Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 43

Orðlaus - 01.02.2003, Blaðsíða 43
DADDI DISKÓ ÉG ÞOLI EKKI Eg þoli ekki konur sem tala illa um aðrar konur. Við karlar eigum það vissulega til að tala illa um konur, mest er það þó þegar við hittum hvorn annan og pissukeppnin byrjar. Rosalega vanþrosk- að af okkur en svona er þetta nú.Við þurf- um að taka okkur á í þessu. En ég held að þegar að það kemur að því að tala um hitt kynið að þá slái konurnar okkur alveg við. Það virðist vera eins og konur eigi það alltaf á hættu að verða skotspónn ann- arra kvenna af minnstu ástæðu. "Hvað er með þessa skó?" gæti komið úr hvaða horni þar sem eru saman komnar fleiri en ein kona. Fyrir utan fatavalið sem virðist vera klassískt viðfangsefni virðist vera hægt að velta sér upp úr meira krefjandi hlutum eins og bæjarhluta sem viðkom- andi býr (, uppáhalds drykk, naglalakki, hárgreiðslu, töskustærð og svo ekki sé talað um gamla og núverandi kærasta. Svo þurfa þær ekki að segja neitt. Kona kemur inn á veitingastað, vinkonuhópur- inn þagnar skyndilega, þær mæla viðkom- andi út með því að skanna frá toppi til táar á sekúndubroti, staldra strax við það sem er ábótavant, horfa á hvora aðra og kinka kolli til samþykkis um að varaliturinn sé áberandi mikið "last year." En þið konur veltið því eflaust fyrir ykkur hvort að við karlarnir sem seint verðum taldir galla- lausir gerum eitthvað svipað. Það er svei mér ekki nema kannski með þvf að gera grín að einhverjum kynbróður okkar en þó nánast undantekningalaust að honum við- stöddum. Hann hefur þá alla vega tækifæri til að bera fyrir sig hendi og verjast slíkum fólskuárásum en þið konurnar virðist herja úr launsátri, leiftursnöggt og ráðist á hverja konu sem er. Reyndar hef ég hitt eina konu sem sór að hafa aldrei nokkurn tímann talað illa um aðra konu, jafnvel þær sem væru (Ijótum skóm, með gamla árgerð af varalit, illa hirtar neglur eða bú- sett (röngu póstnúmeri. Hún taldi að þær konur sem gagnrýndu með þessum hætti hefðu verulega skert sjálfsmat og annað hvort þjáðust af minnimáttarkennd gagn- ^ vart viðkomandi eða að þetta væri bara öfund. Sérstakt. En eru jákvæðar hliðar á þeirri áráttu kvenna að líta í barm annara kvenna? Gerir þessi úthverfa barmrýni eitthvað gagn? Það er sjálfsagt að skoða þetta frá öllum sjónarhornum og einmitt þá rennur það upp fyrir manni. Bingó, eins og forðum daga þegar að einhverjum datt ( hug að láta grandskoða framleiðslu sína þannig að engir gallagripir enduðu ( höndum neytenda er þetta innra eftirlit meðal kvenna frábær gæðastjórnun sem ^ skilar sér til okkar karlanna (betur til höfð- um konum, sem vanda val sitt í fatnaði, snyrtivörum, mataræði og ég tala nú ekki um kærustum. Það ætti jafnvel að staðla þetta og fá ISO 9001 vottun og þannig leggja grunninn að því að besta konur með markvissum hætti. r Ef strákar halda að stelpur Ijúgi aldrei að þeim, þá er það ekki alveg rétt. Þær segja allt frá litlum hvítum lygum yfir í stærri og alvarlegri, en flestar eru þær þó vel meintar og gerðar til þess að særa ekki strákana.Við grófum upp lista yfir þær topp tíu lygar sem konur segja karlinum sínum, en engin ábyrgð er tekin á því að þetta eigi við elskuna þína. Endilega lesið þó áfram og athug- ið hvort þið kannist við eitthvað af þessu ...og strákar, hugsið um þetta! 10. „Ég myndi ekki vilja breyta neinu við þig." Right.. eins og það myndu ekki allar stelpur vilja breyta einhverju. Ef þið eruð ennþá á þessu "ný byrj- uð saman stigi" þar sem allt virðist vera fullkomið munt þú fljótlega komast að því að þú hefur rangt fyrir þér. Svo strákar, hér er ráð. Hvort sem kærastan hefur ekki enn fundið út gallana þína eða er ennþá að Ijúga til þess að gera þig hamingjusaman, njóttu þess á meðan þú hefur tækifæri til þess. 9. „Mér finnst gaman að hanga með vin- um þínum." Það skiptir ekki máli hversu frábærir vinir þínir eru, kærastan þ(n nennir ekki alltaf að hanga með þeim. Eftir að hafa verið með þeim heilan dag er hún yf- irleitt komin með nóg. Hversu oft nenna stákar að hanga með kærustunni sinni og vinkonum hennar? Ef þú stillir þessu ( hófi þá á kærustunni þinni örugg- lega eftir að l(ka vel við þ*... eða allavega þykjast finnast þeir frábærir. 8. „Ég nenni alveg að ganga frá eftir þig." Enn og aftur þá er þetta eitthvað sem kærastan gæti sagt og meint á byrjunarstigi sambandsins. Því mið- ur er þetta lygi. Það er enginn sem nennir þessu og finnst þetta skemmtilegt hvort sem um er að ræða stelpu eða strák. Fljótlega á stelpan eftir að hætta að nenna að ganga frá ruslinu eftir þig og segja þér að gera það sjálfum. Kannanir s(na að þetta málefni er oft ástæða sambandsslita þannig að ég myndi fara varlega í þessi mál. 7. „Ég elska fjölskyluna þína." Ef þú ert heppinn þá gæti kærastan þín verið að segja satt þegar hún segist elska að verja tfma með foreldrum þínum. En ef hún aftur á móti þolir þau ekki, þá á hún örugglega ekki eftir að segja þér fr* því til að hlífa tilfinningum þínum. Næst þegar ykkur er boðið í mat til tengdó, prófaðu þ* að horfa * svip- inn * henni þegar þú segir henni það... hann kemur oftast upp um hana. 6. „Ég elska íþróttir." Ah, önnur klassísk á fyrsta stefnumóti. Hún segist kannski elska að horfa á fótboltann á sunnudögum. Auðvitað getur þú verið heppinn og fundið stelpu sem elskar (þróttir, en undir venjulegum kringum- stæðum þá á hún eftir að fara að væla yfir því innan nokkurra vikna í hvert skipti sem þú sest niður til að horfa á leikinn. Sorry strákar, draumurinn ykkar um kippu af bjór og flotta gellu þér við hlið yfir sunnu- dagsfótboltanum á örugglega ekki eftir að rætast. 5. „Ég verð ekkert reið ef þér finnst ég vera feit." Ef þú hefurekki búið undir steini alla þína ævi án sam- skipta við fólk ertu fljótur að átta þig á því að þetta er gildra. Það er engin leið út úr þessu. Ef þú segir að hún l(ti mjög vel út sakar hún þig liklega um að Ijúga, en ef þú segir að hún hafi bætt á sig nokkrum kflóum ertu í miklum vanda og þriðja heimstyrjöldin hefst á heimilinu þínu. Kannski að þú ættir að hrósa henni meira..þá væri hún ekki að spyrja. Annars er eina leið- in út úr þessu (fyrir utan að þykjast fá hjartaáfall) að hrista hausinn og segja ekki orð 4. „Já, þú hefur rétt fyrir þér." Enda rifrildin við kærustuna oftast á þann veg að hún segir,„ok þú hefur rétt fyrir þér"? Og þú virki- lega trúir henni? Þó hún átti sig á því að hún hafi rangt fyrir sér eru líkurnar á því næstum því engar að hún meini það.Oftast segir hún þetta bara til þess að þagga niður í þér, en það sem hún hugsar er:„hann áttar sig bráðum á því að ég hef rétt fyrir mér" 3. „Það fer ekkert í taugarnar á mér þó þú skoðir aðrar konur." Þó hún segi þetta kannski til að Kta út fyrir að vera svöl og frjálsleg eru líkurnar á því að hún verði brjál- uð þegar þú skoðar aðrar gellur um 98%. Þetta er ein- falt, henni vill Kða eins og þú hafir einungis áhuga á henni.. AUÐVITAÐ. Til að gera þetta auðvelt þá eru allir strákar brjáliðir þegar kærustur þeirra skoða aðrar stráka og oft þegar þær einungis tala við aðra stráka. 2. „Mér er alveg sama hversu mikla peninga þú átt." Þetta er ekki algild regla, en flestar konur vilja þó mann sem hefur fjárhagslegt öryggi og sjálfstæði. Nei, þær hugsa ekki bara um útlitið. Flestar vilja þær bara vita að kærasti þeirra sé fær um að halda uppi fjölskyldu. Auðvitað segja þær ykkur þetta ekki og þá oft til að hræða ykkur ekki með fjölskyldutalinu. 1. „Þetta getur komið fyrir alla." Flestir menn eiga eftir að lenda í erfiðleikum af þessu tagi og konur vita það. Þrátt fyrir það þýðir það ekki að það fari ekki í taugarnar á þeim þegar ekkert ger- ist eða eitthvað gerist of fljótt. Þessi lygi er aðeins ein af mörgum kynlífstengdum lygum eins og "stærðin skiptir ekki máli” og "þú ert besti bólfélagi sem ég hef átt" Sem betur fer er þetta ekki skaðlegt, þv( þrátt fyrir að þú sért ekki besti elskhugi ( heimi þá hlýtur hún að vera með þér af einhverri ástæðu.. ■V.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.