blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 40

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 40
Reykjavík Intemationa! Film Festival Alþjóöleg kvikmyndahátíö í Reykjavík 27. SERTEMBER 7. OKTOBER 2007 Miðasala og dagskrá á ríff.is Saumlaus, léttfylltur, mjúkur og þægilegur í BCD skálum á kr. 2.350,- LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 blaóiö ORÐLAUSLÍFIÐ ordlaus@bladid.net tqran Þá eru til dæmi um að formenn jdr nemendafélaganna hafi farið fram á persónulegar greiðslur í skiptum fyrir viðskipti við bankana. Vá Engum nema strákunum í Sigur Rós myndi detta í hug að halda í hringferð um landið og spila á stöðum eins og Djúpavík og Ás- byrgi. Tja, einhver myndi kannski pæla í því, en enginn myndi fram- kvæma það - nema strákarnir í Sigur Rós. Ferð hljómsveitarinnar um landið var einstök og Guði sé lof að hún var fest á filmu. Nú, ári síðar, er árangur erfiðisins kominn í bíó, en Heima var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík á fimmtudag. Mögnuð mynd Heima er mögnuð mynd að öllu leyti. Kvikmyndataka og klipping Heima Bíó: Háskólabíó Leikstjóri: Dean DeBois Aðalhlutverk: Strákarnir í Sigur rós Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladld.net BÍÓ ★ ★ ★ ★ ★ er framúrskarandi og augljóslega unnin af fagmönnum, enda tekst þeim hið ómögulega; að varpa nýju ljósi á landið sem við gerum okkur ekki grein fyrir hvað við elskum mikið. Heima varpar einnig nýju ljósi á meðlimi Sigur Rósar, sem eru ein- lægir, skemmtilegir og furðulega mennskir í viðtölunum. Fólk hefur hingað til talið þá ófæra um að tjá sig á öðru tungumáli en því sem aðeins álfar skilja, en í myndinni sjáum við þá mjög eðlilega. Tónlist Sigur Rósar er að sjálf- sögðu i aðalhlutverki í Heima, en samspil hennar, náttúru íslands og fólksins sem mætti á tónleikana er nánast yfirþyrmandi fallegt. At- riðið i Ásbyrgi er með því fallegra sem sést hefur á hvíta tjaldinu og framkallaði eflust ófá tár í augum bíógesta. Fádæma fagmennska Heima er einstaklega vel heppnuð tónleikamynd. Myndin er unnin af fádæma fagmennsku og allt gengur upp. Eftir að hafa horft á myndina verður maður skotinn í landinu sínu aftur og veltir fyrir sér hvort ekki eigi að endurskoða þá stefnu að virkja hverja einustu lækjarsprænu. Þessi frábæri bh nýkominn aftur í BC skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl kr. 1.250,- Mjög fallegur, létt fylltur og saumlaus skál í BC skálum á kr. 2.350,- buxur i stíl á kr. 1.250,- SAMbio.is SA\mi (575 8900 Alfabakka N0 RESERVATI0NS kl. 3-5:30-8-10:30 NO RESERVATIONS M. 1230-3-530-8-1030 SUPER BAD M. 1233 -3 - 530-6-1030 12 CHUCKAND LARRY W. 5:30-8-10:30 12 MR. BR00KS kl. 8-10:30 16 BRATZ kl. 12:30-3-5:30 DISTURBIA kl. 10:10 14 ASTRÚPÍÁ W.2-4-6-8 RATAT0UILLE 'A ÍGLTAi. ld. 1230-3 HARRY P0TTER 5 kl. 12:30 10 ÍJ.'J»í?Ík! KRINGLUNNI N0 RESERVATI0NS kl. 6:10-8:20-10:40 MR. BR00KS kl. 8:20-10:40 16 BRATZ kl.1:30 - 3:50 - 6:10 LICENSE T0 WED kl.6 7 ASTRÓPÍÁ kl.4-8 B0URNE ULTIMATUM W.10 14 RATATOUILLE LV ISLTAL kl. 1:30 - 3:50 biGnW. SHREK3 M/-ÍSLTAL kl.2 ÍL'/f lÁ^I AKUREVRI N0 RESERVATI0NS kl.6- 8-10 ! 3:10 T0 YUMA kl.8-10 BRATZ - THE M0VIE kl.2 ASTRÓPÍÁ kl.4 RATAT0UILLE W lSLW kl.0-4 L MR. BR00KS kl.6 KEFLAVlK CUCKAND LARRY kl. 8-10:10 SHARK BATE kl.2-4 BRATZTHE M0VIE kl. 3:40-5:50 L SH00TEMUP kl.8 VACANCY kl.10 16 LICENSE T0 WED te RATATOUILLE M/- Í3LIAL kl. 30 Sl'/HfiB V SELFOSSI DISTURBIA kl. 8-10:20 VEÐRAMÓT kl. 5:50-8-10:20 14 KNOCKED UP kl. 5:30 12 SHARKBAIT M/ ÍSLTAL kl. -3:40 RATATOUILLE M/ Í5LTAL kl. -1:40 1 Stærstu bankamir draga sig út úr samstarfi við nemendafélög Bönkum ofbauð kröfuharkan Dæmi eru um að formenn hafi farið fram á persónu- legar greiðslur gegn því að banki styrki nemenda- félag. Stærstu bankarnir hafa dregið úr slagnum um nemendurna. Eftir Atia Fannar Bjarkason atli@bladid.net Bankarnir hafa að miklu leyti dregið sig út úr því að styrkja nemendafélög framhaldsskólanna. Ástæðurnar eru þær að kröfur nemendafélaganna hafa hækkað mikið síðustu ár, en félögin hafa farið fram á milljónastyrki. Þá eru til dæmi um að formenn nemendafélaganna hafi farið fram á persónulegar greiðslur í skiptum fyrir viðskipti við bankana. Þetta hefur Blaðið eftir heimildar- mönnum úr fjármálageiranum sem ekki vilja láta nafns síns getið. 1 Blaðinu í gær kom fram að dæmi væru um að bankarnir hefðu yfirboðið hver annan í baráttunni um að fá að styrkja nemendafé- lögin. Þá var haft eftir fyrrverandi formanni nemendafélags að styrkir hefðu verið í boði gegn þvi að félagið útvegaði bankanum viðskiptavini. Benedikt Sigurðarson hjá Kaup- þingi hafði samband við Blaðið í kjölfar fréttarinnar og sagði bankann hættan að styrkja nem- endafélög. Hann vildi ekki útlista ástæðurnar sem lágu að baki. Þá segir talsmaður Landsbankans að Nemendafélög hafa farið fram á milljónastyrki. GÍRAÐ NIÐUR Landsbankinn og Kaup- ^ þing eru hætt að styrkja nemendafélög, en kröfur félaganna þóttu fara út fyrir velsæmismörk. viðskiptasamningum, allt frá góðum bankakjörum upp í frí símaviðskipti vegna samninga við símafyrirtæki. Okkur finnst þetta óeðlilegt og höfum ítrekað reynt að fá skólastjórnendur til að taka málið í sínar hendur.“ ► Glitnir og Spron styrkja nem- endafélög, en upphæðirnar eru mun lægri en áður sam- kvæmt heimildum Blaðsins. tekin hafi verið ákvörðun um að vera ekki með í þessum slag. Bankar með félagaskrá „Neytendasamtökin hafa mætt í skóla og séð bankastarfsmenn sitja innan um krakkana með félaga- skrá nemenda og merkja við nýja viðskiptavini um leið og þeir kaupa miða á skólaball," segir Þuríður Hjartardóttir hjá Neytendasamtök- unum. Hún segir samtökin hafa skipt sér af samskiptum bankanna við nemendur frá árinu 2001. „Ýmsar sögur hafa gengið um ávinning þann sem stjórn nemendafélagsins hefur af svona Nemendur fái að vera í friði Þuríður segir það sjónarmið Neytendasamtakanna að nem- endur eigi að fá að vera í friði fyrir sölumennsku á sínum vinnustað. „Skólarnir geta sett strangar reglur ef þeir vilja og það er þeim ekki óviðkomandi hvaða samn- ingar eru gerðir um markaðsað- gang að nemendum þeirra. Svona vinnubrögð myndu aldrei viðgang- ast á vinnustöðum okkar og ég efast um að stjórnendur fyrirtækja myndu opna svona aðgang að starfs- mönnum sínum á vinnustað, ekki einu sinni fyrir starfsmannafélög sín,“ segir hún. ÞEKKIRÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Enginn daðrar við Garner Leikkonan Jennifer Garner, eiginkona Ben Affleck, segir að menn daðri ekki við hana lengur þar sem allir viti að hún er gift kona. í viðtali hjá David Letterman sló leikkonan á létta strengi og sagðist hundfúl yfir því að fá enga athygli lengur. Garner bendir á að hún hafi æft með hokkíliði Háskólans í Boston eftir að hún eignaðist frumburðinn til þess að koma sér í form, en þrátt fyrir að vera um- kringd ungum mönnum þá sýndi enginn karlmaður henni áhuga. Brúkaup númer níu? Það lítur út fyrir að leikkonan Elizabeth Taylor, sem á átta eigin- menn að baki, ætli sér að ganga inn kirkjugólfið í níunda skiptið. í vikunni opinberaði hún ást sína á viðskiptajöfri sem hún hitti á Havaí í fyrra, en vangaveltur hafa verið uppi um meint samband parsins án þess að leikkonan marggifta vilji staðfesta orðróm- inn. f fyrrakvöld mætti hún svo með kærastann, Jason Wint- ers, í veislu og sagði hún Jason einn besta mann sem hún hefði kynnst. Bítlarnir á Borginni Paul McCartney og Ringo Starr eru á leiðinni til landsins Bítlarnir Paul McCartney og Ringo Starr koma til landsins 5. okt- óber í tengslum við afhjúpun friðar- súlu Yoko Ono í Viðey. Samkvæmt heimildum Blaðsins verða þeir á landinu 5. til 11. október, en friðar- súlan verður afhjúpuð 9. október, á afmælisdegi John Lennon, sem hefði orðið 67 ára væri hann á lífi. Heimildir Blaðsins herma að Paul og Ringo muni dvelja á Hótel Borg, en með þeim í för verður fylgdar- lið lífvarða og aðstoðarfólks. Paul McCartney kom síðast til landsins árið 2000, en þá var fyrrverandi eiginkona hans, Heather Mills, með í för. Paul lét lítið fyrir sér fara í ferðinni. Meira fór fyrir Ringo Starr þegar hann kom til landsins árið 1984. Ringo tók lagið ásamt Stuð- mönnum í Atlavík og margar góðar sögur eru til um ferðalag hans. atli@bladid.net Aldrei ham- ingjusamari Söngkonan Christina Aguilera, sem gengur með fyrsta barn sitt undir belti, segist aldrei hafa verið sælli með tilveruna en núna. í viðtali við tímaritið Britain Grazia lýsir hún ánægju sinni með eiginmanninn, Jordan Brat- man, en hún telur hann hinn eina rétta. „Ég er svo ánægð með lífið akkúrat núna. Ég er sérstaklega örugg með sjálfa mig, sem er ekki endilega sjálfgefið þótt þú gangir í það heilaga, enda er auðvelt að giftast rangri manneskju. Þetta snýst um að vera með rétta manninum."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.