blaðið - 13.09.2007, Side 22

blaðið - 13.09.2007, Side 22
biaötö ÍÞRÓTTIR ithrottir@bladid.net Allir hafa þeir náð góðum árangri hér heima við og eru fyllilega reiðubúnir fyrir harðari keppinauta erlendis enda engir nýgræðingar þó ungir séu að árum. Einar Sverrir er til að mynda íslandsmeistari bæði á enduro- og mótorkrosshjólum. SKEYTIN INN náð góðum árangri hér heima við og eru fylli- lega reiðubúnir fyrir harðari keppinauta erlendis enda engir ný- græðingar þó ungir séu að árum. Einar Sverrir er til að mynda Islands- meistari bæði á enduro- og mótorkrosshjólum. Þrír flokkar Keppt verður í þremur flokkum hjóla á mótinu og er einn keppandi frá hverju landi í hverjum flokki fyrir sig. Telst samanlagður árangur úr öllum flokkum svo til stiga í keppninni sem þekkt er sem óop- inberir Ólympíuleikar mótorkross- manna. Eru núverandi tvöfaldir meistarar Bandaríkjanna á heima- velli þar en margir kepp- endur í greininni eru orðnir heimsþekktir íþróttamenn enda efnið vinsælt í sjónvarpi og umrædd keppni, Motoc- ross des Nations, verður sýnd að hluta eða í heild sinni á Eurosport. Bandaríkjamenn sigursælir Bandaríkjamenn sigruðu einmitt á síðasta ári á stigum án þess að bera sigur úr býtum í neinni einni keppnisgrein sem gerir keppnina nokkuð sérstaka. Kaninn hefur ann- ars einokað titilinn nokkuð frá því keppnin var fyrst haldin árið 1947 og hefur unnið alls 17 sinnum frá þeim tíma. HEIIWSMEISTARAR 2006 Bandarikin 2005 Bandaríkin 2004 Belgía 2003 Belgia 2002 Italía 2001 Frakkland 2000 Bandarikin ftígi blaði Landslið gætu í framtíð- inni þurít að greiða félagslið- um peningaupp- hæð gegn því að nota leikmenn þeirra í landsleikjum ef hugmynd- ir á borði í Englandi og á Spáni ganga eftir. Hefur hugmyndin verið rædd fram og aftur en nú fengið byr undir báða vængi eftir að Joan Laporta, forseti Barcelona, brjálaðist yfir þeirra ákvörðun franska knattspyrnu- sambandsins að halda Thierry Henry í París til dagsins í dag þó að kappinn hafi verið í leikbanni í leik Frakka og Skota í gær. Italinn Marco Materazzi hefurloks beðið Zinedine Zidane afsök- unar á hegðun sinni í landsleik Itala og Frakka í eftirminnileg- um úrshtaleik HM á síðasta ári. Hefur Marco oft talað um depurð sína vegna samskipta þeirra sem lyktaði með brottvís- un Zidane úr leiknum en aldrei áður hefúr hann beðist afsökunar. Arsene Wenger hélt mikinn blaðamannafúnd eftir að hann skrifaði undir langtímasamning við Arsenal á dögunum. Karlinn er lítillátur með afbrigðum og að- spurður hvað upp úr stæði síðan hann hóf störf hjá liðinu fyrir 11 árum sagði hann að enskukunn- áttan hefði batnað til mikilla muna.„Hún var með eindæmum hræðileg þegar ég kom fyrst." Þá er Fabio Capello kominn til Bandaríkjanna en allmörg þarlend knattspyrnufélög hafa hug á að ráða karlinn til starfa. DC United er þar efst á blaði en ítalinn á bókuð viðtöl við minnst þrjá aðra aðila. Jómfrúarferð landsliðsins Fyrsta landslið íslands í mótorkrossi til keppni í Bandaríkjunum Nýstofnað landslið íslands í mót- orkrossi heldur í kvöld áleiðis til Maryland í Bandaríkjunum en þar fer fram eftir rúma viku ein helsta alþjóðlega keppni ökuþóra á mótor- krosshjólum, Motocross des Nations. Þrír kappar keppa þar fyrir landsins hönd og ætla sér langt. Hugur ber hálfa leið íslendingarnir sem taka þátt í þessari prófraun eru hinn 19 ára Aron Ómarsson á Kawasaki KXF 250 hjóli sínu, Valdimar Þórðarson, 23 ára, á Yamaha YZF 450 og aldursfor- setinn Einar Sverrir Sigurðarson, 34 ára, á KTM SXF 505. Allir hafa þeir Valdimar Þórðarson Annar ungur og enn bráðefnilegur ökuþór úr Mosfellsbænum. yá'í ' ■ . ii/í .:i líi,''. ’. \i'í Einar Sverrir Sigurðarson íslandsmeistarinn sjálfur leið- ir íslenska liðið í Maryland um þarnæstu helgi. Mótið verður sýnt á Eurosport. ; Aron Ómarsson 1 Nítján ára og I strax kominn í I fremstu röð. Samningar standa Tveir af máttarstólpum Fjölnis, FH-ingarnir Heimir Snær Guðmundsson og Atli Viðar Björnsson, fá ekki leyfi til að reyna sig gegn FH í úrslitaleik Visa-bikarsins en knattspyrnudeild FH ákvarð- aði um málið í vikunni. Rökin eru þau að samningar skuli standa og eftir sitja mann- eskjur með sárt ennið og Fjölnismenn sem líklegt er að tvíeflist við slíka ákvörðun. Vissulega rétt frá viðskipta- legu sjónarmiði en dapurleg niðurstaða fyrir fótboltann. Stjarnan skín Handknattleikslið Stjörn- unnar verður íslandsmeistari í karla- og kvennaflokki ef marka má spá forráðamanna félaganna í efstu deildum. Þær deildir munu kallast Ni í vetur og vera auglýsing fyrir bensínstöðvar og varahluta- verslanir. Gangi spár eftir verður Stjarnan því enn einn meistarinn að vetri Ioknum. Afrekskonur óskast Síðustu forvöð eru fyrir þær sem telja sig til afrekskvenna í íþróttum að sækja um styrk úr Afrekskvennasjóði íþróttasambands íslands og Glitnis en veitt verður úr sjóðnum í annað sinn í vetur. 70 umsóknir um styrk úr sjóðnum bárust síðast og nam þá heildarupphæð styrkjanna 130 milljónum króna. Aðeins var úthlutað fyrir rúmar þrjár milljónir þá en stofnframlag bankans var upphaflega 20 milljónir króna.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.