Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 18

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 18
Vatnsberinn (20.jan - 18.feb) Frelsi er lykilorð vatnsberans og slepptu því fram af þér beislinu. Sérviska virðist eiga við þig þegar kynlifið er annars vegar, en það er bara af hinu góða því að þú birt- ist hér sem sérstök blanda af nýjungagirni, mikilli innlifiun og íhaldsömum hefðum. Stundum fer hugarflug þitt á fullt í miðjum ástarleikjum og þú verður annars hugar. Fá- læti þitt og ótti við viðkvæmni virðast oft senda huga þinn á flug um allt önnur mál þegar ástarleikurinn stendur yfir en á sama tíma reynir þú að hafa fulla stjórn á ástríð- um þínum og hleypir þeim ekki upp fyrir viss mörk. Þú ættir að hætta því og njóta til fulls. Þú hefur djúpstæða þörf fyrir ást og væntumþykju og þú unir þér eingöngu vel við mikla nálægð. Þú þarft að læra að biðja stöðugt um ástaratlot og ekki síður að njóta stundarinnar að fullu. Elskhugi þinn má ekki vera hræddur við að gera tilraunir með þér því þú setur þér háleit markmið þegar sambönd eru annars vegar. Þegar stjarna þín er skoðuð kemur fram góðviljað- ur harðstjóri. Þú virðist ósköp hæglát/ur en rómantíkin skipar sannarlega veigamikinn sess í lífi þínu. Fólk eins og þú ætti ekki að halda aftur af sér því það er sannarlega þess vert að vera elskað. Fiskarnir (19.feb - 20.mars) Sameining ásta og kynlífs með manneskju sem þú elskar er jafnvægi og ekki síður hreinleiki í þínum huga. Þú ólgar innra með þér en hefur á sama tíma mjög mikla þörf fyrir sjálfstæði, metnað.árangur og við- urkenningu. Kynhvöt þín gengur í bylgjum því stundum missir þú áhugann á kynlífi og öllu sem tengist nánum tengslum Aðra daga birtist þú hinsvegar eggjandi, óseðjanleg(ur) og vissulega tilbúin(n) fyr- ir snertingu og umhyggju. Þú birtist hér áköf/ákafur við að skilja eðli og merkingu kynlífs og það geislar af þér sjálfsöryggi og reisn á sama tíma og fegurðarskyn þitt er nógu gott til að þú megir treysta því. Við fyrstu kynni ert þú jafnvel hlédræg/ur sök- um reynslu þinnar en þú ert fljót(ur) að læra og aðlagast því sem veitir þér vellíðan en lætur allt of oft undan kröfum elskhuga þíns. Hrúturinn (21.mars - 19.apríl) Hrúturinn hefur dálæti af fjölbreytni og er geysilegur nautnaseggur. Þú nálgast kynlíf- ið eins og tilveru þína á hvatvísan og kapps- fullan hátt og ert ástríðufull, hégómagjörn, erótísk, rómantísk og oft á tíðum flókin kyn- vera. Þú eltir regnbogann og ert fær um að slaka vel á þegar rúmið er annars vegar því að þú lætur heiminn snúast alla daga við leik og störf. Eðlilegasti tíminn til að njóta kynlífs fyrir þig er án efa um miðja nótt því þá ert þú móttækileg/ur og auðvelt er að æsa þig. Þú ert gefandi þegar sönn ástin umlykur þig og ert fær um að mynda já- kvæðan samhljóM samhliða þeim sem þú elskarog þráir.Þú læturyfirleitt undan með fagran glampa í augum og ert heillandi, en á sama tíma ert þú ein(n) af þeim sem kýst að elska með hægðinni ef svo má að orði komast. Þú ert fær um að kalla fram næmi þína og tilfinningaflæði ef og þegar þú finn- ur mjög næman elskhuga sem kallar fram það besta innra með þér. SpémaðyrJs ► Þetta er ekki grín!!! Jay Leno er svo hræddur um að verða gjaldþrota að hann þorir ekki að eyða eyri af þeim 115 milljón dollurum sem hann hefur unnið sér inn fyrir The Tonight Show. Jay og kona hans Mavis, lifa einungis á þeim tekjum sem hann fær fyrir uppistöndin sem hann gerir á hverju ári. Hann segir að besta ráðið sé að eiga tekjurnar úr skemmtanabransanum en lifa venju- legu lífi.Vert er þó að taka fram að hann fær rúmlega 100.000 dollara fyrir hvert uppistand og eru samanlagðar tekjur hans því í kringum 20 milljón dollara á ári. Hin átján ára Lavigne er nú farin að sýna á sér hlið sem ekki er talin sæma stúlku á hennar aldri. Vitni segist hafa séð hana í annarlegu ástandi inni á skemmtistað þar sem hún sat í kjöltunni á einhverjum gaur. Sjónarvottar segja að þau hafi verið komin á það stig að þau ættu að leigja sér herbergi og hlífa öðrum við áhorfi. Eftir að á leið kvöldið varð Lavringe ennþá villtari, en enginn veit hvernig hvöldið endaði. xu rm- > fbHr- f ■ W-f i í a ! í i > Tvö stærstu módel heims eru ekki lengur röltandi um London í óléttu tísk- unni. Claudia Shiffer eignaðist„ótrúlega fallegan"strák í síðustu viku og er komin heim með litla drenginn sinn, Caspar, ásamt manni sínum, breska kvikmynda- framleiðandanum Matthew Vaughn.„Að hitta Matthew og eiga Caspar eru mikil- vægustu atburðir lífs míns"er haft eftir henni.„Caspar er ótrúlega fallegur og ég gæti ekki verið hamingjusamari" Á öðru sjúkrahúsi í London losnaði Elle Macpherson við bumbuna og fæddi son. Hann heitir Aurelius Cy Andrea og fæddist á þriðjudag og er það annað barn þeirra Macpherson, 39, og swiss- neska kærastans Arpad Busson. Al Pacino gæti verið að takast á við sitt stærsta fjölskylduvandamál síðan „Godfather" þrdeikinn. Hann er búinn að stefna kærustu sinni til þriggja ára, leikkonunni Beverly D'Angelo, vegna forræðisdeilna yfir tveggja ára tvíbur- um sínum. Pacino vill aukið forræði yfir börnunum tveimur, Oliviu Rose og Ant- on James, eða fullt forræði samkvæmt fréttum Vestanhafs. Málið átti að fara fyrir dóm í fyrradag en var seinkað til 24. febrúar næstkomandi. D'Angelo eignaðist tvíburana þegar hún var 46 og Pacino 60 ára. fi Ben Affleck á ekki sjö dagana sæla og gerir fyrrum meðleikari hans úr Arma- geddon gys að honum fyrir að vera með Jennifer Lopez.„Ég stríði honum á þessu á hverjum degi," segir Michael Clarke Duncan.„Ég meina, í alvörunni! Þú labb- ar inn í matarbúð og sérð einn af vinum þínum labba út af pizzastað með Jenni- fer Lopez. Það er bara fyndið að lesa um að hann fari út með henni. Ég vissi ekki að hann hefði það mikla persónutöfra. Ég sé hann bara sem hálf kjánalegan gæja." Duncan segir einnig að búið sé aðákveða brúðkaupsdaginn,spennandi verður að fylgjast með því. \\\ Viðtalið, þar sem Michael Jackson viðurkennir að hann sofi ennþá hjá strákum, hefur hjálpað plötusölunni hans alveg glfurlega. Sala á „Thriller" jókst um 500% og„HIStory" um 1000% í HMV plötubúðunum í Bretlandi sam- kvæmt nýustu fréttum.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.