Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 32

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 32
FÆR SÁRA ÞIG TIL AÐ GLÁPA ? Texti:Steinunn i Flestir, ef ekki allir, eiga sér einhverja uppáhalds sápuóperu sem þeir mega ekki missa af sama hversu mikið þeir hafa að gera. Dagurinn er skipulagður í kringum sýningartímann, slökkt er á símanum og ganga jafnvel svo langt að m skýra börnin sín í höfuðið á leikurunum. Ef svo óheppilega vill til að sýna þarf J íþróttaleik á þessum heilaga tíma hika sumir ekki við að hringja í aðstandendur þáttanna og hella sér yfir símadömurnar. Hvað er það sem grípur okkur? Eru það sögupersónurnar eða er það söguþráðurinn sem heillar áhorfendur? -Minnisleysið Þegar leikararnir vilja taka sérfrífrá störfum til þess að stofna fjölskyldu,freista þessað ná frama í kvikmyndum,eða bara hvíla sig á sápulífinu er lítið mál að láta persónur þeirra hverfa í stuttan tíma eða til frambúðar. Skemmtilegast finnst mér þó alltaf þegar þær eru látnar snúa til baka og er þá minnisleysið óspart notað sem afsökun. Stephanie Forrester missti minnið og endaði á götunni. Beth Raines sem allir héldu að væri löngu dáin missti bara minnið og sneri aftur, Reva Shane er týnd, líklegast minnislaus á ftalíu, og Harold Bishop í Nágrönnum hafði verið minnislaus í mörg ár og vissi ekki hver hann var þegar Helen Daniels fann hann aftur og tók hann heim á Ramsey Street. Leiðarljós eða Guiding light er sú sápa sem á sér lengsta sögu. Hún byrjaði sem stuttur útvarpsþátt- ur árið 1937 en fluttist svo yfir í sjónvarp 1952 og er þar enn. Glæstar vonir hafa náð að halda vinsældum sínum síðan 1987 og Nágrannar síðan 1985.Þegar Dallas hóf göngu sfna árið 1978 var henni ekki spáð neinni framtíð, en þrettán árum seinna var búið að sýna 356 þátti í yfir hundrað og þrjátíu löndum. Sápuóperurnar hafa eignast aðdáendur út um allan heimjeikararnir eru teknir í guðatölu og fólk hefur setið límt við skjáinn og fylgst með ástum, átökum, gleði og sorg. En hvað veldur þessum mikla áhuga? Ég ákvað að rýna aðeins í söguþráðinn og sá að það eru ávallt sömu atriðin sem halda spennunni, atriðin sem gera sápuna að sápu. -Valdabaráttan ( Leiðarljósi og Dallas snúast völdin um olíu. Olían þýddi rfkidæmi og ríkidæmi þýddi vald. Ewing fjölskyldan var ein sú ríkasta í Dallas og gerði hinn kaldrifjaði JR. hvað sem var til þess áð auka ríkidæmið. í Leiðarljósi berjast Lewis og Spaulding fjölskyldurnar en í Glæstum vonum stendur rígurinn á milli Stephanie og Erics Forresters annars vegar og Sally Spectra hins vegar. Þar er deilan ekki um olíumarkaðinn heldur fatahönnun- arbransann þarsem Forresterfjölskyldanfertvímælalaustmeðsigur.Sally til mikils ama. Allar eiga þessarstór- fjölskyldur það sameiginlegt að enginn hikar við að stinga samkeppnisaðilann í bakið og ýmsum brögðum er beitt til að ná sviðsljósinu. -Ástarflækjur Þar sem leikarahópurinn er takmarkaður þarf endalaust að láta persónur tengjast á víxl og er því mikið um ástir og ástarsorgir þar sem bræður,feðgar og vinirskiptast á konum eins og ekkert sé.í Leiðarljósi og Glæstum von- um eru ástarmálin alveg einstaklega flókin. Reva Shane tók sig til og giftist tveimur bræðrum, fósturbróður og föður þeirra, þeim Billy, Joshua, Kyle Sampson og HB Lewis og engum fannst það neitt sérlega athugavert. Gott dæmi um það hvernig vinir skiptast á konum er ástarferhyrningur Phillips Spaulding, Rick Bauer, Beth Raines og Mindy Lewis. Phillip var með Mindy og Rick með Beth, en eins og góðum vinum sæmir ákváðu þeir bara að skipta á konum. Þessi víxlverkun á sér hliðstæðu við Beverly Hills þar sem Dylan og Brandon skiptast á að vera með Kelly og Brenda og Kelly skipta Dylan á milli sín.Allir verða samt jafn góðir vinir að lokum.fGlæstum vonum hefur dramað innan Forrester fjölskyldunnar oft á tíðum snúist í kringum hina óborganlegu Brook sem virðist ætla að halda sér innan fjölskyldunnar sama hvað það kostar. Þrátt fyrir að vera ástfangin af Ridge Forrester giftist hún föður hans Eric sem áður hafði verið í sambandi við móður hennar. Brooke og Ridge ná að lokum sam- an en það ævintýri nær ekki að standa lengi þar sem Ridge verður ástfanginn af dr.Taylor. Eins og þetta sé ekki orðið nógu flókið þá skiptast þær á að ná hyllum hans fram og til baka, eignast aðra elskhuga í millitíðinni sem allir tengjast á einhvern hátt og baslið virðist engan endi ætla að taka. Venjulegar manneskjur væru löngu búnar að segja nei við svona líferni, en í sápunni er allt hægt. -Skúrkurinn Allar sápur þurfa að hafa skúrk, menn á borð við JR í Dallas og RogerThorpe í Leiðarljósi sem svífast einskis, svíkja, Ijúga, stela og jafnvel drepa til að ná sínu fram. Þó að Sally Spectra sé ekki jafn ósvífin og karlarnir er hún hiklaust skúrkurinn (Glæstum vonum, þar sem hún hefur beitt ýmsum brögðum til að ná sér niðri á Forrester fjölskyldunni. Skúrkarnir eru alveg bráðnauðsynlegir. Þeir halda spennunni gangandi því við áhorfendur viljum að það komist upp um svik þeirra og góðu gæjarnir sigri, en sama hversu mikið við öskrum og æpum ná þeir alltaf á einhvern ótrúlegan hátt að komast undan. -Ávallt sól og sumar Nágrannar, Beverly Hills og Heartbreak High eru svoKtið sér á báti. Þar er alltaf sól og sumar, enginn er fátækur, allir búa í fínum húsum og eru bestu vinir. Þar eru vandamálin lítilvægari, en þó getur hlutur á borð við skróp í skólanum orðið heljarinnar krlsa sem nær yfir marga þætti. Þessar sápur hafa annað sem heillar. Þær hafa vandræðagemsann, góða strákinn og sætu stelpuna. Drazic var vandræðagaurinn í Hartley High og náði hann að heilla ófáar stelpur með hegðun sinni og það gerði Beverly Hills sjarmörinn Dylan einnig. Ramsey Steet var ekki laus við sinn uppreisnarsegg, Darren Stark, sem bara náði aldrei að halda sér á réttri hillu. Brandon í Beverly Hills og Billy í Nágrönnum eru einróma skipaðir góðu strákarnir sem setja mark sitt hátt en vilja allt fyrir alla gera. Það eru þó ekki þeir sem sætu stelpurnar heillast að. Eins og í raunveruleikanum laðast þær, eins og til dæmis Anita og Kelly, að vandræðagemsunum og er ef- laust langt þar til það mun breytast. Ég held að það séu bæði sögupersónur og söguþráðurinn sem heillar áhorfendur. (sápuóperum kemstu eins langt og mögulega hægt er að persónunni. Hún verður partur af þínu daglega lífi því þú sérð hana á skjánum á hverjum einasta degi. Þú fylgir henni í gegnum súrt og sætt jafnvel svo árum skiptir og þú myndir jafnvel heilsa henni á götum úti eins og hún væri þinn besti vinur. Hvað er sápuópera? Sápuóperan á sér rúmlega sjötíu ára sögu og dregur nafn sitt af þeim fjölmörgu sápu- og þvottaefnisaug- lýsingum sem stóðu í upphafi undir kostnaði hennar. Sápuóperur eru melódramatískir framhaldsþættir þar sem leikarahópurinn er tiltölulega fastur og afmarkaður, samhangandi söguþráður og athyglinni er fremur beint að samræðum og hægri atburðarás en hraða og spennu. Það er til dæmis auðveldlega hægt að missa tvær til þrjár vikur úr án þessa að tapa þræðinum.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.