útgáfa... Landsmenn vilja stærri sumarhús Ársbið eftir sumarhúsum Eftirspurn eftir sumarhúsum er mikil og er nú um ársbið eftir tilbúnu húsi í flestum trésmiðjum landsins. „Það er alltaf meira en nóg að gera í þessu,“ sagði Heimir Guðmundsson trésmíðameistari sem rekið hefur Trésmiðju Heimis um árabil, en biðtíminn eftir sumar- húsi hjá honum er um það bil ár. Bæði segir Heimir að eftirspurnin eftir húsum hafi aukist, en ekki skipti síður máli að eftirspurnin eftir stærri húsum sé meiri en áður. Þegar mun meiri vinna liggi í hverju húsi þá gefi það auga leið að sami mannskapur smíði ekki jafnmörg hús á ári og áður. aþ

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.