blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 46

blaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 blaðið FÓLK folk@bladid.net Þess þarf ekki því að í tilefni dagsins veitum við öllum gestum reynslu- lausn samdægurs. Verður gestum boðið upp á næturgistingu? Halldór Valur Pálsson vinnur hjá Fangelsismálastofnun, sem efnir til „opins húss“ og móttöku fyrir gesti að Kvía- bryggju, sem tekin verður formlega í notkun eftir stækk- un og endurbaetur. ~4 HEYRST HEFUR Ofurbloggarinn Jónína Bene- diktsdóttir hefur sjaldan legið á skoðunum sínum. Á bloggi sínu ritar hún um fyrrverandi „stjörnublaðamenn“ sem hafa endað ferilinn á „sorpritinu DV“ eins og hún kemst að orði. Hún sakar „litlu typpin“ um atvinnuróg gegn fyrirtæki sínu því þau geri lítið úr stól- pípumeðferð hennar í Pól- landi. Þá segir hún orðrétt: „Eftir að hafa horft á annan rit- stjóra DV, þann ófríðari, reyna að standa á fætur í gufubaðinu í Vesturbæjarlauginni um dag- inn tel ég stólpípuáhuga þeirra skiljanlegan." Hvom ætli hún sé að tala um, Reyni Traustason, eða SME Guðrún Gunnarsdóttir og Raggi Bjama hafa nóg fyrir stafni Söngstund á Sögu FÓLKIÐ Mikið var um dýrðir á opnun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíð- ar í Reykjavík í gær. Opn- unarmyndin, Heima, fékk afar góðar viðtökur áhorfenda og mun án efa laða marga erlenda ferðamenn til íslands í ffam- tíðinni. í kjölfar sýningarinnar var gestum boðið í heljarinnar veislu í O.J.& Kaaber-húsinu við Sætún. Þar vom að sjálf- sögðu staddir allir meðlimir Sigur Rósar og Aniimu en þjónamir vom klæddir sem böðlar og buðu upp á Fjöldinn allur af erlendum gestum mætti á opnunina og virtust þeir afar hrifnir af landi, þjóð. Þeir vom, eins og aðrir gestir, ferjaðir yfir í Sæt- ún í rútum frá Háskólabíói. Þó gleymdist að upplýsa þá um að Sætún væri innan borgarmark- anna því að nokkur óróleiki greip um sig í einni rútunni þar sem útlensku gestimir tóku eftir því að ekkert klósett var í vagninum og spurðu hvort ekki yrði gert pissustopp á leiðinni ef ferðin tæki mikið meira en klukku- tíma . Guðrún Gunnarsdóttir og Ragnar Bjarnason syngja saman á Hótel Sögu næstu vikurnar. Þau hafa sjaldan haft jafn mikið að gera en bæði gefa út jóla- plötur á næstunni. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Guðrún Gunnarsdóttir og Ragnar Bjarnason eru meðal þeirra sem troða upp á Hótel Sögu næstu vikur með söngskemmtun í hæsta gæðaflokki. Bæði hafa þau nýlok- ið við gerð jóladiska og hefur sjaldan verið jafn annasamt hjá þeim og nú. „Það er alveg brjálað að gera hjá mér þessa dagana,“ segir Guðrún. „Þessa vikuna hef ég verið í upptökum á nýrri jóla- plötu með Friðriki Ómari, sem útsett er af Ólafi Gauki og mun heita Ég skemmti mér um jólin. Þetta er þriðja plata okkar Óm- ars, en jafnframt fyrsta jólaplatan sem við gerum saman. Við mun- um halda tónleika fyrir norðan á ^ Akureyri þann 22. nóvember og stólum á að norðanmenn rnæti." Fagnar 20 ára starfsafmæli „Síðan er ég alltaf í útvarpinu á Guðrún er 44 ára og var um langt skeið á sjónvarps- skjánum í fslandi í dag og ís- landi í bítið, sem og 6 til 7 á Skjá einum Ragnar er 73 ára og hóf feril sinn sem trommuleikari. Hann stofnaði Sumargleðina árið 1971 ásamt Ómari Ragn- arssyni Rás 2, starf sem ég kann mjög vel við. Ég uppgötvaði það nú bara um daginn að ég á 20 ára starfs- afmæli í útvarpi, því ég byrjaði á Rás 2 árið 1987! Utvarpið er ein- mitt sá miðill sem ég held að eigi best við mig og ég kann best við sjálf. Kannski er það vegna þess að ég byrjaði þar, en í sjónvarp- inu er alltaf þetta vesen með sminkið, hárið og fötin, allt þetta útlitslega sem er svo þungt í vöf- um. Þetta allt er ég laus við í út- varpinu," segir Guðrún sem þarf að fara að rjúka á æfingu fýrir kvöldið. „Þetta er svona skemmt- un sem spannar alla tónlistarsög- una, nánast frá því að hótelið var opnað. Við tökum Abba-lögin, Bítlana, Bjarni Ara tekur Elvis- og Tom Jones-lög og Hara-systur koma síðan ferskar inn með svo- lítið meira „physical" nálgun á sviðsframkomuna en hjá okkur heldra liðinu! Raggi Bjarna verð- ur þarna með okkur, en hann virðist bara fara batnandi með árunum, er alveg ótrúlegur kall- inn. Saman koma þarna því þrjár kynslóðir á sviðinu, sem er nú ekki amalegt! Þekkir vel til staðarins „Ég hef nú verið eitthvað lítið þarna síðan Sumargleðin hætti,“ segir Raggi og hlær. „Mér varð einmitt hugsað til þess í gær, þeg- ar ég labbaði upp tröppurnar, hversu oft ég hefði nú farið um þessar blessuðu tröppur! Sumir hafa sagt að ég sé jafnvel orðinn að einni súlunni í Súlnasal! En það er voðalega gaman að vera kominn þarna affur, því ég á margar góðar minningar þaðan.“ Ragnar mun senda frá sér jóla- plötu á næstunni, sem hann segir þá fyrstu sinnar tegundar. „Hún mun heita Gleðileg jól með Ragga Bjarna og er að mínu viti fyrsta al-íslenska jólaplatan, með nýjum lögum og nýjum textum. Ég sem sjálfur tvö lög, Þorgeir Ástvalds semur eitt og Gunnar Þórðarson rest, ásamt því að útsetja. Diddú syngur dúett með mér og sömu- leiðis einn 12 ára strákur, hann Árni. Svo eru kórar og jólasveinar og allur pakkinn á plötunni, eitt- hvað fyrir alla.“ BL0GGARINN... Veljum íslenskt „Islensk tónlist" heitir diskurinn minn og efmenn lesa aftan á umslagið skilja menn það sem ég erað gagnrýna. Enskir textar vaða uppi hjá íslenskum tónlistarmönnum og tónlistin þeirra hljómar Ifka eins og hun sé bresk eða bandarísk og vekurþar af leiðandi enga athygli erlendis. Islensk tónlist með ís- lenskum textum ermun eftirtektarverð- ari á heimsmælikvarða efmenn eru á annað borð að spá í heimsmarkaðinn" Guðmundur Gíslason gummigisla.blog.is Verra en ríkið „Auðvelt erað hefja viðskipti við Voda- fone, engin fyrirhöfn. Annað erað losna úr viðskiptum við það. Þá finna starfs- menn fyrirtækisins alls konar meinbugi á slíku. Þeirhalda áfram að senda reikn- inga.j...] Vodafone er verra en ríkiseln- okun. Passiðykkur." Jónas Kristjánsson www.jonas.is Kvenskór í 43 „Mig bráðvantar háhæla skó fyrir fyrstu helgina íoktóber. Erað fara útálífið i sokkabuxunum sem ég keypti í París og allskyns öðru kvenlegs eðlis, eins og ég hefþegarsagt frá. Ég reikna hins vegar með að verða í erfiðleikum með að finna háhæla skó númer43. Efeinhver góðhjarta karlmaður eða stórfættur kvenmaður lumar á pari sem viðkom- andi er til í að lána eina kvöldstund myndi ég þiggja það. “ Þorgrímur Þráinsson thorgrimur.eyjan.is Sport Outlet Vlnlandsleið 2-4, efri hæð OPIÐ Virkadaga kl. 12-18 Laugardaga kl. 12-16 4“ Nóatún Margt Smátt Toppskórinn Vlnlandslelö Húsaamlðj^ Vesturtandsvegur Reykjavlk Vínlandslelð 2-4 • 113 Reykjavlk tmiyíXU UllCTAl WííWliÆt Su doku 5 2 1 9 3 7 6 2 5 3 9 7 5 3 7 1 8 4 5 3 2 9 8 9 4 3 7 2 2 5 6 4 7 2 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERNIAN eftir Jim Unger Gastu ekki fundið þér góðan kærasta frá þessari plánetu?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.