Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 15

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 15
 E^ðirðu öllum laununum þínum á fyrsta útborgunardegi ? Eg var ung og vitlaus þegar góðærið skall á hér fyrir nokkrum árum. Ég gaf sjálfri mér yfirdráttarheimild í afmælisgjöf ef ég átti ekki pening, borðaði á American Style eða Nýja Kökuhúsinu í öll mái,fór út aðskemmta mér reglulega, hugsaði hvorki um útsölur eða Bónus heldur keypti það sem mig iangaði í hvað sem það kostaði. En svo kom verðbólgan... Skuldirnar komnar upp í max, verð á ÖLLU hækkaði og launin lækkuðu. Nú var komin tími til að fara að borga niður og það var sárt. Það er miklu meira freistandi að leggja smá í skuldir og eyða afgangnum í sjálfa sig. Það sem ég þó áttaði mig á um daginn var að það er hægt að spara.Maður þarf ekki að loka reikningnum og loka sig inni til að standast freistingarnar heldur hugsa um hvað pen- ingarnir eru að fara í og hvernig er hægt að sneiða niður kostnað.... Túrtappar - Álfabikar Álfabikarinn er tilvalinn. Hvað eyðir maður miklu í dömubindi og túrtappa mánaðar- lega??? Það er alveg hátt í 1000 krónur. Hér erum við komnar með vöru sem er fjölnota og kostar okkur 5.900 krónur til að byrja með en þá eru útgjöldin komin. Það er ein- nig þriggja mánaða skilafrestur ef þér líkar ekki varan og finnst hún ekki gefa góðan árangur.Álfabikarinn er hægt að panta inn á heimasíðunni: www.alfabikar.is Vodkií vatn Þetta hljómar ekki vel en trúðu mér þetta er ekki jafn vont og þú heldur.Til þess að þú lít- ir ekki út eins og róni þá biður þú barþjónin um, einfaldan vodka með mikið af klökum og sítrónum og fylla upp með vatni. Besta er að þetta kostar bara 400kr. En ég mæli með ein- földum því tvöfaldur er ekki mjög góður. Síð- an er rúsínan í pysuendanum sú að þú vaknar ekki þunnur því þú ert búinn að innbyrða svo mikið af vatni. Fatainnkaup Það er hægt að sauma sér sjálfur, oftast er maður bara of latur og kemur sér aldrei að því. Litir & Föndur er tilvalin búð til þess að finna eitthvað sniðugt fyrir saumaskapinn. Ef þú hins vegar ert alveg hrikaleg saumakona og það kemur bara ekki til greina þá er alltaf hægt að fara í Kolaportið og Rauða Krossinn. Þar eru föt á mjög góðu verði. Einnig er hægt að kaupa hluta í tískubúðum og afganginn í ódýrari búðum og blanda saman, grafa upp eitthvað gamalt eða breyta því sem er ónothæft og liggur inn í skáp. Þú ert samt að spara... Líkamsrækt Sund er holl líkamsrækt, hún er ódýr, frísk- andi og maður finnur sundlaugar um alla borg. Sundlaug Kópavogs er einnig með líkamsræktarstöð þar sem árskortið er á mjög góðu verði.Ódýrasta líkamsræktin er samt að fara út í göngutúr og það brennir meir að fara út að labba en að hlaupa. Þrír klukkutímar á viku af göngu gæti bætt skapið og einnig komið línunum í gott lag. Hárgreiðsla Það kostar okkur 10.000 að fara í almenni- lega hárgreiðslu og litun. Þegar við erum orðnar háðar því eykst einnig fjöldi skipt- anna og ef við förum einu sinni í mánuði er þetta 120.000 á ári. Iðnskólinn býður upp á klippingu og litun á 1000 kall hjá nemun- um. Á ári yrði það 12.000 krónur. Tips: Jennifer aniston lætur hárið glóa með því að setja magnyl út í sjampóið.... Matur -Halda matarboð I staðinn fyrir að fara út að borða er hægt að slá saman í púkk nokkrir saman og elda heima. Uppvaskið tekur ekki það langan tíma ef allir leggjast á eitt og það er ekki þess virði að borga marga þúsundkalla fyrir það eitt að láta þjóna sér. Bíddu frek- ar þangað til einhver býður þér og hann borgar. w________________________ Hættu að hringja svona MIKIÐ Símareikningurinn er eitthvað sem er erfitt að ráða við. Allt sem maður sér ekki hvað maður er að eyða í virðist vera svo Ktið mál, en svo þegar reikningurinn kemur þá langar manni alltaf að skjóta sig í hausinn... Frelsi er tilvalið fyrir símaglaðar stelpur... Innkaup Bónus og Krónan eru mun ódýrari en allar aðr- ar matvörubúðir. Það munar mjög mikið um hvern þúsundkall þegar maður er að spara og ef maður gerir það að venju að versla þar verða þúsundkallarnir margir. Tips: Melabúðin er með tilboð á hverjum virk- um degi á einu hráefni og þará meðal er kjöt- fars, fiskfars, pizza, kjúklingur og fleira. Bensínkostnaður í staðinn fyrir að fara allt á bílnum notaðu þá lappirnar. Það eyðist mest af bensíni þeg- ar maður startar bílnum. Sjoppan er oftast í göngufæri frá heimilinu en samt tekur fólk bdinn. Göngutúr er líka heilmikill plús fyrir heilsunna (og þar er strax kominn sparnaður í ræktinni) Dýrast að skulda Það er dýrast að skulda peninga.Vextirnir eru svo miklar að þegar maður fer að reikna dæm- ið til enda fær maður hausverk.Ef maður skuld- ar 500.000 krónur (yfirdrátt eða skuldabréf þá eru ársvextir af þv( 65-75.000 krónur. Þetta er nú frekar há tala og þetta erum við að borga fyrir að fá lánaða peninga. Visa og Eurocard lán eru síðan enn dýrari. Það væri nú skemmti- legra að eyða peningunum (annað. Varasalvi - Vaselín Varasalvar eru dýrir þegar maður er orðinn háður þeim og þarf að kaupa nýjan á viku fresti því maður týnir þeim alltaf...Vaselín kostar bara 169 krónur minnsta dollan. Þú getur heldur ekki týnt því, því meir að segja minnsta dollan er of stór. Hvað græðirðu mikið á að spara??? Til eru margar sparnaðarleiðir í dag en vextirnir sem bankar eru að bjóða upp á eru mjög misjafnir og allt frá 0,15% upp f 5,2% eftir þv( hvað þú lánar peningana þína lengi. Ef þú bindur peningana t.d. í fimm ár þá færðu bestu mögulega vexti ((slandsbanki), leggur inn 10.000 á mán- uði þá ertu komin með 700.000 eftir 5 ár.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.