Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 26

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 26
Sadó masó er kynlífsathöfn sem venjulegt fólk flokkar sem afbrigðilega kynlífshegð- un. En hvar mörkin liggja varðandi afbrigðileika eru mörgum óljós og því erfitt að dæma um það. Fyrr á öldum var til dæmis kynlíf utan hjónabands fordæmt og ýmsar at- hafnir utan trúboðastellingarinnar taldar afbrigðilegar.Langanir og hvatir einstaklinga eru mismunandi t kynlífi, það sem einum þykir gott getur öðrum þótt vont, því öll erum við misjöfn eins og við erum mörg. Sadismi og masókismi kom fyrst fram á sautjándu og átj- ándu öld. Sadismi er þegar einstaklingur fær kynferðis- lega útrás í því að pinta aðra manneskju. Orðið er dregið af markgreifanum Marquis de Sade sem skrifaði bækur um þá kynferðislegu ánægju sína sem fælist í að pína og kvelja aðra.Leopold von Sacher-Masoch var barónn og skrifaði hann bók þar sem sögupersónan lætur herskáa konu niðurlægja sig og ráða yfir sér. Við þetta fær sögu- persónan kynferðislega fullnægingu og af nafni hans er orðið masókismi dregið, sá sem fær kynferðislega útrás af því að vera pyntaður og niðurlægður. (dag eru þessar kynlífsathafnir kallaðar BDSM og er lykilatriðið á bakvið skamm- stöfunina að athöfnin sé Safe, Sane og Consensual eða örugg, meðvituð og sam- þykkt. Það aðgreinir „leikina" frá ofbeldi. BDSM samanstendur af þremur skammstöfunum: Frá þessum tímum hefur þó þessi nautn sem betur þróast fer því ekki er annað hægt en að flokka de Sade og Sacher-Masoch sem afbrigði- lega einstaklinga. De Sade varði flestum sínum árum í fangelsi þar sem hann var handtekinn hvað eftir annað fyrir kynferðislegar misþyrm- ingar gagnvart konum og enn þykir mörgum bækur hans alltof grófar til að vera gefnar út. B & D, (á ensku Bondage and dicipline). Þessi skammstöfun er notuð til að lýsa erótískum aga og þræls/drottnara (myndunarleikjum. D & S, (á ensku Dominance and submission). Erótískir leikir sem snúast um vald og traust, þeir tak- markast við svið ímyndunarinnar og geta verið algjörlega án Kkamlegrar snertingar. S & M, (á ensku Sadism and masochism). Aðallega erótfskar athafnir sem snúast um að valda og verða fyrir sársauka og nautn. Eins og sést á þessu er sársauki ekki undirstöðuatriði allra BDSM leikja. Það eru alls ekki allir áhugamenn um BDSM sem stunda leiki út af sársaukanum.Það sem aðskilur þessa leiki frá öðrum erótískum athöfnum er valdið. Annað hvort að hafa vald yfir hinum eða vera sjálfur ofurseldur valdinu. Herra eða ambátt. Oftast skiptast pör á hlutverkum. Einn aðilinn er alvaldur en hinn er valda- laus og það er kikkið sem áhugamenn sadó-masó fá út úr þessu. Með viðkomu félaga um heim allan sem viðurkennt hafa hneigð sína til sadó-masó hafa mörk þeirra sem stunda þetta verið gerð mun skýrari en áður. Fólk sem stundar BDSM fordæmir barna- og dýraklám á sama hátt og hinn heiðviðri borgari og vill það stunda öruggt, meðvit- að og samþykkt kynlff þó svo að almenningi þyki erfitt að ímynda sér að pyntingar geti verið samþykktarog hættulausar. Á síðustu árum hefur aukin umræða um sadó-masó leitt til þess að fleiri og fleiri koma„út úr skápnum"eins og það kallast þegar einstaklingur viðurkennir kynhneigð sína.Samt sem áður eru enn gífurlegir fordómar hjá okkur flestum I garð þessa fólks sem stafar líklega af skorti á þekkingu á viðfangsefninu. Kannski langar okkur heldur ekki til að vita neitt um þessar athafnir, við hræðumst ef til vill okkar eigin langanir og hugsanir. Við höfum talið okkur trú um að hér sé um ofbeldi og niðurlægingu á konum að ræða. Eða þá að fólk sem stundar sadó-masó sé sama fólkið og sækir (barnaklám og annan öfuguggahátt. Okkur lék forvitni á að heyra í fólki sem stundar kynlíf af þessum toga og höfð- um samband við formann félagsins sem svaraði nokkrum spurningum okkar. Hvenær uppgötvaðirðu kynhneigð þína, ef ég má kalla bdsm kynhneigð? Þegar ég áttaði mig á því að bindileikir og pyntingar örvuðu mig kynferðislega. Það er samt langt síðan og þá fannst mér ég vera einn í þessu og væri kannski eitthvað hálf afbrigðilegur. Þegar ég varð eldri og komst í samband við fólk sem hafði ánægju af bdsm og fór að lesa mér til um þetta sá ég að það var fullt af öðru fólki sem stundar þetta. Þið eruð með samkomur mánaðarlega, hvað fer fram á þeim og í samkvæmun- um sem eru einnig haldin á vegum bdsm? Já við erum með samkomur mánaðarlega fyrir meðlimi félagsins. Þar er tekið fyrir eitthvert ákveðið þema og haldinn fyrir- lestur um það. Á þriggja mánaða fresti er haldinn fundur fyrir gesti og þá er öllum velkomið að mæta. Við höldum einnig partý við og við þar sem við komum nokkur saman,fáum okk- ur vín og spjöllum. ( partýunum er fólki frjálst að fara í BDSM leiki. Er einhver sérstök sadó-masó menning hérlendis? Það eru voðalega fáir sem eru virkir meðlim- ir félagsins enda stundar fólk mestmegnis bdsm í heimahúsum með maka.Við vonumst til að hópurinn stækki en það er mjög erfitt fyrir fólk að opinbera sig vegna fordóma. Fordómarnir hafa þá stafað af upplýs- ingaskorti og þeirri hugmynd að bdsm gangi út á pyntingar og að láta pynta sig, eru það rangar upplýsingar? Já, BDSM snýst ekki um að neyða fólk til eins né neins og hefur umfjöllunin um pyntingar og sársauka verið of mikil. Fólk þolir mismik- inn sársauka og það er aldrei farið yfir þau mörk sem einstaklingur þolir. Það er einnig mun meira af fólki sem stundar BDSM sem hallast að bindileikjum frekar en pyntingum og þá hjá pörum sem eru að krydda kynlífið með því að binda hvort annað. Það sem er þó mikilvægast í þessum leikjum er að fólk stundi þetta með einhverjum sem það treystir. Fólk myndar þol gegn sársauka, hann dempast við hvert skipti og því þarf að fara varlega til að byrja með. Einnig þolir fólk meiri sársauka við örvun og BDSM snýst ekki um að meiða heldur fær fólkið sem stund- ar þetta örvun við meiðingu, en þolir jafnframt mismiklar meiðingar. Það sem hefur jafnframt komið óorði á BDSM er að þegar þetta var fyrst að koma fram í dagsljósið og fólk var að skrá sig inn á einkamálsíður og leita að félaga gegnum netið, var til fólk sem nýtti sér það til að stunda ofbeldisverk. Dæmi voru um að konur sem voru undirlægar lentu í mönnum sem voru komnir til að fullnægja hvötum sem eru afbrigðilegar og snúast um að pynta einstaklinga án þeirra samþykkis. Þetta er eitthvað sem meðlimir okkar gera ekki en auðvitað er til„bilað"fólk alls- staðar, menn og konur sem gefa sig út fyrir að stunda örugga, meðvitaða og samþykka BDSM „leiki" en gera það ekki. Konur hafa einnig ekki verið sáttar við hlut- verk sín í BDSM leikjum, það að vera undir- lægja karlmanns setur kvenbaráttuna aftur um tugi ára. En eru það bara konur sem eru undirlægjur? Nei, alls ekki. Algengara er að karlmenn vilji vera undirlægjur heldur en konur. Það er líka persónubundið hverju þú hallast að. Að vera drottnari er mjög erfitt, þú þarft að stjórna ferðinni og halda uppi stemmningu allan leik- inn. Það er ekki fyrir hvern sem er. En þetta er algengur misskilningur hjá þjóðfélaginu og er það í miklum mæli vegna hugmynda sem koma frá klámheiminum. Þar er karlmaðurinn oftast í hlutverki drottnara og fer þar fram mikið ofbeldi á konum. Eins og allt annað í þeim heimi eru hlutirnir mjög ýktir.„Venju- legar klámmyndir" ef ég má orða það svo standa engan veginn undir því sem gerist inn á heimilum landsmanna og því miður fyrir okkur gefur þetta kolranga mynd af þeim heimi sem við búum í. Er eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri? Við erum venjulegt fólk, flestir hafa hvatir sem eru þær sömu og við berum en þetta er feimnismál í dag. Ég vonast til þess að fólk átti sig á þessu, sem það gerir eflaust, þó það taki einhver ár. Ég vil líka endilega að fólk hafi samband inn á vefinn okkar www.bdsm.is ef það vill frekari upplýsing- ar um þetta. Mesta hættan af BDSMJeikj- um"er þegar reynslulaust fólk er að stunda grófa „leiki" því fólk verður að fara varlega .og þekkja s(n takmörk, bæði drottnarar og undirgefnir.BDSM er kúnst og til að stunda það þarf að læra margt. Þú þarft að treysta félaganum, virða hann og bera virðingu fyrir honum.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.