blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 23

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 23
blaóiö LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 ATVINNA 23 Hefur gegnt ýmsum störfum Af manni með lága greind- arvísitölu og litla menntun getur Hómer Simpson prísað sig sælan yfir að hafa getað valið úr atvinnutilboðum þau 19 ár sem persóna hans hefur lifað á skjánum. Hómer hefur gegnt ýmsum störfum og staðið sig misvel en raunin er yfirleitt sú að Hómer verður á í messunni og missir vinn- una. Lengst af hefur hann þó starfað sem eftirlitsmaður í kjarnorkuveri. Krusty eftirherma Hómer útskrifaðist úr trúðaskóla Krusty með ágæt- iseinkunn og fékk í kjölfarið starf sem staðgengill trúðs- ins og var kallaður Homie the Clown. Hómer naut þess að gegna hlutverki Krusty þar til illmenni sem töldu sig vera að hafa hendur í hári Krusty, rændu Hómer vegna spilaskuldar trúðsins. Sirkusfrík Hómer fékk vinnu sem furðufugl í sirkus eftir að hafa fengið fallbyssukúlu í magann án þess að verða meint af. Ekki var nóg með að hann nyti sin sem slíkur heldur fékk hann einnig að hitta fjöldann allan af frægu fólki meðan á starf- inu stóð en í þeim hópi voru meðlimir hljómsveitanna Cypress Hill, Sonic Youth og Smashing Pumpkins. Uppfinningamaður Atvinnuleysi í bland við drykkjusýki gerði það að verkum að Hómer sneri sér að hagnýtum uppfinningum og fann hann meðal annars upp rafmagnshamarinn og förðunarbyssuna. Meðlimur The Be Sharps Hómer varð stjarna í kvartettinum The Be Sharps en kvartettinn skip- uðu einnig aðrar persónur þáttanna en það voru þeir Skinner, Apu og Barney. Lestarstjóri Þegar Mr. Burns er stað- inn að því að losa kjarnorku- úrgang í almenningsgarð Springfield-bæjar er honum gert að greiða 200 milljónir í sekt. Ákveðið er að nota pen- ingana til þess að koma upp sporvagni og er Hómer ráð- inn sem lestarstjóri, en hann heldur því fram að það hafi verið draumur sinn alla ævi. Bjórbarón Bart, sonur Hómers, verður drukkinn á hátíð heilags Pat- reks og bjórbann er sett á í Springfield. Hómer bregður þá á það ráð að smygla bjór til bæjarins í keilukúlum sem hann leiðir svo í gegnum lagnir til Móa. Snjóruðningsmaður Hómer eyðileggur fjöl- skyldubílinn er hann ekur drukkinn í snjóstormi. Fer hann á bílasýningu og kaupir nýjan bíl en er sannfærður af sölumanni um að kaupa snjó- moksturstæki og tekur upp nafnið Mr. Plow í kjölfarið. Vinnuverndarvika um vinnuálag Vinnuverndarvika Evr- ópsku vinnuverndarstofnun- arinnar verður dagana 22.-26. október, en ávefsíðu Vinnueft- irlitsins kemur fram að mark- miðið sé að beina sjónum að álagseinkennum vegna vinnu. 1 umræddri viku fer fram vinnuverndarátak þar sem atvinnurekendur, starfsmenn, þjónustuaðilar, stjórnmálamenn og fleiri eru hvattir til að stuðla að öflugum og heilsusamlegum vinnustöðum í landinu og veittar verða viðurkenningar til fyrirtækja sem þótt hafa til fyrirmyndar á þessu sviði. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á verslanir og flutninga- og lagerfyrirtæki, þó svo að átakið beinist auð- vitað að öllum vinnustöðum landsins. Launamunur heldur áfram að aukast Samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR hækkuðu laun afgreiðslufólks á kassa mest einstakra starfsstétta að meðaltali. Um er að ræða 29% hækkun á heildarlaunum og 27% hækkun á grunnlaunum. Einu launin sem reyndust hafa lækkað á milli ára voru laun fyrir afgreiðslu á sér- vöru en þau lækkuðu um 4% á milli ára. Tekjumunurinn heldur áfram að aukast samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Heildarlaun þeirra 5% hæst launuðu eru að meðaltali 425% hærri en laun þeirra 5% lægst launuðu. Fyrrnefndi hópurinn er með 765 þúsund krónur að meðaltali í heild- arlaun á mánuði en sá síðar- nefndi 180 þúsund. Á síðustu árum hefur munurinn aukist töluvert. Árið 2005 var mun- urinn á þessum hópum 398% eða um 27% lægri en hann er nú. I fyrra var munurinn 411% sem þýðir að á einu ári hefur launamunurinn aukist um 14%. Reykjavíkurborg Bílastæðasjóður Útivera í hjarta miðborgarinnar Þar sem hjartað slær, þar erum við Vegna aukinna verkefna óskum við eftir jákvæðum og liprum einstaklingum til starfa sem fyrst. Okkur vantar líka fleiri konur í hópinn í hlutastarf eða fullt starf Starfssvið • Eftirlit með bifreiðastöðum og notkun gjaldskyldra bílastæða utanhúss • Ritun umsagna vegna álagðra gjalda • Mikil samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn Hæfniskröfur • Ökuréttindi áskilin • Færni í mannlegum samskiptum, þjónustulund, jákvæðni og áræðni • Stundvísi, reglusemi og almennt hreysti • Skriffærni á íslensku • Æskilegt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku og einu norðurlandamáli Annað Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavikurborgar. Umsóknarfrestur ertil 7. október n.k. og skal senda umsóknirtil Bílastæöasjóös Reykjavíkur merkt “Stöðuvöröur”, Hverfisgötu 14,101 Reykjavík. Hægt er aö nálgast umsóknareyöublöð í afgreiðslu okkar eða senda umsókn á a!bert.heimisson@reykjavik.is Nánari upplýsingar eru veittar í síma 411-3400 jnnantech Maritech ehf. a Islandi er framsækið þjonustu- og ráögjafarfyrirtæki á sviði viðskiptalausna. Markmið fyrirtækisins er að aðstoða viðskiptavini sina við að ná framúrskarandi árangri með nýtingu Microsoft Dynamics viðskiptalausna. Starfsmenn Maritech á íslandi eru um 70 á skrifstofum í Kópavogi og á Akureyri. Hjá fyrirtækinu er unnið við þjónustu og þróun viðskiptalausna fyrir flestar greinar atvinnulífsins. Viðskiptavinir Maritech eru mörg af stærstu fyrirtækjum og sveitarfélögúm landsins. Nánari upplýsingar á www.maritech.is Maritech Hlíðarsmári 14 201 Kópavogur Sími 545 3200 Fax 545 3201 info@maritech.is Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir og fyrirspurnir. Umsóknir sedist á: hrannar@maritech.is Atvinnuauglýsingin þín í rúmlega 100.000 eintökum um land allt

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.