Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 17

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 17
5.„0fvirka atvinnumennsku'-týpan Hjá þeim öllum er draumurinn sá hinn sami; þá langar alla að verða atvinnu- menn í íþróttum. En svo kemur auðvitað fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni að þeir vakna upp við vondan draum um að atvinnumennsk- an sé aðeins fjarlægur draumur. Það getur tekið þá svolítið langan tíma að uppgötva að þeir hafa ekkert í atvinnumennskuna að gera og því held ég að það sé ástæðan fyrir því hvers vegna meirihluti þeirra slefar sig í gegnum menntaskólann. Samt sem áður eru þeir nokkrir sem tekst mjög vel að samhæfa leik og starf. Ef til vill er það þó draumurinn um atvinnumennskuna eða þá afleiðingar þess að vera að skalla tuðruna svona mikið sem veldur slappleika í skóla. f 90% tilvika tengist vinnan íþróttinni eitthvað.Öllum kon- um finnst voða sætt þegar karlmenn eru að þjálfa litla gutta í boltanum, þá kemur fram þessi ægilega barngóða hlið, sem er ekki séns á að sjá á góðum degi. Liggur þá við að allar konur í bænum fjölmenni á boltaleikina til þess eins að ná sér í myndarlegan og barngóðan eigin- mann. Brúnir og sætir með flottan líkama (slef, slef), íþróttagæjarnir eru auðþekkjanleg- ir. Án efa með þeim flottari. Mjög oft eru þeir klæddir í íþróttagallann, en þannig líður þeim víst bestog svo kemurjú fyrir,að gallabuxurn- ar fái að viðra sig stöku sinnum. Á djamminu sjást þeir nú ekki svo mikið, því að þeir fórna sér gjörsamlega fyrir leikinn en eftir leikinn fórna þeir sér gjörsamlega fyrir áfengið. Þetta er eins og með námsmennina, fara í bindindi í einhvern ákveðinn tíma og svo liggur við að forvarnarstarf Jafningjafræðslunnar banki upp á bakdyramegin á íþróttahúsinu. En það er eitt sem ég skil ekki. Svona fyrir utan allt þá eru þetta nú yfirleitt voða „healthy"gæjar, en hvað er þetta með bölvaða vörina á ykkur???!!! Ok, þeir geta baunað á blessuðu reykingarnar en hvað er þetta með munntóbak?! Ég lenti nú á einum íþróttagæjanum á djamminu sem vildi sýna mér hvað hann væri klár með því að geta sett í báðar varirnar! Hvað er það?! Þið munið ábyggilega eftir hugtakinu: „Dance like nobody's whatching',' og að „Karlmenn kunna ekki að dansa'' og allt það. Þessir gæjar afsanna það án efa og eru stundum jafnvel betri en stelpurnar. Þetta er ábyggilega eini þjóðflokkurinn sem hefur hvað mest úthald til að dansa og er ekki hræddur við að sýna það. Ekki gera þeir miklar kröfur varðandi kvenmenn, hvorki skóla-, né atvinnulega séð en hins vegar kemur á móti að ekki er séns í veröldinni að þeir myndu velja sér konu sem er ekki í formi eða hefur aldrei á sinni stuttu ævi hreyft sig að staðaldri. Forgangsröðin er rétt hjá þeim. Video-spóla og kúra er ekki beint þeirra stíll, því að þeir eiga erfitt með að vera kyrrir í 5 sekúndur. Mæli því heldur ekki með því að fara með þeim í bíó eða á kaffihús. Konum er best ætlað að vera á leikjunum þeirra og horfa á, því trúiði mér, það er ótrú- legt hversu mikið þeir reyna á sig.til þess eins að ná athygli kvenmanns. 7.„Nörd er alltaf nörd'-týpan. (Ég held að ég noti ekki fleiri orð fyrir þessa skilgreiningu). Mikið er ég viss um að einhverjar konurnar þarna úti kannist við að hafa lent á einhverri af þessum týpum. En auðvitað eru margir karlmennirnir sem geta verið bland af ein- hverju ofantöldu. Öll erum við jafn mismunandi eins og við erum mörg og hljótum því að heillast af mismunandi týpum, ekki satt? Texti:Vigdís Sveinsdóttir Myndir:Mummi 6. „Dæmigerða'-týpan. Hinn dæmigerði íslenski karlmaður. Þetta eru þeir sem voru með þér í bekk öll fjög- ur árin í menntaskóla en þú tókst ekki eftir fyrr en ári eftir útskrift. Sorglegt, ég veit, en samt sem áður ekki skrýtið. Það fer svo lítið fyrir þeim að jafnvel getur komið fyrir að afar og ömmur eigi það til að gleyma að kaupa jólagjafir handa þeim. Hvort sem við erum að tala um feimni eða ekki, þeir eru bara svo óút- reiknanlegir að þeir gætu talist hinir verstu kvenmenn. Að sýna sig og sjá aðra er ekki þeirra stíll. Þeir eru miklir einfarar og kjósa þess svo miklu frekar að vera einir með bestu vinum sínum ... skólabókunum, sjónvarpinu eða leikjatölvunni. Það er mjög einkennandi fyrir þá hversu hlutlausir þeir eru í klæðaburði. Það sem er „inn" í dag verður aldrei „inn" hjá þeim, og ef það verður það ein- hvern tímann, verður það „inn" það sem eftir er. Og þegar maður reynir að hefja samræður við þá,fær maður engin viðbrögð á móti, bara svona „já"og „nei"svör.Sem sagt ekki vera að eyða tímanum í að byrja að tala við þá, því að ef þú ert óþolimóð á annað borð, getur þetta verið bölvuð tímasóun. Stundum eiga þeir það hins vegar til að vera nokk- uð heppnir með útlit og tekst þá að heilla konurnar. Vegna þess hversu lokaðir þeir eru, geta þeir virkað fremur leyndardóms- fullir. Halda konurnar þá að þeir séu eitt- hvað að leika „hard to get'.'Verður þetta þá mikil áskorun fyrir þær, því auðvitað viljum við alltaf eitthvað frekar, sem við fáum ekki svo auðveldlega. En málið er bara það að þær fatta ekki að þeir eru bara svona,geta ekki sagt bara eitthvað út í blá- inn. Þetta geta verið hinir Ijúfustu strákar en þeir eru ekki gott efni í alkóhólista því að þá losnar heldur betur um málbeinið á þeim og töluvert meira en það. Svo inn á milli heyrist ekki múkk frá þeim. Ætli þeir geri nokkrar kröfur þegar kemur að kvenmönnum? Líklega ekki, því að ef þeir næla sér í konur, (í flestum tilvikum, láta þeir þær hafa fyrir hlutunum), er oftast hægt að sjá þá á labbi niður Laugaveginn í spotta.á eftir þeim.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.