blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 31

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 31
blaöiö LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 31 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net að fara inn í hana og spýtast út úr augum hennar. Eg á fyrstu skissur Odds af haf- meyjunni. En nú er Odd farinn til Noregs. Ég sakna hans, hann er skemmtilegur. Hann er maður sem sér alltaf einhverja hlið á hverjum hlut sem enginn annar sér. Það er inspírerandi að tala við hann. Hann hélt mikið upp á þennan stað og þess vegna vildi hann gera höggmynd af óléttuhafmeyjunni. Það myndi ríma vel við súlu Yoko Ono að hafa þessa konu þarna en hún þyrfti helst að vera jafn stór og risablokk. Annars væri ekkert gaman að henni.“ Þú býrð (Laugarnesinu innan um alls kyns gamla hluti en ert hrifinn afháhýsum. Afhverju háhýsi? „Ef ég byggi ekki hér vildi ég búa ofarlega í háhýsi í miðborginni. Mér finnst heillandi að vera hátt uppi og sjá yfir. íslendingar hafa ekki kunnað að byggja hús enda bjuggum við í mörg hundruð ár í moldarkofum og höfum ekki áttað okkur á að það er búið að finna upp lyftuna. Hættan er sú að þjóð, sem á hvorki borgarmúra, kastala, virki né stórar dómkirkjur og síst af öllu konungshallir, fari að einblína á gamalt spýtnadrasl og haldi að það sé menning. Þetta eru kannski bara kofar fátækra manna frá nýlendu- tíma og þau örfáu hús úr Reykja- vík sem eiga einhverja sögu hafa verið slitin úr samhengi og farið með þau út á tún til bónda uppi á heiðum. Þegar talað er um að varð- veita einstaka hús við Laugaveginn þá verður til skrípamynd. Þessi hús ætti að taka og mynda kjarna úr þeim í miðbænum og leyfa þeim að njóta sín. Og til hvers að varðveita hús sem er búið að taka úr framhlið- ina, einu hliðina sem maður sér, og setja þar búðarglugga? Umræðan um verndun gamalla húsa er orðin hysterísk og komin út í móa.“ Finnst þér Reykjavík Ijót borg? „Hún er sundurlaus borg. Stóra slysið var færsla Hringbrautarinnar. Sá staður sem hefði átt að vera hinn raunverulegi miðbær Reykjavíkur var lagður undir hraðbrautir og hraðbrautarlykkjur sem eru mis- lukkaðar. Það er eins og strákar hafi verið að leika sér að teikna götur og ekki alveg vitað hvar þeir ættu að enda. Maður sér þetta víða í gatnagerðinni. Allt verður stórt og klunnalegt og erfitt að átta sig á því. Við þyrftum að fá þýska og sænska verkfræðinga til að leysa þetta. Hér er engin hefð og reynsla til að byggja á.“ Yndislegur grallari Þú hefur ferðast víða og ferðalög Að gera kvik- mynd er þungt, erfitt og grimmt ferli og innst inni er maður alltaf hræddur við það. Það komu þeir dagar, þegar ég var að taka upp Hrafninn flýgur, að ég spurði sjálfan mig: Af hverju er ég í þessari tilraun til sjálfsmorðs? víkka yfirleitt sjóndeildarhring fólks. Hvað hefurðu lært af þessum ferðalögum? „Því meir sem ég ferðast og því meira sem ég sé af heiminum því þakklátari verð ég fyrir þær al- mennu leikreglur sem lýðræðisþjóð- félag eins og Island hefur komið sér upp. Þegar útlendingum er að fjölga hér, og ég býð þá alla velkomna, þá er mikilvægt að enginn fái íslenskan ríkisborgararétt nema hann sverji eið að stjórnarskránni þar sem tryggt er að konur njóti mannrétt- inda til jafns við karlmenn. Við megum ekki í nafni fjölþjóðamenn- ingar, sem enginn veit reyndar hvað er, sýna hinum óumburðarlyndu fáránlegt umburðarlyndi. Þegar mannréttindi eru brotin á konum í nafni svokallaðrar menningar eða - trúarbragða þá sér maður hvað það er mikils virði að við höfum þessa leikreglu sem gerir þetta þjóðfélag að mörgu leyti svo dásamlegt. Þetta lærir maður að meta þegar fram í sækir og manni fer líka að þykja vænt um storminn og brimið og kuldann.“ Þú átt þriggja ára son sem kom skyndilega inn í lífþitt. Hann hlýtur að hafa gefið þér mikið. húsgögn fyrir fólk ó öllum aldri Jackson hornsófi 275 x 240 cm / 240 x 275 cm MIKIÐ URVAL Karolirt Svefnsófi ELDHUS BORÐUM T480 STÓLUM Samba svefnsófi SERSMIÐUM ELDHÚSBORÐ Rondo IslenSkur stóll Amanda 265 x 220 cm / 220 x 265 cm L ' ;■ , (j i j wirw. toscana. is HÚSGAGNAVERSLUN a \ ta f-'-fcsail Opið virka daga 10 til 18 JLÁ. V JL X laugadaga 11 til 16 SMIÐJUVEGI 2, KOP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG i HÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.