blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMER 2007 blaöið mfffíjff £.910 / WUMi&MW.Hír Wfítf 9.910 zrtr /Mtémmp.m Fyrir litla fjörkálfa eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur talmeinafrœðing AmMMmt »j. Sntnrtúouir ‘&ÍDS bskslbs bákdðp Stundum veit Bína ekki hvernig hún á að hegða sér og er því oft pirruð og reið. Hér lærir hún ýmis- legt gagnlegt, til dæmis að hlusta og bíða þegar það á við, og þá líður henni miklu betur. ?er í leÖ&fcóls Bína er hrædd að byrja í leikskóla. Hún er ekki viss um að mamma komi aftur að sækja hana. I leikskólanum lærir hún svo margt, til dæmis hvernig hún á að eignast vini og biðja um hjálp. Og auðvitað kemur mamma aftur! Engu skárri en Saddam egar þetta er skrifað er helst útlit fyrir að herforingja- klíkunni sem ræður Búrma eða Mjanmar hafi tekist að brjóta á bak aftur þá hrinu mót- mæla sem gengið hefur yfir landið undanfarna viku eða svo. Ég vona raunar að svo sé ekki og lýðræðis- öflum í Búrma takist aftur að vaxa fiskur um hrygg. (Hér var ég nærri búinn að skrifa: „... takist aftur að ná vopnum sínum,” eins og er tísku- orðalag þessi misserin um hvað- eina milli himins og jarðar - en þetta orðalag ætti sérstaklega illa við í þessu tilfelli þar sem stjórnar- andstaðan í Búrma leggur þunga áherslu á friðsamlega baráttu.) Harðstjórn síðan 1962 Herforingjar hafa farið með völdin í Búrma síðan 1962 þegar þeir steyptu lýðræðislega kjörinni stjórn. Lýðræði hafði verið við lýði síðan landið fékk sjálfstæði undan Bretum árið 1948. Árið 1988 kom til mikilla mótmæla í landinu og herforingj- arnir létu stráfella mörg hundruð mótmælendur. Nýir herforingjar rændu svo völdum og héldu frjálsar kosningar árið 1990 en þegar í ljós kom að Lýðræðisbandalagið undir stjórn merkiskonunnar Aung San Sui Kyi vann yfirburðasigur í kosn- ingunum ákváðu herforingjarnir að hafa úrslitin að engu. Æ síðan hefur ríkt ströng og illskeytt kúgun i Búrma. Herfor- ingjarnir hika ekki við að fangelsa hvern þann sem vogar sér að anda gegn þeim - og margir hafa látið lífið. í orði kveðnu hafa vestræn ríki ævinlega skammast út í Búrma og krafist lýðræðisumbóta í landinu. 1 reynd hafa þau hins vegar lítið hafst að þar sem herforingjarnir sem fara með stjórnina hafa gætt þess að styggja ekki stjórnvöld á Vesturlöndum - né heldur í Kína sem er náttúrlega máttugasti ná- granni þeirra. Afskiptaleysi vestrænna ríkja Afstaðan til Búrma - eða réttara sagt afskiptaleysið sem einkennt hefur öll samskipti við þetta hryggilega harðstjórnarríki - er einna Ijósasta dæmið um hræsnina sem löngum hefur einkennt sam- skipti Vesturlanda, og þá sérstak- lega Bandaríkjanna, í garð ríkja í öðrum heimshlutum. Eftir að það kom á daginn að allur hinn mikli málatilbúnaður gegn Irak Saddams Husseins um kjarnorkuvopn, efna- vopn og önnur gereyðingartæki var byggður á ímyndun einni og lygum, þá hafa Bandaríkin og lagsmenn þeirra á Vesturlöndum réttlætt innrásina í írak og hörmungar þar síðan með því að þrátt fyrir allt hafi verið fyllilega réttlætanlegt að ráðast inn í írak af því Saddam Hussein hafi verið svo svívirðilegur harð- stjóri og farið svo illa með þjóð sína. Við þetta heygarðshorn er til dæmis sá sorglegi maður Tony Blair ennþá. En þótt herforingjarnir í Búrma séu litlu síðri harðstjórar og ofbeldismenn gagnvart sínum lllugi Jökulsson skrifar um Búrma þegnum en Saddam Hussein var gagnvart írökum, þá hefur aldrei verið blakað við þeim - nema með kurteisum og innihaldslausum mót- mælum. Og fjölmörg vestræn stór- fyrirtæki lifa góðu lífi á viðskiptum við herforingjana í Búrma. Getum við ekki lagt okkar lóð á vogar- skálarnar til þess að herforingjunum í Búrma verði gert Ijóst að illvirki þeirra verði ekki þoluð öllu lengur? Getum við gert eitthvað? Ég er ekki að mælast til þess að vestræn ríki geri innrás í Búrma til að koma herforingjastjórninni þar frá völdum. Þess óskar vitaskuld enginn. En það er samt kominn timi til að þau reki af sér slyðru- orðið og sýni herforingjunum í Rangoon í tvo heimana - diplómat- ískt, pólitískt og efnahagslega. Og hver veit nema hér geti verið komið hlutverk fyrir okkur Islend- inga ef framhald verður á þeirri þróun sem Ingibjörg Sólrún utan- ríkisráðherra hefur bryddað upp á, að við segjum okkur frá þeim leiða stuðningi við Bandaríkjamenn sem alltof lengi hefur verið aðalat- riðið í islenskri utanríkispólitík. Getum við ekki lagt okkar lóð á vogarskálarnar til þess að herfor- ingjunum í Búrma verði gert ljóst að illvirki þeirra verði ekki þoluð öllu lengur?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.