blaðið - 13.09.2007, Page 17

blaðið - 13.09.2007, Page 17
blaðiö FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 17 Skákvél í mannsmynd Hjá Máli og menningu er komin út bókin Skák- tyrkinn eftir Robert Löhr. Það verður uppi fótur og fit í Vín árið 1770 þegar Wolfgang von Kempelen kynnir til sögunnar ótrúlega upp- finningu sína: skákvél í manns- mynd. Aldrei hafa menn augum litið annað eins furðufyrirbæri og Skáktyrkjann svokallaða, og hver á fætur öðrum reynir að leggja hann að velli við taflborðið án árangurs. Vélin virðist óskeikul og ósigrandi. Að baki býr þó ekki hugvit Kempe- lens eins og flestir trúa, heldur snilligáfa ítalska dvergsins Tibors sem stjórnar vélinni innan frá - því í raun er þetta stórbrotna og umtalaða tækniundur ekki annað en meiri háttar sjónhverfing og tál. Robert Löhr er fæddur í Berlín árið 1973. Skáktyrkinn er fyrsta skáldsaga hans og hefur fengið mikið lof og vinsældir. Guðmundur Viðar Karlsson þýddi. Saga um hundshaus Hjá Máli og menningu er komin út bókin Hunds- haus eftir Mor- ten Ramsland. Ungur maður snýr heim til Dan- merkur til að kveðja ömmu sína á bana- beði og endurnýja um leið kynnin við allar sögurnar hennar um æv- intýri fjölskyldunnar allt frá milli- stríðsárunum þegar afi hans og amma kynntust heima í Björgvin í Noregi. Drykkjuskapur og sérkenni- legt hugmyndaflug heimilisföður- ins hrekja fjölskylduna úr einum stað í annan, fyrst í Noregi og síðar í Danmörku þar sem barnabörnin vaxa úr grasi. En ættarsögurnar fylgja þeim: sögur af svikum og ást, áflogum og útskúfun, drauma- dísum og galdraskógum, og svo ein af skelfilegum hundshaus. Morten Ramsland (f. 1971) hefur hlotið mikið lof fyrir þessa marg- verðlaunuðu sögu sem komið hefur út víða um lönd. Kristín Eiríks- dóttir þýddi. antíkútsala! af ðllu á Hlemml 20-50% I iðfnarfirfti. Antfkbúðli Hlamml og Strandgðtu 24 TOPPSKÓR TOPPVERÐI Dömuskór Nr. E-1131353767 Stæröir: 36-42 Verðáður aa nnF i— i/.yyo Veró nú: 5.000 kr. Dömuskór Nr. E-1131353767 Stæröir: 36-42 Henaskór Nr. LLOKALID Stæröir: 42-47 Henaskór Nr. LLOBRIGHT Stæröir: 41-46 Veróéóur. 11:995-kr> Verðnú: 5.000 kr. Veróáóur. 1€.995kr> Verónú: 10.197 kr LIOYB Veróáóur 1-3*95kr> Verónú: 9.796 kr. Bamaskór Nr. NEURHH-6129 Stærðir: 28-35 ILOYB Veróáóur. 3.995 kr.- \ 2.796 kr. Damaskór Nr. NEURHH-6129 Stæröir: 28-35 Bamaskór Nr. IMA389780 Stæröir: ; 18-24 Veröáóur. 3.995 kr.- Veró nú: 2.796 kr. % Veróáóur 3.995 kr.- Verónú: 2.796 kr. oppskórinn^ VÍNLANDSLEID 6 - S 533 3109 'SENDUM I POSTKROFU

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.