Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 6

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 6
öö ERAVEL HONNU Þ; fllltaf eru að skjótast upp nýjar og nýjar hugmyndir meðal fyrirtækja sem grípa eiga almenning og allir vonast til að þeirra vara slái í gegn. Nú á dögunum kom fram hugmynd hjá ungu fólki við Listaháskóla íslands og Háskólann í Reykjavík um vöru sem myndi eflaust slá í gegn um allan heim yrði hún sett á markað.Varan er svokallaður píkuhárasnyrtir með öllu tilheyrandi. Ég hitti þær Þorgerði og Heiðrúnu í létt spjall til að forvitnast um gripinn. að eru fimm nemendur á bak við hugmyndina, Heiðrún og Þorgerður úr Háskólanum t Reykjavík og Heiða, Þormar og Guilia úr Listaháskóla íslands. Skólarnir tveir stóðu fyrir námskeiði þar sem nemendur áttu að búa til vöru og gera skil á markaðssetningu hennar, þ.e.a.s. hvar hún yrði sett á markað og hvernig hún yrði auglýst til að fólk myndi kaupa hana. Listaháskólinn sá um gerð vörunnar og hönnun hennar og verkefni Háskólans var að gera markaðskönnun og viðskiptaáætlun. Hugmyndin kom þegar Þorgerður var að horfa á„Sex and the City"og Charlotte var að vandræðast með gervi geirvörtur.„Mér fannst þetta sniðugt og fór að spá í hvort ekki væri hægt að gera eitthvað sniðugt fyrir stelpur að neðan. Eitthvað sem myndi vekja athygli og gæti orðið„trend" hjá ungum konum. Þá datt mér í hug rakvél fyrir konur að neðan og að hægt væri að framleiða form af öllu mögulega sem stelpur myndu raka eftir t.d. hjarta,„playboy bunny"eða tígli." Hvernig gekk samstarfið? Samstarfið gekk vonum framar, þó svo að við séum öll með ólík- an bakgrunn náðum við öll strax vel saman og mórallinn var mjög góður. Samstarfið gekk meira að segja það vel að við erum að íhuga sameiginlegan rekstur á kom- • andi árum (haha). Hvernig kom til að þið hönnuðuð vöruna? Við höfðum ca. viku til þess að koma með hugmynd að vöru sem við ætluðum að hanna og markaðssetja. Marg- ar skemmtilegar hugmyndir litu dagsins Ijós, en hugmyndin sem varð ofan á var þetta svokallaða skapalón. Hvað er þetta nákvæmlega og hvernig notar maður vöruna? Þetta er nokkurs konar kit fyrir konur. I því er fíngerð rakvél, samblanda af nasaháraklippum og sköfu, krem til þess að bera á eftir notkun og svo síðast en ekki síst nokkur skapalón. Þessi skapalón gera konum kleift að vera með nánast öll heimsins mynstur að neðan, þar á meðal hjarta,„playboy bunny','jólatré og svo framvegis. Varan er mjög auðveld í notkun og hafa allir meðlimir hópsins prófað vöruna með mjög góðum árangri. Hafið þið hugsað ykkur að setja hana á markað? Já, það bendir allt til þess. Við höfum fengið ótrúlega jákvæð viðbrögð gagnvart þessari hug- mynd. Síminn hefur ekki stoppað frá þvf að við kynntum vöruna 12. desember síðastliðinn, bæði frá tilvonandi neytendum og eins aðilum sem vilja fræðast og vita meira um vöruna. Hvað heitir varan? Þar sem þetta er alþjóðlegur kúrs ákváðum við að markaðsetja vöruna í Bretlandi. Því vildum við finna eitthvað gott nafn sem mundi virka hvar sem er í hinum vestræna heimi. Nafnið á vör- unni er Uturn og slagorðið„Express your private part" Er þetta vara sem yrði seld í kynlífsbúðum? Nei, alls ekki. Varan er á engan hátt tengd klámi og á þvf engan veginn heima í hillum kynlífsbúða. Þvert á móti er þetta algjörlega heilbrigð og eðlileg vara, sem hægt er að kaupa til dæmis í apótekum og búðum sem höfða til ungra kvenna. Haldiði að sé markaður fyrir vöruna ykkar? Það er þekkt staðreynd að ungar konur í dag raka sig að neðan.Til þess að fá þessa vitneskju staðfesta sendum við út óformlega skoð- anakönnun. 124 konur svöruðu könnuninni og voru niðurstöðurnar okkur mjög hagstæðar. 94% þeirra sem svöruðu, höfðu rakað sig að neðan og 84% voru æstar í að eignast Uturn „kittið"! Einnig var mjög skemmtilegt að sjá hvaða mynstur vöktu mesta lukku, en þar átti „Playboy" kanínan vinninginn en hjartað kom þó einnig sterkt inn.Með þessari vöru myndum við gefa stelpum tækifæri á því að hanna það svæði sem er talið er mest spennandi og leyndardómsfullt. Þetta yrði ný leið tili mm

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.