blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 2
2 FRETTIR LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 blaöiö Alþingi 135. löggjafarþing sett á mánudag Friðarsúlan brátt vígð í Viðey Tónlist í þingsal við setningu þings Annar bragur verður á setningu Alþingis á mánudaginn en áður. ís- lenski fáninn verður í þingsal og þar mun jafnframt tónlist verða leikin. Athöfnin hefst að venju með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13.30 þar sem séra Halldór Gunn- arsson, sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum, predikar. Að guðsþjón- ustu lokinni verður gengið til Alþing- ishússins þar sem forseti Islands, Ól- afur Ragnar Grímsson, setur þingið og flytur ávarp. Strengjakvartett mun síðan flytja Hver á sér fegra föð- urland og Island ögrum skorið. Hið háa Alþingi Fáninn í þingsal og tónlistarflutningur við þingsetningu eru meðai nýmæla þetta árið. Ono vill klæða Viðey skógi I fréttaskeyti AP fréttastofunnar í vikunni lýsir Yoko Ono því yfir að hún hyggist planta skógi umhverfis frið- arsúluna sem rísa á í Viðey. Á síðustu árum hefur Ono safnað 495.000 friðaróskum. I fréttinni segir að hún hyggist grafa óskirnar í sérstökum hylkjum í námunda við súluna. Ofan á hverju hylki segir hún að verði gróð- ursett tré. „Að lokum verður það eins og skógur,“ hefur fréttastofan eftir listakonunni. Ekki þarf mikið ímynd- unarafl til að sjá að yrði hálfri milljón trjáa plantað í Viðey myndi eyjan breyta talsvert um svip. Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, þvertekur fyrir að til standi að klæða Viðey skógi. „Ég veit ekki hvar þessi misskilningur liggur, en það hefur aldrei staðið til að planta skógi í tengslum við verkið,“ segir Svanhildur. „Óskirnar verða settar í eitt stórt hylki og það er það sem verður grafið í jörðu.“ Á tímabili kom til greina að stórt tré yrði gróður- sett yfir hylkinu, en fallið hefur verið frá þeirri tillögu. Umdeilanleg umhverfishönnun Viðey myndi breyta nokkuð um svip yrði hún skógi vaxin. Svanhildur segir Ono vita af því og ítrekar að listakonan hafi alla tíð haft næma tilfinningu fyrir því að verkið yrði í mjög góðri sátt við náttúruna í Viðey. arndis@bladid.net Mitshubishi byggir álver í Þorlákshöfn Japanska fyrirtækið Mitsubishi Corpor- . • _ - — ation og þýska álframleiðslufyrirtækið Trimet Aluminium verða samstarfs- aðilar íslenska ráðgjafarfyrirtækisins Arctus um byggingu álvers í fyrirhug- uðum áltæknigarði í Þorlákshöfn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Arctus sendi frá sér í gær. Þar kemur einnig fram að fulltrúar er- lendu fyrirtækjanna hafi komið nokkrum sinnum hingað til lands og kynnt sér aðstæður í Ölfusi og rætt við orkufyrirtækin. Gert er ráð fyrir að hefja byggingu fyrsta hluta álversins árið 2009, sem gæti hafið rekstur árið 2011 og framleitt 60.000 tonn á ári. Orku- þörfin fyrir þennan fyrsta áfanga er 100 MW. Álverið verður síðan stækkað í áföngum allt eftir framboði og afhendingu á orku á tímabil- inu 2012-2020. Þróttur upp í Landsbankadeild Þróttur Reykjavík tryggði sér í gær sæti í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þróttur lagði Reyni Sandgerði með 4 mörkum gegn engu í loka- umferð 1. deildar. Áður höfðu Grindavík og Fjölnir tryggt sér sæti í Landsbankadeildinni en Grindvíkingar urðu deildarmeist- arar. Reynir Sandgerði hafnaði í 12. og neðsta sæti og leikur í annarri deild að ári. Réttindalaus og laug til nafns Ökumaður, sem ók réttindalaus og sagði rangt til nafns, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Suður- lands til að greiða 200 þúsund króna sekt. Hinn ákærði hafði gengist undir sátt 12. mars síð- astliðinn og var honum gert að greiða 70 þúsund króna sekt auk þess sem hann var sviptur öku- réttindum í fjóra mánuði vegna umferðarlagabrots. Fjórum dögum áður en hann fékk öku- réttindi á ný, eða 8. júlí síðastlið- inn, var hann stöðvaður vegna aksturs á Suðurlandsvegi. Þá greindi hann lögreglu rangt frá nafni sínu og kennitölu. Fundu kannabis viö húsleit Karl á þrítugsaldri var handtek- inn í Kópavogi síðdegis í gær en við húsleit hjá honum fundust 1,7 kíló af ætl- uðu marijúana. Á sama stað fundust einnig 80 kannabisplöntur. Húsleitin var framkvæmd að undan- gengnum dómsúrskurði. TÖLVUSKÓLINN Þ E K K I N G SlMI: 544 2210 FAXAKRN 10 108 REYKJAVÍK WWW.TSK.IS SKOLiatSK.IS Vinsælt námskeið ætlað fólki á öllum aldri sem hefur enga tölvukunnáttu. Á þessu námskeiði er allt tekið fyrir sem byrjandinn þarf til að komast vel af stað í notkun tölvu. Aðalmarkmið námskeiðsins er að gera þátt- takendur færa um að nota tölvuna sjálfstætt m.a. til að skrifa texta, læri að nota internetið og að meðhöndla tölvupóst. Kennt er mánudaga og miðviku- daga og er hægt að velja um morgun- eða kvöldnámskeið. Kennsla hefst 3. október og lýkur 29. október. Lengd 42 std. Verð kr. 32.900,- Kennslubók innifalin. Vantar 100 hjúkkur á Landspítalann ■ Krafa hjúkrunarfræðinga um álagsgreiðslur málefnalegt innlegg segir heilbrigðisráðherra ■ Lofar engu um greiðslur á næstunni Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra kveðst hafa fullan skilning á því að hjúkrunarfræð- ingar vilji bæta kjör sín eins og aðrir en þeim finnst þeim mismunað vegna álagsgreiðslna til lögreglu- manna. Enn vantar tæplega 100 hjúkrunarfræðinga á Landspítal- ann og álagið á þeim sem þar starfa er mikið. „Ég lít á þessa áskorun þeirra sem málefnalegt innlegg í kjara- málin sem eru eitt af mörgum mik- ilvægum verkefnum ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar í nútíð og framtíð,“ segir ráðherrann um þá MANNEKLA ► Hjúkrunarfræðingar á vinnu- aldri á íslandi eru rétt rúm- lega 3.000. Af þeim starfa tæp 2.700 á íslenskum stofnunum samkvæmt kjara- samningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. ► Alls vantar nær 600 hjúkrun- arfræðinga til að leysa úr skorti á hjúkrunarfræðing- um á íslenskum stofnunum. ► Fyrirsjáanlegt er að árið 2015 muni vanta um 750 hjúkrunarfræðinga til starfa, að því er segir í skýrsiu Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Hjúkrunarfræðingar vilja álags- greiðslur Heilbrigðisráðherra segir skiljanlegt að hjúkrunarfræðingar hafi skoðanir á sínum kjörum. kröfu hjúkrunarfræðinga að þeim verði, eins og lögreglumönnum, greitt álag. Hjúkrunarfræðingar krefjast þess að þeim verði nú þegar greidd 30 þúsunda króna mánaðarleg álagsgreiðsla út samningstíma núgildandi kjarasamnings. Þeir harma að heilbrigðisráðherra skuli ekki hafa nýtt sér kjarasamnings- bundið ákvæði um álagsgreiðslur en lögreglustofnanir ætla að greiða lögreglumönnum 30 þúsund króna tímabundið álag á mánuði næsta árið. „Hjúkrunarfræðingar vinna þarft og mikilvægt starf og það er bara skiljanlegt að þær hafi skoðanir á sínum kjörum og beri sig saman við aðra,“ segir Guðlaugur Þór. Spurður að því hvort hjúkrun- arfræðingar geti búist við álags- greiðslum á næstunni segir hann: „Starfsmannamál hjá heilbrigðis- þjónustunni eru stórt mál og eilífð- armál og er mál allrar ríkisstjórnar- innar. En þess ber að geta að ekki er um að ræða sömu kjarasamninga. Sömuleiðis er þetta gert í gegnum stofnanir." ÞEKKIRÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Þurrt að mestu Rigning vestan til og dálítil súld SA-lands, annars þurrt að mestu. Hiti 8 til 15 stig Smáskúrir Hæg vestlæg eða breytileg átt og víða smá- skúrir. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast A-lands VÍÐA UM HEIM Algarve 22 Amsterdam 16 Ankara 29 Barcelona 20 Berlín 17 Chicago 26 Dublin 13 Frankfurt 12 Glasgow 11 Halifax 19 Hamborg 14 Helsinki 11 Kaupmannahöfn 13 London 13 Madrid 19 Milanó 17 Montreal 14 Miinchen 17 New York 22 Nuuk 8 Orlando 23 Osló 9 Palma 25 París 14 Prag 16 Stokkhólmur 10 Þórshöfn 9 Forseti íslands Boðið til Túrk- menistans Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Túrkmen- istans, bauð Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta fs- lands, í opinbcra heimsókn þegar þeir hittust á fundi í New York í Banda- rikjunum í vikunni. Opinber fréttastofa Túrkmenistans segir, að leiðtogarnir hafi á fundinum lýst yfir vilja til að koma á samstarfi landanna. Ólafur Ragnar hafi bent á, að tækifæri til þess væru meðal annars í sjávarútvegi. mbi.is Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.