Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 11

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 11
NÁMSFLOKKAR REYKJAVIKUR Námsflokkar Reykjavíkur voru stofnaðir 10. febrúar 1939 og hefur markmið skólans ætíð verið að bjóða fram kennslu á þeim sviðum sem þörf er á hverju sinni. Skólinn hefur upp á margt að bjóða, allt frá frístundanámi upp í hefðbundið framhalds- skólanám. Námsflokkarnir eru staðsettir í Miðbæjarskóla við Fríkirkjuveg 1 og einnig hafa þeir aðsetur í Mjóddinni, Þöngla- bakka 4 og á hverju ári sækja um 3300 nemendur skólann á ári hverju. Starfsemin skiptist í 7 flokka: Almennt frjálst frístundanám Prófadeild Frístundanámið er ætlað þeim einstaklingur sem vilja læra eitthvað gagnlegt og skemmtilegt. Einstaka áfangar gætu nýst sem val áfangar (framhaldsskóla en fyrst og fremst er þetta skemmtun fyrir þann sem fer á námskeiðið. Glerlist: Þátttakendum er leiðbeint í glerskurði og samsetningu smáhluta s.s. skartgripa, kertakrúsa, mynda o.fl. Fatasaumur: Kennt er grunnsaumaskapur,að sníða og sauma eftir þeim. Einnig geta lengra komnir sótt námskeiðið og er þeim kennt í samræmi við það. Matreiðsla: Þetta er matreiðslunámskeið fyrir karlmenn eingöngu. Hér læra karlmenn undirstöðuatriði eldamennskunnar og ættu að bjarga sér nokkuð vel í eldhúsinu eftir þessa kennslu. Tvö námskeið eru í boði, fyrir byrjendur og framhaldsnámskeið fyr- ir þá sem sótt hafa fyrra námskeiðið. Leiðbeiningar í fjármálum: Þetta er nú námskeið sem ætti að vera á námskránni hjá framhaldsskólum. Hér er kennt hvernig komast eigi úr skuldum og koma jafnvægi á fjármálin. Farið er yfir hvernig á að bera sig að í samskiptum við fjármálin og einnig þau sem sjá um þau eins og banka og innheimtustofnanir. Þeir sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi geta sótt námskeið hjá Náms- flokkunum og náð upp því sem uppá vantar. Kennt er í grunnfögunum fjórum íslensku, dönsku, stærðfræði og ensku. Einnig er hægt að taka áfanga af félagsliðabraut, sjúkraliðabraut og nuddbraut. Splunkuný spennandi braut er félagsliðabrautin, hún hófst síðastliðið haust og er ætluð fólki sem vill vinna við umönnun aldraðra og fatl- aðra, á stofnunum eða (heimahúsum. fslenska fyrir útlendinga Ein stærsta deild Námsflokkanna er íslenska fyrir útlendinga. Þar geta útlendingar fengið (slenskukennslu og er boðið upp á námskeiðin þris- var á ári. Námskeiðagjöldum er haldið í lágmarki og mörg stéttarfélög greiða niður kostnað fyrir starfsmenn sína. Aðsókn að námskeiðunum hefur aukist mjög á þessu vormisseri vegna nýrra laga um búseturétt útlendinga. Vinnumarkaðsfræðsla (aldafjórðung hafa Námsflokkarnir og Efling (áður Sókn) haldið uppi vinnumarkaðsfræðslu fyrir ófaglært starfsfólk. Fræðslan hefur eflst ár frá ári og af henni er sprottið diplómanám hjá Kennaraháskóla (slands sem er fyrir starfsfólk leikskóla og félagsliðanám í prófadeildum fram- haldsskólanna og Námsflokkum Fteykjavíkur. Hugfræði: Mannleg samskipti og sjálfsefling er tekið fyrir ( þessum áfanga. Þetta er eitthvað sem allir ættu að hafa gott af að læra. Auk- ið sjálfstraust er gott fyrir hvern sem er. Listasaga: Nemendum er veitt innsýn inn ( heim listaverkanna. Fjallað er um helstu tímabil listasögunnar frá upphafi myndgerðar fram á okkar daga. Skopmyndateikning: Einkar áhugavert námskeið þar sem kennd er tæknin (skopmyndateikningu. Allir sem hafa áhuga á teikningu ættu að hafa áhuga á þessu námskeiði. Húsgagnaviðgerðir: Gert er upp gömul húsgögn og er þetta snið- ugt fyrir þá sem hafa áhuga á smíðum eða vilja eingöngu gera upp húsgagn á heimilinu. Tungumálanám: Það er boðið upp á ítölsku, tékknesku, tailensku, spænsku og önnur algeng tungumál. Enska, danska og sænska eru kenndar fyrir fólk sem vill æfa sig í munnnlegum æfingum, ná góðum tökum á tungumálinu og gert sig skiljanlega við innfædda. Sérkennsla í lestri og skrift Þeir sem eiga við lestrarerfiðleika (dyslex(u) að stríða geta leitað til Námsflokkanna og fengið aðstoð. Það er veitt ráðgjöf og einnig fer fram lestrar- og skriftarkennsla í einkatímum. Kennt er alla virka daga. Fræðsla fyrir atvinnulausa Hér blandast saman fræðsla, starfsnám og vinnuþjálfun. Námskeiðið byggir á því að nemendur læra betur að takast á við ýmis verkefni þan- nig að það opni þeim möguleika í atvinnulífinu. Skokk-hópur Skokkað er frá Austurbæjarskóla og í byrjun hvers tíma eru upphitun- ar- og teygjuæfingar og í lokin er strekkt á hverjum vöðva. Holl og góð æfing og einstaklega ódýr líkamsrækt. Hentugt fyrir þá sem eru að spara. Markmið Námsflokkanna er að koma til móts við sem flesta og ná til þeirra sem eru komnir á eftir í námi eða vilja auka við sig þekkingu á hinum ýmsu sviðum. Hingað til hefur tekist vel til og æ fleiri stunda nám hjá þeim ár hvert.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.