Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 30

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 30
MER FINNST... ÞÆR SKOÐANIR SEM BIRTAST Á ÞESSARI SÍÐU ERU EKKIÁ ÁBYRGÐ ORÐLAUS „Heimurinn er svo lítiN" -(slenskar konur og erlendir karlmenn* Hvað þetta varðar erum við verulega frumstæð í sam- skiptum kynjana, þetta er svona hálfgert Amma Fífi og Mr. Burns saman á djamminu. ,| | eimurinn er svo lítill" er náttúrulega klisja en er engu að I síður vissu leyti staðreynd. Samhliða því að heimurinn hefur „minnkað" hafa nýjar höstlaðferðir verið að riðja sér til rúms hér á Fróni, en fyrir nokkrum árum vissu til dæmis fáir hvað það var að date-a einhvern, því allir voru einhvern vegin f „einnar nætur uppáferðar" pakkanum og jú svo voru, og eru, einhverjir í sambandapakkanum, video, aukakíló og svona. Það virðist sem lengi vel hafi önnur frumskógarlögmál verið f gildi á íslenska „markaðinum"en á „mörkuðum"í útlöndum. Höstltækni útlendinga (sumra þeirra), byggist á að fara ffnt f málin og gefa sér tíma til að tala við gelluna, á meðan hálf sjö höstl er eitthvað sem flestir virðast hafa prófað hér á landi, svo ég tali nú ekki um taxa-höstl. Hvað þetta varðar erum við veru- lega frumstæð f samskiptum kynjana, þetta er svona hálfgert Amma Fífi og Mr. Burns saman á djamminu. fslenskar konur hafa mikla sérstöðu umfram kynsystur sínar víða um heim, en sagan segir að við séum heimsins fegurstu konur,en það skap- ar okkur ákveðinn sess. Hver hefur t.d. ekki heyrt pick-up lín- una; „Oh, so you are from lceland?!, I have heard that icelandic women are the moste beautiful in the world!" Og það eina sem maður hugsar er „Yes, but you see I'm not one of them....l have never been asked to be in a beauty competition or to be at Eskimo..."en maður segir þetta náttúrulega ekki. Þessi pick- up Ifna hefur þó takmörkuð áhrif nema ef maður er að hitta útlending í fyrsta skipti þá eru úrslit kvöldsins augljós og það skiptir þá litlu máli þó hann sé jafnvel bara túristi í svona '80 skfðagalla og með sftt að aftan (Normið í heimalandinu -ekki tískufyrirbrigði).Otlenskir karlmenn, margir hverjir, búa nefnin- lega yfir ákveðinni höstltækni....sem kallast kurteisi og herra- menska....orð sem sumir íslenskir ungfolar gleyma að séu yfir- höfuð til nema þeir rekist á þau í nýútkomnu orðabókinni, sem hefur reyndar að geyma öll orð sem hafa verið mælt af munni á (slandi hvort sem er f útnárum Önundafjarðar eða í rokkinu í Reykjavfk. Ungfolar þessir eiga það þó til að láta lítið fyrir sér fara þó þeir geti verið á útopnu þess á milli. Þess er skemmst að minnast þegar síðasti „farmur" útlenskra karlmanna kom til landsins, 3000 Skotar. Þessa helgi var fjöldi fslenskra karl- manna á djamminu ( sögulegu lágmarki, ja kannski fyrir utan á ástandsárunum. Það var einhvern vegin eins og allir íslenskir karlmenn væru með leynifélag og hafi ákveðið að sitja heima svo lengi sem þessir köflótti her aka Tartan army myndi hafa hersetu hér á landi. Stelpurnar aftur á móti komu næstum á rútum niðurí bæ til að kfkjaá alla beru rassana,„Ég meina mað- ur heyrir nú ekki sekkjapíputónlist á hverjum degi"sögðu þær sem beiluðu á „huggó" videokvöldi með kærastanum þessa helgi. Já, það var sko ekki uppi typpið á íslenskum karlmönn- um þá helgina! Og hvað skildu svo margir krógar fæðast í júlf á fæðingardeild Landspítalans -háskólasjúkrahús sem munu bera eftirnöfn eins og McLahren og McKinnon, ja eða Önnu- dóttir og Guðrúnarson?! Það er ekki gott að segja þar sem töl- ur liggja ekki fyrir enn. Eitt er þó vfst að þar fæðast afkomendur fslenskra ung- og miðaldra meyja sem leggja sitt af mörkum til að koma f veg fyrir fjölgun á „innbreeders" eða afkomendum skyldra einstaklinga. Af þeim er nú nóg fyrir á þessu litla skeri og útskýrir það kannski þessi frumskógarlögmál sem eru í há- vegum höfð á íslenskum höstlmarkaði. Brynja *Það er ekki ætlun mín að vera ærumeiðandi f þessum pistli, svo þau ykkar sem takið þessu persónulega...ekki gera það. Við stelpurnar þyrftum að átta okkur á einu varðandi karlmenn og kynlíf. Samskipti kynjanna. Strákur hittir stelpu, stelpa hittir strák. Eftir að þetta gerist fer mjög mismunandi ferli af stað eftir því hvort kynið er litið á. Stelpur- yfirleitt er það svo að stelpur spotta gæja, og hann er undir eftirliti f einhvern tíma. Það er fylgst með því hvern hann þekkir, hvernig hann er á djamminu, grafist fyrir um fyrrverandi hjásvæfur, klæðnaður, staða í lífinu og svo mætti lengi, iengi telja. Því miður fyrir ykkur kæru menn þá er það ekki reyndin að þið náið stelpu heim við fyrstu kynni, hún veit meira um ykkur en ykkur gæti nokkurn tfm- ann órað fyrir. Öll þessi upplýsingasöfnun stefnir að því að dæma gæjann hæfan til rfð- inga eða ekki. í sumum tilfellum er gæjinn einungis dæmdur hæfur fyrir einnar eða nokkurra nætur gaman en í öðrum er hann dæmdur hæfurtil hjónabands.Strákar- Þeir sjá sætan rass og þrýstin brjóst. Þvf ekki að slá til.f þeirra augum eru flestar stelpur hæf- ar til rfðinga óháð ytri kringumstæðum. Ef þeir eru svo heppnir að hitta á stelpu sem er ekkert svo vitlaus né leiðinleg þá getur bara vel veríð að þeir ríði henni aftur. Svo leiðir tfminn restina í Ijós.Málið er að þeg- ar lítur að samkiptum kynjanna getum við stelpurnar verið óttalegir kjánar. Fram að þeim tfma sem að fyrstu mök eiga sér stað þá höfum við öll völdin. Það erum við sem segj- um já eða nei, og yfirleitt er það svo að þegar kemur að heilagri ríðingu er það löngu plan- að af okkur. Strákarnir elta bara einsog hund- ar og neyðast til þess að sætta sig við það að fá engu um þetta ráðið.Strákar vilja kynlíf.Við viljum meira.Við erum nebbilega ægilega vit- lausar að halda það að kynlíf stjórni einhverju um það hvort að gæjinn vilji okkur eða ekki. Hann vill kynlífið...og þegar það er komið f höfn, færast öll völd yfir til hans. Þá förum við að bíða eftir símtölum og ægilegar vangavelt- ur fara af stað um hvað það er sem þeir vilja frá okkur, af hverju svona af hverju hinssegin jarí jarf jarí. Meðan situr gæjinn heima og er bara mjög afslappaður yfir þessu öllu saman nýriðinn og sáttur við tilveruna. Kynlff er bara kynlíf. Annaðhvort líst gæjanum á þig eða ekki. Svo einfalt er það. Það að hafa sofið hjá stráknum sem þú ert búin að spotta, þýðir það engan veginn að hann sé þinn á neinn hátt. Það er bara rangur misskilningur. Ég á mjög marga karlkyns vini sem eiga"vinkonur" sem þeir hafa eitt sinn sofið hjá og eiga til að gera enn öðru hvoru þegar neyðin er stærst. Svo þegar ég tala við þessar svokölluðu vin- konur þeirra, þá er allt önnur eggjahræra á pönnunni hjá þeim. Hvað eru þær að gera? Þær eru að bíða....Eftir hverju? Jú að gæjinn verði þeirra og að operation vfsitölufjölskylda geti hafist.Þetta er svo stúpid, þvl þetta er svo einfalt en þetta er gert svo flókið.Karlmenn halda áfram að vera í sambandi svo lengi sem kynlífið er til staðar. Það kemur hrifningu lítið sem ekkert við. Svo er það auðvitað okkar að dæma hvort við viljum meira en það. Ef kyn- lífið er gott og við viljum ekki alveg fleygja þvf frá okkur, segjum við ekki neitt. En þegar kemur að þvf að okkur er farið að leiðast þóf- ið, er nóg að setja smá sambandspressu til að komast að því raun hvað það er sem gaurinn er að leitast eftir. Þegar kemur að samskipt- um kynjanna, skiptir ekkert af ofangreindu máli. Annaðhvort er hrifningin til staðar eða ekki. Þá skiptir ekki máli hvort hann hringir eða hvenær hann hringir, eða hversu oft þú hringir, eða hvað þú segir eða gerir, hvort þú sefur hjá á fyrsta deiti eða þvf tfunda. Ef að hrifningin er til staðar þá er það alveg augljóst.Það þýðir ekkert að spyrja karlmann hvað það er sem hann vill fá frá þér, hann vill kynlffið...hann segir þér það ekki....heldur seg- ir þér það sem tryggir honum kynlffið áfram. Þá er staðan búin að snúast við og við erum farnar að elta einsog hundar. Kynferðisleg löngun og hrifning er tvennt ólíkt, nema hvað að kvenþjóðin á það til að rugla þessu tvennu saman og úr verður sálarflækja. Og á meðan við reynum að komast til botns f þessum flækjum og vega öll smáatriði samskipt- anna sem hafa átt sér stað hingað til, sitja þessar elskur sallarólegar og horfa á boltann, vitandi það að svo lengi sem kynlífiðertil staðareru þeirígóðum mál- um. Karlmenn eru það einfaldir í hugsun að það er næstum ómögulegt fyrir kven- peninginn að skilja þá. Við getum varla snúið okkur f hring án þess að það liggi eitthvað á "bak við það" meðan karlmenn bara snúa sér f hring og hafa gaman af. Svo vil ég biðja ykkur rosa fallega um að misskilja mig ekki og túlka það þannig að ég vilji meina að karlmenn séu fffl og konur lofthausar. Við erum bara ólfk en öll jafn yndisleg. Sætta sig við það, og hætta þessu kjaftæði. Jóhanna

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.