Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 13

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 13
 rara mmm - leikkona textirSteinunn myndir:Atli Þórunn Clausen er ung og upprennandi leikkona sem hefur haft í nógu að snúast síðan hún lauk námi fyrir tveimur árum. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum eins og Syngjandi rign- ingunni, Rauðhettu, Lykli um hálsinn, Saga of Guðríður og nú í Dýrlingagenginu,sem sýnt er í Listasafni Reykjavíkur,og Le sing á Broadway. fluk þess að leika syngur hún í brúðkaupum, árshá- tíðum, afmælum og öðrum uppákomum og kennir krökkum í grunnskólum leiklist. Ég mælti mér mót við Þórunni á kaffihúsi og fékk að leggja fyrir hana fáeinar spurningar um leikferilinn og lífið fyrir utan leikhúsið. Hvenær kviknaði áhuginn á leiklist og hefur leikhúslífið verið eins og þú bjóst við? Þegar ég var barn sá ég Ragnheiði systur mína leika ( Herranótt og þá fór mér að finnast þetta leikhúslíf mjög spennandi, en ég var feimin við að leika og syngja og þorði aldrei að gera neitt sjálf. Það var ekki fyrr en ég byrjaði í Versló að ég steig á svið og tók þar þátt í leikritum og söngleikjum. Ég fór svo út til London að læra leiklist og útskrifaðist þaðan í janúar 2001. Stundum væri ég til í að vera ennþá í leiklistarskólan- um.Dagurinn byrjaði alltaf á jógatímum og svo voru tímarnir hver öðrum skemmtilegri alveg fram á kvöld. Leikarastarfið er l(ka algjör draumur, en mjög krefjandi. Maður gefur oft svo mikið af sér á sýningum að maður er alveg búinn þegar maður kemur heim á kvöldin. Stundum eru til dæmis fimm til sex sýningar á viku, en mér finnst líka skemmtilegast að hafa nóg að gera. að ég hafi átt mjög erfitt hingað til.en margir sem læra úti fá Ktið að gera. Svo gleymist líka oft að nefna þá sem lærðu úti og eru nú meðal ástsælustu leikara þjóðarinnar,eins og Gunnar Eyjólfsson, Stefán Jónsson, Steinunn ÓKna og Þórunn Lárus- dóttir. En það er að vissu leyti auðveldara fyrir krakka úr Leiklistarskóla (slands að því leyti að allir helstu leikstjórar og leikhússtjór- ar landsins fara á sýningar hjá þeim, alveg frá því á fyrsta ári. Ég held samt að það hafi bara verið gott fyrir mig að fá að fara út og þroskast í þessi þrjú ár og koma svo heim. Hef reyndar alltaf verið hálfpartinn á leiðinni út aftur, en mér líður mjög vel hérna núna. þar sem gestirnir taka á vissan hátt stóran þátt í sýningunni hafa áhorfendur mikil áhrif á hvað við gerum hverju sinni. Það gerist eitthvað skemmtilegt og mismunandi á hverri sýningu og við syngjum lög sem allir þekkja. Sumir gestir fara að leika á móti, aðrir láta sér nægja að dansa og syngja með okkur, en alltaf er svaka mikið stuð. Þú virðist hafa haft nóg að gera og Hver eru helstu verkefni þín um ótrúlega mikil gróska er í leikhús- Það hefur verið talað um hvað það sé rosalega erfitt að komast inn í Leiklistarskólann og valið oft mjög ósanngjarnt. Er þetta bara ein stór klíka sem ræður? Það er vissulega alltaf verið að tala um að þetta sé klíka, að það séu bara leikarabörn sem komast inn, en kannski er ástæðan bara sú að þau eru aðeins ófeimnari og van- ari leikhúslífinu en við hin. Ég sótti um, en komst ekki inn og fór því út til London að læra. Þegar ég sótti um var ég svo feimin að ég var í einu orði sagt, léleg. Ég skammað- ist mín svo fyrir að vera að gera það sem ég var að gera. Það er ekki fyrr en maður nær því stigi að geta verið óhræddur og hellt sér út í þetta að það kemur í Ijós hvort mað- ur hefur hæfileika eða ekki. Þessir krakkar eru sumbara tilbúnari í það held ég. Nú fórst þú utan til náms en snerir aftur heim að því loknu. Er ekki auðveldara fyrir þá sem hafa verið að læra hér heima að fá vinnu? Ég ætlaði að vera úti í London en bauðst tækifæri til að koma heim og leika í Syngj- andi rigningunni í Þjóðleikhúsinu. Ég er búin að vera að vinna alveg stanslaust frá því að ég kom heim þannig að ég get ekki sagt þessar mundir? Ég er að taka þátt í tveimur sýningum. Ann- ars vegar Dýrlingagenginu eftir Neil Labute sem sýnt er í Listasafni Reykjavíkur og hins vegar Le sing á Brodway. Þetta eru mjög ólík- ar sýningar. Dýrlingagengið er þrír einþátt- ------------*■ ungar þar sem allt snýst að mestu um text- ann sem er bæði magnaður og óhuggnalegur. Sýningin vekur fólk til umhugs- unar, um ógeðið sem býr í mann- skepnunni og um það hvernig fólk r é 111 æ t i r fyrir sér illsk- una ( sjálfum sér. Sýningin hefur verið mjög vel sótt og við stefnum að nokkrum aukasýningum nú (febrúar. Le sing er sýning af allt öðrum toga og er með skemmtilegri sýningum sem ég hef tekið þátt í. Við erum sex (sýningunni og leikum þjóna sem eru ekki beinltnis eins og eðlilegir þjónar ættu að vera. Við berum fram matinn, syngjum og dönsum og grínumst ( fólkinu sem er að borða. Þetta er spunasýning, textinn er __ ekkiákveðinnfyr- irfram og SÝNINGIN VEKUR FÓLK TIL UMHUGSUNAR,UM ÓGEÐIÐ SEM BÝR í MANNSKEPNUNNI lífinu. Hvað er helst framundan hjá þér? Le sing heldur áfram og verður jafnvel (sumar og það er líka að koma út geisladiskur með flestum lögunum úrsýningunni.ísumarverð- ur allt á fullu í Skemmtihúsinu -*------------- og þar verð ég aftur að leika einleikinn The Saga of Guðrlður og ( tveimur öðrum verkum eftir Brynju Bene- diktsdóttur og Súsönnu Svavarsdóttur um Guðrúnu Ósvífursdóttur og Vestur- fara þannig að ég hef ýmislegt að gera fram á haust. Er eitthvað eitt verkefni sem stendur upp úr á ferlinum? Auðvitað finnast manni þær sýningar sem maður er í á hverri stundu alltaf skemmti- legastar sem er auðvitað dæmigert svar við svona spurningu. En ef ég ætti að vera alveg hreinskilin þá er það sem stendur helst upp úr íslenskt leikrit sem var sýnt (Vesturporti og heitir Lykill um hálsinn eftir Agnar Jón. Það var alveg sérstaklega skemmtilegt verkefni og ég lék frábæra persónu sem var mjög vel skrifuð og ólík sjálfri mér. Það er reyndar verið að vinna ákveðið verkefni í tengslum við þetta leikrit sem er mjög spennandi en á þessu stigi málsins er ekki hægt að ræða það frekar. Það kemur bara í Ijós fljótlega. Það var einnig mjög gaman að leika einleikinn The Saga of Guðríður í Skemmtihúsinu. Það var gaman að fá að leika á ensku aftur og einnig að takast á við einleik svona Þú hefur sjálfsagt lítinn frítíma en allir verða að slappa af öðru hvoru. Hvað gerirðu helst til að hvíla þig á leikhúsinu? Það er ekki mikill frítími og t.d.ekki hægt að skipuleggja sumarft langt fram í tímann. Ég er með mikinn áhuga á hestamennsku og er loksins að fá tækifæri til að stunda hana að einhverju ráði og ætla því að demba mér út ( það, ég nota hvert tækifæri til að fara á bak. Stefnirðu á hvíta tjaldið? Ég kom nú aðeins fyrir í Maður eins og ég, en ef fólk hefur blikkað þá hefur það líkleg- ast misst af mér, þannig að ég verð endilega að fá að prófa þetta aftur. (Blikk, blikk) Áttu þér einhverja ákveðna fyrir- mynd í hópi leikkvenna? Nei, ég get eiginlega ekki sagt það. Það eru til svo margar góðar leikkonur. En af (slenskum leikkonum gæti ég að öðrum ólöstuðum nefnt Margréti Helgu Jóhanns- dóttur og Kristbjörgu Kjeld, þæreru einstak- ar leikkonur. Hvað er það mikilvægasta sem þú hefur lært á lífsleiðinni? Ég hugsa að það sé að lífið er styttra en mað- ur heldur. Það sem skiptir mestu máli er að vera góður við þá sem eru í kringum mann og vera í kringum fólk sem manni líður vel með. Maður á að rækta vináttu, fjölskyldu og ást. Það skiptir líka miklu máli að vera kátur, taka hlutunum með gleði. Maður á mikinn þátt í að skapa eigin hamingju sjálfur. Áttu einhver góð ráð handa þeim sem vilja stefna á leiklistarnám? Ég held að það sem skipti mestu máli þegar maður er að sækja um í leiklistarskóla sé að hafa trú á sjálfum sér, því af hverju eiga þeir sem eru í dómnefnd að hafa trú á þér ef þú hefur hana ekki sjálf. Þetta held ég eigi við um margt (lífinu. Maður verður að hafa trú á sjálfum sér og ekki alltaf hafa áhyggjur af þv( hvað öðrum finnst. snemma. ■I

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.