Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 14

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 14
SM Þú færð 60.000 kr útborgaðar, þú.... a) eyðir þeim öllum á fyrstu þrem dögunum í föt, skyndiþita og áfengi. b) þú eyðir hluta af þeim en passar þig á því að eiga nóg til að geta lifað út mánuðinn. c) þú eyðir ekki krónu heldur leggur þau öll inn á sparireikning.... lifir á engu eða öðrum. Þú ferð í utanlandsferð... a) einu sinni á ári þegar þú hefur safnað þér fyrir henni, ef þú hefur efni á því. b) allavega tvisvar á ári... sólarlandaferð og verslunarferð.. algjört möst. c) bruðl, bruðl, bruðl.... ísland er fallegasta og besta land í heimi.. þú ferð í nauthólsvíkina til að sleikja sólina.... meina þetta er nú sama sólin. Vinkona þín á afmæli og það er búið að ákveða að fara út að borða. Það ætla allir vinirnir að fara en þú átt ekki pening, þú.... Þegar þú ert búin að drekka úr flösku eða dós þá... a) tekur þetta á visa og kaupir þér allt sem þig langar til_borgar bara seinna. b) þú ferð ekki með... glætan að þú eyðir peningum í svona rugl þú getur alveg eins borðað heima og hitt þau seinna! c) reddar þér smá pening og ferð með en borðar ekki aðalrétt heldur færð þér bara forrétt... sleppir ekki góðri skemmtun vegna peningaleysis. a) hendir þú henni... þú þolir ekki þetta drasl sem fylgir þeim, svo ekki sé talað um lyktina. b) þú safnar þeim saman og ferð með þær í endurvinnslu... alltaf að græða. c) þú safnar þeim og endurvinnur, líka dagblöðum og öllu sem hægt er að end- urvinna.... save the planet... peningarnir eru bara bónus. Jólin eru búin og þú hefur bætt á þig. Þig langar til að grennast aftur,þú... a) kaupir þér sundkort og ferð í göngutúr, reynir að borða hollan mat. b) hættir að borða, þannig spara ég bæði pening, grennist hratt og það besta,þarf ekki að hreyfa mig neitt. c) kaupi mér íþróttaföt og kort í Planet Reykjavík, ræð mér einkaþjálfara og gefst síðan upp eftir viku. Þú ert búinn að vera á fullu í allan dag og ert orðin mjög svöng.... a) þú kaupir þér skyndibitamat...fljótt og gott b) þú ferð í mat hjá mömmu og pabba eða einhverjum sem getur gefið þér frítt að borða og þar sem þú þarft ekkert að hafa fyrir því. c) þú ferð út í búð og kaupir þér eitthvað ódýrt og eldar það. Gamall bankareiningur finnst sem gamla frænka þín hefur verið að saf na fyrir þig frá því þú fæddist. Þetta eru miklir peningar sem þú áttir ekki von á,þú.... a) leggur þá alla fyrir og hreyfir aldrei við þeim fyrr en börnin þín erfa þá. b) ferð til útlanda, kaupir þér bíl, heldur partý og lætur stækka á þér brjóst- in... og ert ekkert smá ánægð. c) leggur inn fyrir útborgun í íbúð eða framhaldsnámi.... leyfi mér að eyða hluta af þessu. Sumarið er búið og skólinn er að byrja, þú átt engar bækur, þú ••• a) kaupir þér bókasafnsskírteini og leigir þær sem þú getur og færð afgang- inn lánaðan... færð síðan lánuð blöð og penna út alla önnina. b) kaupir þér allt nýtt... það er vonlaust að vera með eitthvað gamalt útkrot- að drasl. c) ferð á skiptibókamarkað... reyni að redda mér afgangnum eins ódýrt og ég get.... splæsi í stílabækur og penna. Það sem skiptir mestu máli ef þú ætlar að eignast peninga er að.. a) finna sér nógu ríkan kall... lang auðveldasta leiðin og er alveg skotheld. b) fá góða menntun.... mennt er máttur... máttur eru peningar. c) vera sniðug og grípa tækifærin þegar þau gefast... þú verður að koma þér áfram sjálf... þetta er harður heimur. Þegar þú kaupir þér föt þá... a) kaupir þú bara merkjavöru... það eru bæði flottustu fötin og þau endast lengst. Fötin skapa manninn. b) þér er alveg sama ( hvaða merki þú gengur (... bara svo lengi sem verðið er sanngjarnt og þér finnst þau fiott. c) föt... til hvers að kaupa föt þegar þú getur fengið gömul föt af mömmu og pabba eða vinkonunum... bruðl. Þú ert nirfill ekki sparsöm. Þú verður að leyfa þér eitthvað. Lífið er ekki til þess gert að hrúga saman peningum, læsa þá inni og verða að Jóakim aðalönd. Þá áttu aldrei eftir að geta notið lífsins. Þú þarft ekki að kaupa það dýrasta eða splæsa ( allt sem hugurinn girnist. Farðu út með vinum þínum þegar þeir fara út að borða og kauptu þér fordrykk, þá ertu allaveganna með. Drífðu þig til útlanda, vertu bara nógu lengi að velja rétta farið og fá tilboðsmiða, þú gætir meira að segja lent á tveir fyrir einn tilboði og komið besta vini þínum á óvart og boðið honum með...Ég lofa að hann verður hissa og þú værir kannski bara að borga fyrir öll skiptin sem hann hefur splæst á þig... Þú ert alger meðalmanneskja varðandi pen- inga og það er viss heiður. Það er erfitt að vera innan þessa skala því flestir eru mjög ýktir í peningamálum. Þú kannt að spara og ert klár í því. Þú kannt að spara þegar þú átt ekki pen- inga en ert til í að splæsa á þig þegar þú hefur efni á því. Þú getur splæst á aðra án þess að fá samviskubit yfir peningunum sem þú varst að eyða og án þess að halda manneskjunni uppi allt kvöldið eins og eyðsluseggurinn gerir. Þú hefur góða stjórn á sjálfri þér. Þú ert að tapa þér í eyðslu. Þú hugsar ekki meir en mínútu fram í t(mann og verður ör- ugglega farin á hausinn fyrir þrítugt. Lærðu að fara aðeins betur með peninga, þeir eru verðmætir og ef maður safnar þeim er hægt að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir þá. Þú ert eyðsluseggur af Guðs náð, lestu síðuna hér við hliðina á, það gæti hjálpað...ef þér er viðbjargandi. SVÖR l (3 £ (q Z (e -oi l (3 £(q í(e '6 Z P e (q l (e ’8 Z(a i (q £(e ’L l (3 z (q E(e -9 i(q E(e 'S z(’ i (q E(e 'Þ l (3 £(q 2(e '£ Z (3 i(q E(e Z £ (3 z(q l(e 'L t

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.