Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 16

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 16
1.„Þetta reddast"-týpan SJÖ UNDUR VERALDAR... Þegar nokkrir kvenmenn koma saman til þess eins að spjalla, eru það yfirleitt karl- menn sem verða að aðal umræðuefni, þó svo að ekki standi til að tala eitthvað sérstaklega um þá. Ég hef hér stuttlega tekið saman hverjar ég tel að séu sjö týpur karlmanna sem þrífast i nútímasamfélagi og naestum hver einasta kona hefur ein- hvern tíma lent á. Ég er ekki að reyna að halda því fram að hægt sé að flokka ALLA karlmenn í þessa sjö hópa því að eins og við öll vitum er fólk mismunandi og breyti- legt. Félagi minn sem las greinina var öriítið móðgaður yfir þessari flokkaskiptingu og vildi halda því fram að hægt væri að flokka konur eftir „ljóskunni','„brúnkunni" og „rauðkunni" þ.e. ef konur væru ekki svona óútreiknanlegar. Ég vil taka það sérstaklega fram að þessari grein er ekki ætlað að móðga einn né neinn heldur á hún að vera skemmtiefni fyrir bæði kynin (þá aðallega konurl), en ef einhver (karlmaðurinn) verður móðgaður, biðst ég hér með fyrirfram afsökunar. 2.„Veistu ekki hver ég er?!"- týpan, ið munið kannski eflaust öll eftir laginu með Rottweiler hundunum sem heitir „Þér er ekki boðið" Þar voru hundarnir ef- laust að syngja um þessa sérstöku tegund af karlmönnum. Langflestir eru þeir búnir með eitthvert nám, og þá sérstaklega eitthvað sem tengist viðskiptum eða þá að minnsta kosti eitthvað sem endar á ,,-fræðingur" þá er ég ekki að meina t.d. sagnfræðingur eða eitthvað svoleiðis. Þeim líður best (og þá aðallega egóinu) í jakkafötum, uppstrílaðir allan daginn með dýrt og fínt vax í hárinu og tekst alveg ótrúlega vel að halda í brúnkuna allan ársins hring. Fyrir þá er mikilvægt að borða úti, ef þeir mættu ráða þá væri það í öll mál. Hvort sem það er á kaffihúsi (hádeg- inu, pylsubarinn í kaffinu eða á fínum ressa um kvöldið, það eina sem skiptir máli er að það sé einhvers staðar annars staðar en ( mötuneyti fyrirtækisins. Hádegin á fimmtudögum og föstudögum eru heilög þegar kemur að þessu efni því þá fara þeir í skipulögðum hópferðum í bjór og „burger" á kaffihús bæjarins. Plúsinn í kladdann er líklega sá að það er voða gam- an að fara með þeim út að borða enda hafa þeir smekk fyrir góðum vínum og mat (og góðri þjónustu), enda má nú líka fyrr vera fyrst þeir borða svo mikið úti. Þegar kemur að kvenmönnun þá kjósa þeirfrekar„Jackie"um- fram „Marilyn" HELST MJÖG glæsilegar konur, virðulegar, metnaðarfullar og í alla staði heill- andi (sem sagt einhverjar sem þeir geta dreg- ið með sér í kokteilboð). Stundum kemur fyrir að einhverjir falla gjörsamlega á græðginni og verða hreinlega svo grunnhyggnir að þeir kjó- sa konu sem er sem líkust fyrirsætunum sem prýða forsíður Cosmo (eða Hustler), og skítt með það þó greindin sé á við pappírinn sem þær sitja fyrir á. En grundvallarreglan er alltaf þessi:„Hún má ekki þéna meira en hann."Þeir fara lítið út að skemmta sér, vilja helst ekki láta kenna sig við einhverja ákveðna næturklúbba og nota þá frekar föstudagskvöldin ( að sökkva sér á kaf í vinnu eða skella sér í kokteil- boð. Mikið lífsgæðakapphlaup einkennir þá, enda eru þetta flestir hörkuduglegir strákar þegar kemur að vinnunni og auðvitað vilja þeir njóta góðs af því sem þeir hafa ávaxtað. Þeir kaupa verðbréf, flottar íbúðir í fínni hverf- um borgarinnar, aka um á glæsikerrum og eiga það til að vera alveg einstaklega miklar „höfðingjasleikjur" (hvort sem þeir telja það vera hæfileika eða ekki!) Þeir eru ekki tilbúnir ( einhvern „pakka" Vinnan er numero uno og ef þú verður heppin er mjög líklegt að þú verðir númer þrjú.... á eftir bílnum. eir sem tilheyra þessum hópi skiptast mismunandi eftir starfsstéttum, en eru yfirleitt þessir með verkfærabeltin og í snjáðu gallabuxunum. Langflestir þeirra eru með einhverja iðnmenntum að baki, stutt og gott nám sem skilar ágætlega af sér og tekur ekki svo mikinn tíma frá þeim. Stuttklippt hár,sem aðeins er greitt eftir klukkan átta á kvöldin, og sterkar hendur er eitt af aðaleinkennum þeirra, enda skilar Kkamleg áreynsla sem fylgir byggingar- og smíðavinnu, góðum árangri. Meirihlutinn keyrir um á flottum köggum sem þeir eiga bara 10% í og Glitn- irá rest.Á djamminu er tiltölulega auðvelt að „spotta" þá þv( að þennan þjóðflokk þekkirðu á þröngu bolunum og skyrt- unum sem líta alltaf út fyrir að vera að springa utan af þeim, nóg af vaxi ( hárinu og svo auðvitað glittir alltaf í einhver tat- tú á höndum eða handleggjum. Svo hafa þeir líka þetta ótrúlegt þol í að reyna að komast fram fyrir röð á skemmtistöðum bæjarins með því að segja: „Veistu ekki hver ég er?l" eða „Veistu hver Biggi úr Breiðholt- inu er?l" en fatta bara ekki að dyravörðunum gæti ekki verið meira sama, og þá er bara eitt ráð eftir: Að taka fram hnefana. Hvað kven- menn varðar eru þeir ekkert mikið að leggja sig fram við að reyna að vera rómó, fínn matur er semsagt mjög sjaldan inni í myndinni,aðal- lega bíóferðir og drykkir á barnum (stundum rúnturinn). Ekki gera þeir miklar kröfur til kvennanna sinna hvað varðar framtíðina eða menntun svo framarlega sem þær „lúkki" bara vel, en þeir þola ekki kven- menn sem eru gáfaðari en þeir. Lífsmottóið er að taka einn dag í einu, og ekki flýta sér um of og það er alltaf sama hugsunin sem knýr þá áfram: „þetta reddast"; og það gerir það yfirleitt þótt ótrúlegt sé. Það verður þó alltaf hulin ráðgáta hvers vegna þeir þurfa alltaf að byrja öll samtöl á: „Ég var svo fullur....." eða „Djöfull er ég þunnur..." 3.„Styrktur af Lánasjóði íslenskra námsmanna"- týpan. etta eru strákarnir sem þú heyrir talað um í fjölskylduboðum en hittir aldrei því að þeir eru alltaf að læra. Mismunandi karakterar með mismunandi útlit en það sem einkennir þá alla er að þeir eru hörku- duglegir og alveg Ijóngáfaðir. Þeir geta verið alveg hrikalega feimnir eða ægilega hrokafullir. Þetta er „þjóðflokkurinn" sem hefur virkilegan áhuga á pólitík (er ekki að þykjast), horfir á fréttir og fylgist grant með öllu sem í kringum hann er og hefur gaman af því. Þessir strákar eru mjög fullorðins- legir ( fasi og geta haldið uppi samræðum án þess að þurfa að bauna út einhverjum lélegum klámbrandara. Góðir mannasiðir einkenna þá (þetta eru þeir sem halda opn- um hurðum) og plúsinn í kladdann er að þeir vita hvað þeir vilja og metnaðurinn er í hámarki. Þeir ætla sér eitthvert stórt hlut- verk í lífinu. Af þeim týpum sem ég hef þeg- ar talið upp eru þetta þeir einu sem hafa einstaklega gott úthald við kaffihúsasetu, hvort sem það er til að lesa eða kjafta við 4.„Stúdentar lífsins"-týpan vinina. Þeir sjást mjög sjaldan úti á djamm- inu en við lok hverrar prófatarnar tekur við tímabil sem jafnvel SÁÁ sér ekki fyrir endann á. Með fátækum námsmanni geturðu gleymt því að vera boðin út að borða og njóta góðs af, því hvorki eiga þeir peninginn né tímann til þess. Þess vegna ættu dömur borgarinnar að fá samviskubit þegar námsmaðurinn býð- ur þeim í gias. Þeir vilja helst af öllu dömur sem er miklu meira varið í gáfulega heldur en útlitslega og ekki skaðar að hún noti gleraugu, (bara svo það sé nú augljóst að hún sé gáfuð!). Daman verður l(ka að vera svoKtið sveigjanleg, því námið gengur fyrir öllu öðru, og þá meina ég ÖLLU ÖÐRU! Þetta eru þeir menn sem ég myndi kalla „framtíðar eiginmenn" þv( að ég get lofað því að eftir 15-20 ár eru þetta mennirnir sem einhverjar konur neituðu einu sinni og gráta sig svo í svefn þegarþær sjá þá í fréttunum undir heitunum „sendiherra" „þingmaður" eða „forstjóri" En hvers vegna þurfa þeir all- taf að vera að bauna gáfum sína á aðra?! Bráðgreindir gæjar sem lesa mikið og eru voða klárir en „droppuðu" bara út úr menntaskóla eða ákváðu strax eftir menntaskóla að íslenska menntakerfið stæði völtum fótum og höfðaði ekkert sér- staklega til þeirra. Almennt eru þeir á móti prófum, halda þv( fram að fólk eigi að læra það sem það vill og þegar það vill. Þeir velja sér mismunandi atvinnu, þ.e. ef þeir hafa ekki farið í heimspeki, stjórnmálafræði eða tölvunarfræði í háskólanum. En oftar en ekki er hægt að finna þá á bakvið afgreiðslu- borð, þá annaðhvort í plötu-,fata-,eða bóka- búð. Þeir eru frekar raunsæir á Kfið (sumir myndu segja svartsýnir) og því er ekkert lífs- gæðakapphlaup á þeim líkt og hjá týpu nr. 2. Þeir gera ekki miklar kröfur og eru yfirleitt sáttir við hlutskipti sitt í lífinu . Það að eiga kaffi og sígó er meira en nóg. Eitt af aðaleinkennum þeirra eru notuðu fötin og húfan sem kemur yfir- leitt í staðinn fyrir greitt (aðallega ógreitt) hár. Og þv( oftar sem þeir lita út fyrir að hafa ekki farið í sturtu yfir mánuðinn - því betra. (Stundum mætti bara halda að þeir vissu ekki hvort þeir væru staddir í menn- ingarríki). Líklega eru þetta einu týpurnar af karlmönnum sem ganga um með tösku fyrir dótið sitt. Þá er ég ekki að meina ein- hverja bakpoka eða svoleiðis heldur gamla en endingargóða hliðartösku sem oftar en ekki inniheldur ferðaspilara og bók. Að eiga b(l myndi flokkast undir ákveðin Kfsgæði sem þeir geta auðveldlega neitað sér um og fara þá leiðir sínar á tveimur jafnfljótum eða á gula bílnum. Mjög miklar líkur eru á því að rekast á svona gæja þegar litið er inn á kaffihús og sitja þeir þá yfirleitt með Birting sem félagsskap eða eru að skrifa niður hugsanir sínar á bók. Þeir hafa mikinn smekk fyrir góðu kaffi og rauðvíni en þegar farið er út í eitthvað sterkara er það bjórinn og viskíið. Mörgum konum finnst heillandi hvað þeir vita mikið um bókmenntir og jafnvel óperur sem er ekki skrýtið því þeir vildu miklu frekar gera eitthvað menningar- legra eins og að taka þátt í kröfugöngum og fara á listasýningar, frekar en að kíkja á djammið. Þeir eru fastir á skoðunum sínum og eru óhræddir við að láta þær í Ijós. Ekki myndi ég segja að Kfið hjá þeim snúist um að finna sér kvenmann. Annaðhvort eru þeir á lausu og eru búnir að vera það lengi eða þá að þeir eru nánast giftir og búnir að vera með konunni síðan þeir voru 12 ára. Ekki kemur til greina hjá þeim að næla sér f einhverja vitlausa gellu, þvl daman verður að samsvara þeim í klæðaburði, gáfum og skoðunum. Þeirra lífsmottó er: „Svona er þetta nú bara."

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.