blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 34

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 blaóiö LÍFSSTÍLL M ATU R matur@bladid.net Allir sem hafa gaman af því að lifa hafa áhuga á því að elda góðan mat. Þegar maður býr á Ítalíu er varla annað hægt. Nám í súkkulaði Áhugafólk um eftirrétti og aðrir sælkerar geta farið að huga sér gott til glóðarinnar. Nokkrir af fremstu bökurum og matreiðslu- mönnum landsins sóttu nefnilega á dögunum námskeið í hinum fræga Valrhona-súkkulaðiskóla í Frakklandi. Má búast við að þeir snúi til baka með nýjar og ferskar hugmyndir í farteskinu. Kennari á námskeiðinu var Frédéric Bau sem þykir einn sá besti í heimi í eftirréttagerð og frumkvöðull í ýmsum gerðum eftirrétta að því er segir á vefsíðunni freisting.is. íslensku bakararnir og mat- reiðslumennirnir eru heldur engir aukvisar enda koma þeir frá mörgum af helstu bakaríum og veitingastöðum landsins svo sem Mosfellsbakaríi, Sandholt bakaríi, Grillinu, Silfri, Nord- ica Hilton og Hótel Holti. Þá er í hópnum Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari sem unnið hefur til fjölmargra verðlauna bæði hér á landi og erlendis í gegnum tíðina. Matur í Eyjafirði Sýningin Matur-inn 2007 fer fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri dagana 13.-14. okt- óber. Sýningunni er meðal annars ætlað að endurspegla fjölbreytileika norðlenskrar matarmenningar í víðum skiln- ingi og vera um leið eins konar uppskeruhátíð. Þá fer lokaumferðin í keppninni um titilinn „matreiðslumaður ársins 2007“ fram á sýningunni. Keppnin er haldin af Klúbbi mat- reiðslumeistara og munu fimm matreiðslumenn keppa til úrslita. Spergilkálstíð Mikið er af nýju og fersku spergil- káli (brokkolíi) í verslunum um þessar mundir og því upplagt að nýta tækifærið og elda eitthvað skemmtilegt úr því. Gott er að gufusjóða eða léttsteikja sper- gilkál og einnig hentar það vel í ýmsa pottrétti. Gæta verður þess að sjóða það ekki of lengi því að þá verður það lint og bragðlaust auk þess sem næringarefni tapast. Því miður láta sér margir nægja að borða aðeins haus kálsins en henda afganginum. Sumum þykir nefnilega stilkur spergil- kálsins ekki síðri og jafnvel betri en hausinn auk þess sem stór hluti næringarefna plöntunnar leynist þar. Kristirm Pétursson er áhugamaður um ítalska matargerðarlist. Galdur ítalskrar matar- geröar felst í einfaldleika Mikil Ítalíuvakning hefur átt sér stað í matargerð hér á landi á undan- förnum árum og úrval ítalsks hráefnis aukist. Einfaldleikinn skiptir máli þegar ítölsk matargerð er annars vegar. Eftir Einar Jónsson einarj@bladid.net „Allir sem hafa gaman af því að lifa hafa áhuga á því að elda góðan mat. Þegar maður býr á Italíu er varla annað hægt,“ segir Kristinn Pétursson, ritstjóri Róm- arvefsins og sérlegur áhugamaður um ítalskan mat og menningu. Kristinn bjó um tveggja ára skeið í Róm ásamt konu sinni og þar komst hann í kynni við ítalska mat- argerðarlist og lærði ýmislegt af heimamönnum. „Það sem ég lærði við það að búa á Ítalíu og elda ítalskan mat er hvað einfaldleikinn skiptir miklu máli og að nota allt hráefni sparlega. Margir halda þegar þeir elda eitt- hvað suðrænt, spænskt eða ítalskt, að þá sé aðalmálið að hrúga ein- hverjum kryddum í matinn og nota mikinn hvítlauk en því er í raun öf- ugt farið. Yfirleitt notar maður bara eitt til tvö krydd og maður notar þau sparlega þannig að hráefnið fái að njóta sín,“ segir Kristinn. ftalíuvakning á fslandi Úrval af ítölsku hráefni í matvöru- verslunum hér á landi hefur aukist til muna á undanförnum árum að mati Kristins. „Það eru tíu ár síðan ég fór til Ítalíu og mér finnst að það hafi mikið breyst til batnaðar síðan þá. Það hefur orðið mjög mikil ítal- íuvakning hér á íslandi á síðustu fimm til sjö árum. Það eru margir sem hafa tileinkað sér og lært að elda ítalskan mat og nota þetta hrá- efni. Ég held að fólk kunni almennt í dag að sjóða pasta „al dente“ en samt held ég að margir eldi sínar sósur á sinn hátt,“ segir Kristinn og bendir jafnframt á að eldamennska ftölsk matargerðarlist Sönn ítölsk matargerð er Kristni Péturs- syni mikil ástríða en sjálfur bjó hann í Róm um tveggja ára skeið og kynntist þar vel matargerðarlist innfæddra. Mynd/EiríkurKristófersson á Ítalíu sé langt í frá einsleit heldur mismunandi eftir landshlutum og héruðum. „Það er allt annað eldhús á Norður- ftalíu en á Suður-Ítalíu. Það er að- eins kaldara fyrir norðan og þar er maturinn miklu feitari og þeir nota mikið rjóma, smjör og þess háttar í matargerðina. Fyrir sunnan er eld- húsið aðeins léttara og meira lagt upp úr olíum,“ segir hann. Smáatriðin skipta máli Sjálfur segist Kristinn hafa voða- lega gaman af því að elda en hann eldi þó gjarnan sömu réttina aftur og aftur. „Ég lagði mig sérstaklega eftir því á þessum árum sem ég bjó úti að læra að búa til carbonara- sósu þangað til að ég náði henni al- veg „perfetto“,“ segir hann og bætir við að sú sósa sé í miklu uppáhaldi hjá sér. Ekki er þó hlaupið að því að laga hana eins og vera ber hér KRISTINN PÉTURSSON Kristinn starfar við vefhönn- un, textasmíð og kvikmynda- gerð. Hann bjó ásamt eiginkonu sinni á Ítalíu frá 1997 til 1999 og stundaði þar nám í kvikmyndagerð. Eftir að hann fluttist aftur til íslands kom hann Rómar- vefnum á laggirnar en þar er að finna margvíslegar upp- lýsingar og fróðleik um mat og menningu á Ítalíu. uppi á íslandi. „Carbonara, eins og við þekkjum hana hér á landi, er búin til úr venjulegu beikoni en það er alls ekki efnið sem á að nota í hana. f alvöru carbonara eru not- aðar svínakinnar og þær eru mjög saltar,“ segir Kristinn og bætir við að án þeirra fái maður ekki hið sanna góða carbonara-bragð. Þó að úrval af ítölskum mat- vörum hafi aukist á undanförnum árum saknar Kristinn engu að síður ýmislegs frá námsárunum í Róm. „Ég er mikið fyrir skelfisk og sakna þess alveg geypilega að geta ekki keypt hann hérna. Það er að vísu hægt en er ekki eins auðvelt og úti. Þar gat maður bara farið út í fiskbúð og keypt stóran eða lítinn krækling og hann kost- aði ekki mikið. Þetta setti maður bara á pönnu, setti hvítlauk út í og chili-pipar, hellti smá hvítvíni yfir og sauð spagettí á meðan. Þetta var alveg frábært," segir Kristinn og bendir á að þar hafi einnig mátt fá aðrar tegundir skelfisks. „Þegar maður pantar skelfisk á pastastöðum hér á landi fær maður hann yfirleitt í einhverri tómatsósu og það er ekki gott,“ segir hann. Spaghetti alla carbonara Kristinn Pétursson deilir upp- skrift að Spaghetti alla carbonara með lesendum Blaðsins. Hann áréttir þó að íslenska beikonið sé ekki nærri nógu gott fyrir þennan rétt og því nái menn ekki hinu sanna carbonara-bragði. Fleiri uppskriftir að ítölskum réttum má finna á Róm- arvefnum romarvefurinn.is sem Kristinn heldur úti. Þar er einnig margvíslegur fróðleikur um matar- menningu og meðhöndlun hráefna. Spaghetti alla carbonara (eggja- og ostasósa með beikoni fyrir 2-4) Hráefni: • ólifuolía, nokkrar matsk. • 1/2 bolli þurrt hvítvín, ef til • hvítlaukur, 2-3 geirar • 1/2 laukur • beikon, nokkrar sneiðar (helst vel reykt) • Parmaostur (a.m.k. hálfur bolli rifinn) • 2 egg (3 fyrir fjóra) • smjörklípa • fersk steinselja (má sleppa) • svartur pipar Aðferð: Setjið vatn í stóran pott og saltið með grófu salti þegar suðan kemur upp. Rífið niður parmaost og skerið beikon í bita. Hrærið eggin létt í skál, bragðbætið með pipar, smá smjörklípu og rifnum ostinn. Hvít- laukur er saxaður fint en laukurinn er skorinn í bita, svipaða beikoninu. Olían er sett á pönnu og laukurinn léttsteiktur, þá er beikonbitunum bætt út í og loks hvítlauknum en gætið þess að hann brenni ekki. Nú skal sjóða spagettíið, en þegar það er að verða tilbúið er bvítvíninu hellt út á pönnuna (ef það er notað) og hitað upp að suðu. Þegar búið er að skola af spagettíinu er það sett út á pönnuna og brært saman við lauk- inn og beikonið. Hellið svo strax eggjunum og ostinum yfir og látið m velta á pönnunni eitt augnablik. Eggin mega alls ekki eldast; pastað á að vera vel blautt. Rífið steinselju yfir og berið fram í skál. Basta.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.