Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 34

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 34
 »m®KDjD®Œf™ V-dagurinn hefur nú verið haldinn viða um heim en V-dagssamtökin voru stofn- uð í New York árið 1998. Samtökin voru stofnuð í tengslum við leikritið Vagina Monologues eða Píkusögur eftir Eve Ensler sem verið er að sýna í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Markmið alþjóðlegu V-dagssamtakanna er að binda endi á ofbeldi gegn konum um allan heim og munu samtökin starfa þar til því markmiði hefur verið náð. V-dagurinn var haldinn á yfir 800 stöðum um allan heim árið 2002 og var (sland þá í þeim hópi.Á þessu ári mun V-dagurinn verða haldinn á enn fleiri stöðum víðsveg- ar um heiminn. Alþjóðlegi V-dagurinn Það er stefna V-dagsins að binda endi á valdbeitingu gegn konum með því að auka mevitund í gegnum viðburði og fjölmiðla og með því að safna fé til þess að styrkja samtök sem vinna að því að auka öryggi kvenna hvar sem er. Fyrstu fimm árin söfnuðu samtökin alls yfir 14 milljónum dollara og kaus Worth Mag- azine alþjóðlegu V-dagssamtökin ein af hundrað bestu góðgerðarsamtökum í heimi árið 2001. Hvað erV-dagurinn? V-dagurinn er hreyfing -og skipulagt framtak til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum fyrir fullt og allt.V-Dagur- inn er sýn -við sjáum fyrir okkur samfé- lag þar sem konur lifa frjálsar og örugg- ar. V-Dagurinn er andi -við lýsum þv( yfir að fólk ætti að lifa lífinu með því að skapa og þrífast,frekar en að komast af eða ná sér eftir hrikaleg grimmdarverk. V-Dagurinn er bylting -með því að efla almenna vitund fólks um málefni, mun V-dagurinn styrkja það sem þegar er í farvatninu og taka undir nýtt framtak í auglýsingum, menntun og lögum. V-Dagurinn er bráðnausynleg fram- ganga Við lýsum Valentínusardaginn V-dag þangað til valdbeiting gegn kon- um líður undir lok, en þá verður hann Vinnings dagurinn. Markmið V-dagsins á íslandi 2003 Líkt og á V-deginum 2002 munu V-dagssamtökin beita sér fyrir því að breyta hugarfari fólks varðandi nauðganir og er markmiðið að útrýma kynferðisofbeldi. Lögð er áhersla á að vinna að forvörnum gegn nauðg- unum og hafa ýmsir þekktir aðilar úr þjóðfélaginu nú þegar lagt málefninu lið. Markmiðið með deginum er það sama og á V-dögum erlendis, fólk er vakið til umhugsunar um kynferðis- ofbeldi. V-dagur var haldinn ( fyrsta skipti á fslandi þann 14. febrúar 2002 í Borgarleikhúsinu og mun hann verða haldinn í annað sinn á íslandi þann 14. febrúar næstkomandi.Dagskráin hefst með málþingi í hátíðarsal Háskóla (s- lands klukkan 16:30 og klukkan 19:00 opnar Borgarleikhúsið með fordrykk í anddyri þar sem vefsíða V-dagssam- takanna verður formlega opnuð. Dag- skráin mun hefjast klukkan 20:00 á Nýja sviðinu. Þekktir einstaklingar úr íslensku þjóðfélagi munu stíga á svið og flytja brot úr Píkusögum, sem eru órjúfanlegur hluti dagskrár V-dagsins um heim allan. Það sem greinir V-dagssamtök- in á íslandi frá fyrri baráttu- hópum er að karlar jafnt sem konur taka þátt í baráttunni enda á viðfangsefnið ekki síð- ur erindi til karlmanna. Orð- laus ræddi því við Björn Inga Hilmarsson leikara sem situr í stjórn samtakanna. Breytingin verður að vera hjá okkur karlmönnunum Björn Ingi kom inn (samtökin með því móti að Þóreyju, Ingibjörgu og Eddu langaði að fá karlmann sér til liðs við sig og báðu hann því um að leggja samtökunum lið. „Mér fannst það alveg sjálfsagt. Þetta ofbeldi á ekki að vera til og þess vegna vil ég vinna að því að beita mér gegn þv(. Eftir því sem ég kynnti mér málin betur komst ég að því að í 99% tilvika eru það karlmenn sem beita konur ofbeldi og þv( verður breyting- in að vera hjá okkur karlmönnunum, alveg sama hversu mikið konur berjast. Konan á ekki að þurfa að kunna að verja sig gagn- vart manninum. Við karlmenn verðum að vera miklu aktifari, við þurfum að fara að taka einhverja ábyrgð." Þjóðfélagið á tímum internetsins Með endalausu áreiti frá auglýsingum,fjöl- miðlum og sérstaklega internetinu fá krakk- ar kolröng skilaboð um kynlíf og samskipt- in við hitt kynið. Á internetinu komast þeir í klámmyndir sem eru algjörlaga úr takti við raunveruleikann en þau ná oft ekki að grei- na þar á milli. Fyrirmyndin er fullorðið fólk og því er það nokkuð eðlilegt að krakkarnir haldi að það sem þau sjá sé nokkuð venju- legt.„Ég vil að við séum aðeins meðvitaðri um hvernig þjóðfélag við viljum búa til fyrir börnin okkar" segir Björn Ingi. Ein af hverjum fjórum Með því að vinna gegn ofbeldi gegn konu þarf að berjast á mörgum sviðum og eru vi fangsefnin ólík milli landa. Hér á (slandi áherslan lögð á það að láta skoða hegningalij gjöfina, hvernig ríkisvaldið tekur á nauðgu málum og hvað er skilgreint sem nauðgu sögn Björns er þar margt sem þarf að bri Orðið misneyting, er til dæmis notað um, þegar einstaklingur deyr brennivínsdauðj honum er nauðgað, en það heitir ekki nau þar sem viðkomandi veitir ekki mótspyrn er á einhvern hátt verið að gefa ofbeldismai um réttlætingu á gjörðum s(num. Ekki er viðhorf til þess að hjálpa þeim sem verð; nauðgun og af hverjum hundrað nauðg eru um það bil þrjátíu sem kæra og átta S' dóm. „Stjórnvöld eru aðeins að taka við það er til dæmis ennþá tekið miklu stran, eiturlyfjamálum.Við erum soldið sofandi í um málaflokki og fólk er ekkert að bera si upplýsingum þv( allir halda að þetta kom fyrir sig eða sína nánustu Staðreyndin er| vegar sú að ein af hverjum fjórum konu ur orðið fyrir kynferðisofbeldi.Tölurnar tala þær eru alveg rosalega háar." Vefsíða Unnið er að gerð vefsíðunnar www,vdagur.is hjá veffyrirtækinu Traffik.j Þar verða jafnframt tengingar inn á síður sem fjalla um ýmis mál sem Þegar ekkert ofbeldi verður lengur til munu konur og stúlkur geta ... Fæðst í Kína, Indlandi og Kóreu Fengið að synda í (ran Verið öruggar í rúmum sínum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu Borðað ís í Afganistan Haldið kynfærum sínum í Afríku og Asíu Klæðst gallabuxum á (talíu Kosið' Kúveit Gengið í almenningsgörðum að næturlagi jJJandaríkjunum Daðrað í Jórdanfu Leikið sér með leikföng en ekki verið seldar sem slík í As(u, Bandaríkjunum og Evrópu Ekið bílum f Sádí Arabíu Gengið (buxum í Svasílandi Gengið öruggar heim til sín Notið kynlífs Látið drauma sína rætast Elskað Kkama s(na

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.