Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 40

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 40
Nú eruð þið einungis stelpur sem stjórna Prikinu og stelpur í mikl- um meirihluta starfsmanna, eru einhverjar sérstakar ástæður fyrir því? Það er ekkert sem var sérstaklega lagt upp með í byrjun, hins vegar er það að virka mjög vel hjá okkur og sennilega eru margar ástæður fyrir þv(. Stelpur eru svo duglegar að vinna saman í því að láta hlutina ganga upp. Það er oft svo mikil valdabarátta í gan- gi hjá strákunum. Þeir vilja meira stjórna og láta aðra um vinnuna. Enda eru nú nokkrir strákir hættir sem voru ekki alveg að meika það að hafa stelpur sem yfirmenn. Munið þið eftir einhverju sérstöku sem hefur komið fyrir ykkur þegar þið hafið verið að vinna næturvakt um helgi? Jú, það gerist alltaf eitthvað fyndið hverja helgi. Flest af því er samt þannig að við lát- um ekki einu sinni hafa það eftir okkur. Hins vegar get ég nefnt eitt dæmi, fólki sem víti til varnaðar. Um daginn var stelpa við barinn hjá okkur niðri. Hún var búin að hanga þar allt kvöldið en vildi ekki neina afgreiðslu.Svo ætl- aði Þórhildur að smeygja sér inn í eldhús að sækja eitthvað og lítur við. Þá var gellan búin að grípa ( eina flöskuna og ætlaði að stinga henni undir borð. Þórhildur gerði sér lítið fyrir og stökk ofurstökki yfir barinn, tók í hnakka- drambið á dömunni,setti flöskuna afturá bar- inn og kom stúlkunni síðan út á máta sem ekki verður hafður eftir. En við getum þó gefið það upp að það var ekkert dömulegt við það. Hvernig tilboð ætliði þið að bjóða uppá? Við höfum til dæmis léttvínstilboð öll kvöld þar sem fólk getur keypt gæða vínflösku á borðið til sín á mjög góðu verðLTilvalið fyrir pör og stelpuhópa. Einnig höfum við bjór- könnutilboð á fimmtudögum fram á sunnu- dagskvöld milli sex og eitt. Helsta nýbreytnin hjá okkur verða kokteilkvöld öll föstudags- og laugardagskvöld þar sem kokteilar verða á ótrúlegu verði. Hverjir eru helstu plötusnúðar bæjarins? Dj Kári, Gísli Galdur, KGB, Jöri&Daði, Natalie, Robbi, Sóley, Árni E, Dóri&Hannes, Hlynur Mas- termix...og fleiri. Hvernig tónlistarstefnu eruð þið með? Bara mjög fjölbreytta.. Við viljum bara hafa stuð og partýstemmningu. Var þetta kannski gert til að laða stráka á staðinn? Nei, alls ekki... Stelpum hefur einmitt fjölgað hérna inni og við erum alltaf að sjá ný og ný andlit. En auðvitað virkar það samt þannig að þegar stelpunum fjölgar þá fjölgar strák- unum l(ka. Eruð þið með eitthvað sérstakt á döfinni sem gæti vakið áhuga fólks til að mæta og skemmta sér? Já, já, já, við verðum með fullt af tilboðum í gangi og alla helstu plötusnúða bæjarins. SIGILD TISKA Foreldrar Adi Dassler vildu að hann yrði bakari,en Adivar mikill draumóramaður og hugur hans stefndi í allt aðra átt.Hann hugs- aði stöðugt um það hvernig hann gæti búið til betri íþróttavörur en þá voru á markaði. Það var svo árið 1922 að Adi framleyddi fyrstu skóna en þeirkomu á markað árið 1925.Svo má til gamans geta þess að Adi og yngri bróðir hansRudolf unnu mjög náið saman frá árinu 1922 til 1948 en þáskildu leiðir og Rudolf stofnaði Puma og var þar með kominn (samkeppni við eldri bróðir sinn. Adi var alltaf að vinna. Ef hann var ekki (verksmiðjunni þá var hann að fylgjast með íþróttamönnunum og spjalla við þá til þess að finna út hvað þeir héldu að mætti bet- ur fara og þá skipti engu máli hvort það var heimsmeistari í þungavigt eða hlaupari úr litla þorpinu hans. Það var svo á ólympíuleikunum árið 1936 þegar Jesse Owen vann fern gull verðlaun í hlaupaskóm frá Adidas að Adi gerði sér grein fyrir því hvað fyrirmyndir skiptu mik- lu máli. Adidas hefur komið með margar nýjar og byltingarkenndar hugmyndir f framleiðslu sinni og þar mætti nefna hina frægu skó með tánni sem er kölluð shell toe. Þeir skór komu fyrst á markað árið 1969 sem körfuboltaskór. Mjög margir leikmenn NBA deildarinnar léku í shell toe skónum árið 1970. En undanfarin ár hafa þessir skór verið svo vinsælir að fram- leiðandinn hefur ekki undan að framleiða þá. Mikið af ungu fólki hefur ekki gengið í öðrum skóm árum saman. Einnig voru Adidas fyrstir til þess að koma með fótboltaskó með tökk- um sem hægt er að skrúfa af og setja nýja í staðinn. Árið 1978 lést Adi og ( kjölfarið á því lenti Adidas ( mikilli lægð. Það var svo árið 1994 að Adidas réði til sín Robert Louis Dreyfus og þá má segja að það verði algjör bylting hjá fyrirtækinu. Það gerði sam- niga við marga af frægustu íþróttamönnum heims svo sem David Becham og Zinedine Zidane. Og ( dag eru allt frá ungabörnum upp I ríg fullorðið fólk sem gengur í Adidas skóm og fatnaði. Það má líkja Adidas skón- um við coca cola flöskuna.Þeir eru klassískir og standast timans tönn. Það er ábyggilega einsdæmi að skór sem komu á markað árið 1969 séu enn þann dag i dag hátískuskór.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.