blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 36

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 blaöiö LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ bladid@bladid.net Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og skellti mér alein í bíó í miðborg Stokk- hólms til að sjá þessa mynd. Fyrirf ram vissi ég ekkert um hvað hún fjallaði. Áhrifamesta kvikmyndin Kvikmyndir og kvikmyndagerð eru mikið í umræðunni þessa dagana enda stendur yf ir Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Af því tilefni ákvað Blaðið að hafa samband við fimm vel valda kvikmyndaáhugamenn og fá þá til að segja frá því hvaða kvikmyndir hefðu haft mest áhrif á þá. Þrjár myndir koma upp í hugann Ég get nefnt þrjár myndir sem koma strax upp í hugann. í fyrsta lagi myndina Requiem for a Dream eftir Darren Aronovski. Hún er mjög áhrifamikil, ekki síst af því að Aronovski tekst svo vel að má út mörkin á milli ímyndunar og veruleika og magna þannig upp vímuna sem fylgir eiturlyfjunum sem og óhugnaðinn. Þetta er klikkuð mynd og í henni gerast hlutir sem gætu aldrei gerst, en það er einmitt í takt við þennan heim sem eiturlyfjaneytendur búa í. 1 öðru lagi er það myndin Magnolia eftir Paul Tomas Anderson. í henni eru sagðar margar sögur samhliða og allar fléttast þær saman. Það magnaða við myndina er að mikil spenna býr undir niðri í öllum þessum átta eða níu sögum og endalaust ris í þeim. í raun var hálf- gert átak að horfa á hana og þrátt fyrir alla þessa spennu gerast mjög hversdagslegir atburðir í henni. Fólk er ekki að veifa vopnum og sprengjum. Að síðustu verð ég að nefna myndina Big Lebowski eftir Cohen-bræður. Hún er uppáhalds- myndin mín, enda mettuð af húmor og hægt að horfa á hana aftur og aftur og koma auga á nýja brandara í hvert skipti. Sigríður Pétursdóttir, kvikmynda- fræðingur og dagskrárgerðarmaður I Gekk grátandi um götur Stokkhólms Myndir Bergmans réðu miklu um það að ég fór að læra kvikmyndafræði í Svíþjóð á sínum tíma og hið sama gildir um myndir Kieslowskis, en ég sérhæfði mig í honum í skólanum. En af nýlegri myndum er það Lilya 4 Ever eftir Lukas Moodysson sem hefur haft hvað allra mestu áhrifin á mig. Þegar ég sá hana hafði ég fylgst með verkum Moodysson frá upphafi ferils hans og næsta mynd á undan Lilyu 4 Ever var Tilsammans sem allir þekkja sem fyndna og skemmtilega. Ég vissi því ekki við hverju ég átti að búast þegar ég var stödd í Svíþjóð vegna ráðstefnu og sá í bíóauglýs- ingunum að nýbyrjað væri að sýna nýjustu mynd Moodyssons. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og skellti mér alein í bíó í mið- borg Stokkhólms til að sjá þessa mynd. Fyrir- fram vissi ég ekkert um hvað hún fjallaði. Ég var byrjuð að gráta þegar um 4 mínútur voru liðnar af myndinni og gekk síðan grátandi eftir myndina í gegnum miðborg Stokkhólms og heim á hótel. Dóttirin meira kúl en ég Áhrifamesta kvikmyndin sem ég hef séð er Disney-myndin Bambi. Ein af mínum fyrstu bíóminningum er frá því þegar ég sá hana sem barn í Gamla bíói einhvern tím- ann á 8. áratugnum. Ég man svo vel hvað það var sterk upplifun fyrir mig þegar ég sá að móðir Bamba var skotin af veiðimanni og pabbinn varð að taka við. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig upplifun það er fyrir lítinn dreng að horfa upp á svona lagað! Ég hika ekki við að fullyrða að Bambi er áhrifamesta myndin sem ég hef séð og ekki síst af því að þetta er ein af mínum fyrstu bíóminningum. Síðan þá hef ég nokkrum sinnum horft á hana og sá hana síðast með dóttur minni fyrir nokkrum árum og mér finnst myndin ennþá svínvirka. Dóttir mín tók þetta þó ekki eins mikið inn á sig og ég á sínum tíma, enda er hún miklu meira kúl en ég var á hennar aldri auk þess sem hún sá mynd- ina bara á vídeói en ekki í bíó. Asgrímur Sverrisson kvikmyndaspekúlant Hjálmtýr Heiðdal kvik myndagerðarmaður Heimildarmyndir hafa mestu áhrifin Það er alltaf mjög erfitt verk að velja úr myndir sem hafa haft hvað mest áhrif á huga manns, en sem dæmi get ég byrjað á að nefna myndir Roy Rogers, en hann mótaði mitt líf að hluta til þegar ég var smápatti og lék mér í kúrekaleikjum. Myndir eftir Bergman, eins og til dæmis Sjöunda innsiglið, settu sitt mark á mig og nýlega var það myndin Líf annarra sem er eftir Dorian Henckel von Donnersmarck sem hafði djúpstæð áhrif á mig. Ég er einmitt þessa dagana að vinna að gerð heimildarmyndar sem fjallar að hluta til um lífið í Austurþýska alþýðulýðveldinu. Ég held þó að það sem standi alltaf upp úr hvað varðar áhrif kvikmynda á mig séu heimildarmyndir af alls kyns toga. Þar get ég nefnt sem dæmi heim- ildarmyndina Check Pointl en í henni er fjallað um ástandið í Palestínu. Svo hafa heimildarmyndir Michaels Moore einnig haft mikil áhrif á mig. Ágætis byrjun Ein fyrsta myndin sem hafði veruleg áhrif var Síðasti bærinn í dalnum sem Óskar Gíslason gerði árið 1950. Ég man það eins og gerst hefði í gær þegar ég - barnung - sá hana í Ríkissjónvarpinu. Ég var alin upp við lestur ævintýra og sagna og fannst magnað að sjá þessi stórskornu tröll birtast ljóslifandi í sauð- arlitunum og þegar kistan tókst á loft og flaug á einhvern óskiljanlegan hátt. Ég gekk í gegnum hryllings- og spennu- myndatímabil og leitaði uppi blóðugustu myndir sem buðust. Af þeim hefur The Shining eftir Stanley Kubrick elst best en hún er frábærlega skrifuð og leikin. Aðrar Kubrick- myndir eru einnig ofarlega á lista. I háskólanámi mínu í Bretlandi tók ég kvik- myndafræði með öðru og kynntist myndum Orson Welles. Þær eru stórkostleg veisla og meistaralega fléttaðar mistorræðum táknum, sem mér fannst heillandi að reyna að ráða í. Sú mynd sem stendur mér næst hjarta í augnablikinu er sú sem ég sá síðast en það er mynd Sigur Rósar, Heima. Þetta er feikilega veí gerð mynd að öllu leyti. Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.