Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 37

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 37
Gosdrykkir Gosdrykkjum hefur fjölgað jafn mikið og asta ári en þá komu fimm drykkir á markaðinn. Pepsi blue, Mountain Dew, Pepsi Twist, Vanilla coke og Diet coke lemon. Föt Noi lagði upp laupana á sfðasta ári, mörgum til mikilla leiðinda. Við fengum þó smá sárabætur því að ný tískuvöruverlun, Retro, opnaði ( Kringlunni og á Lauga- vegi þar sem Noi var til húsa. Týndi hlekkurinn lokaði einnig og kom fatabúð á vegum Rauða krossins í hans stað. Stripp í Reykjavík! Strippstaðirnir áttu ekki sjö dagana sæla á árinu og vildi Reykjavíkur- borg helst af öllu láta eins og þeir hefðu aldrei verið til. í júlí var einka- dansinn bannaður en í kjölfar þess lokuðu allir strippstaðir nema Óðal. Þeir mótmæltu ... nei takk.. og unnu. Einkadans var semsagt bannaður og leyfðurá árinu 2002. Hættuleg börn I maí var vorfundur Nato haldinn í Reykjavík við þó nokkur mótmæli. Þá var skólabörnum í kring meinaður aðgangur í skólann, þeir eru auðvitað stórhættulegir þessir krakkar... ótrúlegt hvað (slendingar voru mikið fyrir það að meina fólki aðgang á síðasta ári. Hip Hop Mikil gróska var í tónlistarlífinu á síðasta ári,en þá sérstaklega (íslensku hip hopi. Margir hip hoparar sendu frá sér plöt- ur og myndbönd, mörg góð og mörg slæm. Sá sem vakti örugglega mesta athygli var Móri, sem rappar um undir- heima Reykjavíkur. Vokal, ný fatabúð í Smáralind opnaði en þar er seldur fatn- aðurfrá J Lo,PuffDaddy,Jay-Z og öðrum röppurum. Hip hopið var því mjög áber- andi á síðasta ári. íslandsvinirnir. Ekki má gleyma að telja upp alla þá "vini"sem íslendingar eignuðust á árinu. Margir létu lítið fyrir sér fara eins og Erik Clapton sem kom til lands í sumar til þess að veiða. Ron Jeremy kom hins veg- ar með miklum látum til landsins til að kynna mynd sína við mismikinn fögnuð fólks. Fleiri komu hingað í þeim tilgangi en Julia Roberts, George Clooney, Matt Damon, Brad Pitt og Andie Garcia sáust í Leifsstöð og stilltu sér upp á myndir með starfsfólkinu. Margir erlendir tón- listarmenn komu til að halda tónleika, Jeru The Damaja,The Strokes,The Apes, Sage Francis, Coldplay, Nick Cave,J-Live, Ash, Travis og Jarvis Cocker. Allir þessir bættust í vinahóp íslendinga auk þeirra listamanna sem fram komu á Airwaves. „My name is Bond,James Bond." Tökur á James Bond myndinni „Die another day" fóru fram hér á landi, eða reyndar aðeins nokkur brot. Þó svo að enginn aðalleikaranna hafi komið hing- að var þetta umfjöllunarefni í langan tíma og sumir gengu það langt að kjósa þetta sem atburð ársins 2003. Þetta var nú gríðarleg landkynning sem er náttúrulega bara gott mál. (sland, best (heimi. A/ow' Falun Gong vs.yfirvöld Komu Jiangs Zemins forseta Kína var ekki eins vel tekið og hann bjóst við. Hundruð manna tóku sig til og mót- mæltu komu hans og þeim mannrétt- indabrotum sem hann hefur stuðlað að. Ekki jókst aðdáunin á ríkisstjórninni þeg- ar erlendum meðlimum Falun Gong var meinaður aðgangur að landinu. Þetta var bæði hallærislegt og vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina. Blogg Hvað er nú það? Blogg,ég þori að veðja að það vita fæstir hvað það er. Blogg, sem er nokkurs konar dagbók á netinu, sló í gegn á seinasta ári. Já, dagbók á netinu... ég veit að það veldur ykkur vonbrigðum hversu ómerkilegt þetta er. Katrín.is er harðasti bloggarinn í bænum en ekki má gleyma Betu rokk sem gaf út fyrstu blogg-bókina fyrir síðustu jól. "Hryðjuverk" (slendingum þótti Ástþór Magnússon vera stóhættulegur á síðasta ári sem hugsanlegur hryðjuverkamaður og þótti ástæða til þess að taka hann úr umferð. Tilefnið var að hann reyndi að vara okkur við hugsanlegum hryðju- verkaárásum á (slenskar flugvélar. Hann hlýtur að vera stóhættulegur! Gaman verður að sjá hvort hann taki ekki upp á einhverju sniðugu fyrir kosningarnar í vor. Hnefar í borðið! Hnefaleikaunnendur börðu hnefum sínum í borðið og sögðu, „nú er kom- ið nóg".. og ríkisstjórnin bugaðist. Ólympískir hnefaleikar voru loksins leyfðir á íslandi eftir harða baráttu. Fyr- sta keppnin eftir að banninu var aflétt var ( Laugardalshöll og börðumst við á móti Bandaríkjunum. Skotarnir Skotar settu svip sinn á miðborg Reykjavíkur eina helgi í byrjun október vegna landsleiks (slend- inga og Skota. Ölbirgðir kaffihúsa og pöbba í bænum voru ekki lengi að klárast og voru þeir ekki feimnir við að lyfta upp pilsunum og sýna karlmennsku s(na. Æk ■ Nýir miðlar Nokkrir nýir miðlar litu dagsins Ijós ( fyrra og má þar nefna Filter, blað handa framhaldsskólanemum, ís- lensku útvarpsstöðina og Radíó Reykja- v(k, útvarpsstöð eingöngu ætluð karlmönnum. Ekki má heldur gleyma því að Orðlaus kom út ( fyrsta skipti á síðasta ári.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.