Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 18

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 18
Bulimia eða lotugræðgi - Einkenni og afleiðingar. Auk alls þess sem talið er upp hér til vinstri *Tannskemmdir * Hálssýkingar * Þrálát sár á höndum *Vökvasöfnun / bjúgur *Framkölluð uppköst *Lyfjamisnotkun t.a.m. hægðalosandi og þvagræsandi lyf. ATRASKANIR - Anorexia nervosa og Bulimia nervosa. Átraskanir er samheiti yfir þrjá sjúkdóma sem allir tengjasf mataræði. Þekktasti sjúkdómurinn er ofát. Góð þekking er á þeim sjúkdómi og er gott aðgengi að fræðslu, úrræðum og forvörnum hér á landi. Svo ekki verður rætt um þann sjúkdóm meira hér. En hinir tveir sjúkdómarnir eru Anorexia nervosa og Bulimia nervosa. Afleiðingar anorexiu og bulimiu eru mjög áþekkar, og einkenni sjúklinga svipuð. Ekki er mikil þekking á þessum sjúkdómum hér á landi. Úræðum og fræðslu er mjög ábóta- vant. Þetta eru þó ekki nýir sjúkdómar en segja má að þeir séu nú fyrst að koma út úr 'skápnum" það er loks að verða vakning og viðurkenning á þessum sjúkdómum.Talið er að um 3 þúsund einstaklingar séu með sjúkdóminn á (slandi og þar af 80% á aldrinum 12-25 ára.Oft hefur gætt misskilnings um að þetta séu sjúkdómar sem einungis hrjái konur, það er ekki rétt, en þó eru konur í miklum meirihluta greindra tilfella. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum sjúkdómum hérlendis en erlendis hafa ýmsar rannsóknir verið gerðar,og hægt er að finna mikið fræðsluefni á netinu. Þessir sjúkdómar flokkast undir geðsjúkdóma eða geðraskanir. Þeir hafa ekki síður áhrif á andlegt heilsufar en líkamlegt,og talið er að heil- inn sé fyrstur til að verða fyrir alvarlegum skaða, taugaboðefnaflutningar fara úr skorðum, og því fylgir þunglyndi, önuglyndi, sjálfsvígshugsanir, félagsleg einangrun og brenglun á veruleikaskyni. Anorexia eða lystarstol. - Einkenni og afleiðingar. * Mikið þyngdartap * Hárlos Máttleysi * Dúnkenndur hárvöxtur um líkamann * Svefnleysi * Svelti *Tíðastopp hjá konum * Beinþynning hjá konum * Þurr húð * Minnkuð kyngeta og löngun *Dauði *Þunglyndi *Þráhyggja og árátta *Félagsleg einangrun *Líffæraskemmdir *Ranghugmyndir *Næringarskortur Fullkomnunarárátta virðist oft fylgja þessum sjúkdómum, óhófleg llkamsrækt / fitubrennsla,sem og misnotkun á ávanabindandi efnum s.s.áfengi,svefnlyfjum, róandi-, hægðalosandi-, þvagræsandi- og verkjalyfjum. Því fyrr því betra. Því fyrr sem sjúklingur viðurkennir og gerir sér grein fyrir sjúkdómnum og leitar sér hjálpar, þeim mun meiri von er á bata. Sjúklingar í bata eru óvirkir, og þurfa því að vera meðvitaðir og vel upplýstir um sjúkdóminn til að geta tekið álagi og áföllum í lífinu án þess að veikjast aftur. Löng meðganga sjúkdómanna getur valdið, eins og að ofan segir, óbætanlegum skaða s.s. líffæraskemmdum og ófrjósemi. ÞETTA ERU LÍFSHÆTTULEGIR SJÚKDÓMAR, ÞAÐ ER AÐ MEÐALTALI EINN ÁTRÖSKUNARSJÚKLINGUR ( HVERRI FJÖLSKYLDU, ÞETTA KEMUR OKKUR ÖLLUMVIÐ. REYNSLUSAGA Helga Steinþórsdóttir er 24 ára kona sem greind- ist með anorexíu árið 1998. Hún segir hér sög- una af veikindum sínum og bataferli. Hún er einn af stof nendum samtaka sem berjast fyrir vakningu, fræðslu og meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga og aðstandendur átröskunarsjúkdómana Anorexiu nervosa og Bulimiu nervosa. SPEGILLINN Spegillinn, samtök aðstandenda átröskunarsjúklinga voru stofnuð 17. október 2002. Til- gangur samtakanna er að veita stuðning fyrir aðstandendur og sjúklinga með aðskildum grúbbufundum.Þrýsta á stjórnvöld um bætt meðferðarúrræði fyrir sjúklinga,betriforvarn- ir og aukna fræðslu. Samtökin munu standa fyrir útgáfu á fræðslubæklingi til að vekja meðvitund almennings á þessum sjúkdómum. Spegillinn býður upp á fyrirlestra fyrirt.d. skóla og félagsmiðstöðvar landsins. Neyðarnúmer samtakanna er 661 -0400. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir. Stjórnarmaður samtakana Spegillinn. Þetta byrjaði þegar ég var tvítug Ég hafði aldrei verið mikið að spá í megrun eða mataræði en hafði samt alltaf fundist myndir af fyrirsætum flottar. Á unglingsár- unum var ég aldrei beint feit, meira svona venjuleg. Áður en veikindin hófust hafði ég bætt á mig 2-3 kg og mér fannst ég orðin svolítið búttuð. Ég ákvað því að fara í megr- un, eða réttara sagt aðhald þar sem ég tók út vissar fæðutegundir. Þetta fór svo bara úr böndunum hjá mér. ( byrjun grenntist ég eðlilega og fékk mikla og jákvæða athygli út á það hvað ég væri dugleg í aðhaldinu og liti betur út. Þetta hrós jók á sjúkdóminn og gaf mér styrk til þess að halda áfram. Borðaði hálfa jógúrt á dag Ég reyndi alltaf að koma mér frá því að borða með fjölskyldunni. Á þessum tíma var ég að skúra með kærastanum mínum og ég passaði upp á það að vera alltaf að skúra á matmálstíma. Með þessu móti slapp ég oft við kvöldmatinn. Ég fann mér alltaf afsakanir. Ef ég settist við matarborðið þá var ég 2 tíma að borða. Ég hrærði bara í matnum, borðaði kannski einn bita.Mín fyrsta hugs- un á morgnana var:"Hvernig á ég að kom- ast hjá því að borða í dag?"Þegar ástandið var orðið svona þá var ég að sjálfsögðu orð- in veik en ég var í algjörri afneitun. Mamma mín og kærasti byrjuðu að segja við mig að ég ætti að borða meira en ég hlustaði ekki á þau. Þegar ég leit í spegil sá ég að ég hafði lésten mérfannst égekki mjó.Þegarástand- ið var sem verst borðaði ég hálfa jógúrtdós á dag og fann að sjálfsögðu til svengdar. En þar sem ég þurfti að léttast (að mínu mati) lét ég það ekki hafa áhrif á mig. Ég þróaði ekki með mér þessa óbeit á mat sem margir sem þjást af anoerexíu gera. Á þessu stigi sjúkdómsinsfannst mér þetta ekkert vanda- mál, ég gerði mér enga grein fyrir alvöru málsins. Ég var bara í megrun. Var alltaf kalt Ég byrjaði einnig að einangrast félagslega því að flest mannamót snúast um að borða samans.b.saumaklúbbar,afmæli,matarboð o.s.frv. Þegar ég svo mætti drakk ég kannski bara eitt kók glas (diet) allt kvöldið á meðan allir hinir úðuðu í sig kræsingunum. Þegar ég kom heim var ég alveg að farast úr stolti yfir að hafa staðist freistinguna. Þegar ég var veik drakk ég samt alltaf mik- ið vatn þannig að ég þjáðist ekki af miklu vökvatapi sem hefur eflaust átt þátt f því að tíðahringurinn brenglaðist ekki hjá mér.Ég notaði aldrei laxer- eða vökvalosandi lyf eða ældi matnum. Ég einfaldlega sleppti því að borða. Á þessum tíma var ég orðin það grönn að athyglin sem ég fékk vegna holdafars míns var ekki lengur jákvæð. Fólk horfði á mig með fyrirlitningu. Ég fann fýrir þessum augngotum en ég hugsaði bara: „þau eru klikkuð." Mamma bað mig um að fara til sálfræðings sem sérhæfir sig í átröskunarsjúkdómum. Ég samþykkti það en ekki vegna þess að mér fannst ég þurfa á því að halda heldur til þess að hafa mömmu góða. f byrjun tók ég ekkert mark á því sem sálfræðingurinn sagði en með tímanum varð mér Ijóst að ég var veik. Ég var 170 cm há en vó aðeins 41 kg. Mér var alltaf illt í mjöðmunum þvf beinin stóðu út í loftið. Ef ég rétt rak mig f þá fékk ég marbletti. (jólaprófunum 1998 ( Kennaraháskólanum gat ég varla setið því ég meiddi mig alltaf I rófubeininu af hörð- um stólunum. Ég var að missa hárið og það var byrjað að vaxa dúnkennt hárlag á líkam- anum á mér. Mér var líka alltaf kalt. Ég var yfirleitt í tveimur flíspeysum. Þyngdin er í raun ekki aðalmálið, það er toppstykkið sem þarf að laga. Bati minn byrjaði ekki fyrr en ég gat viður- kennt fyrir sjálfri mér og öðrum að ég væri með anorexíu. Mamma mín las sér mikið til um sjúkdóminn og byrjaði að fræða fjöl- skylduna um veikindi mín. Eftir að ég gat sagt sjálfri mér og öðrum að ég væri með anorexíu varð meðferðin hjá sálfræðingnum auðveldari. En eins og mál- tækið segir þá gerast góðir hlutir hægt. Og í mínu tilviki gerðist allt mjög rólega. Þegar ég var búin að þyngjast smá þá þurfti ég að átta mig á að ég var virkilega búin að þyngj- ast um 2-3 kg og sætta mig við það. Það er auðvitað hægt að leggja fólk inn. Þá fitnar það hraðar en léttist oft jafnharðan eftir að það er búið að útskrifast. Það er í raun ekki þyngdin sem eraðalmálið,það ertoppstykk- ið sem þarf að laga. Bataferlið tók u.þ.b. 3 ár. Ég finn samt aldrei fyrir því í dag að ég vilji grennast. Ég er búin að finna hvernig til- finnig það er að vera á botni tilfinningalegr- ar hamingu og svo upplifað hvernig það er að vera frfsk. Ég kýs seinni kostinn. Ég missti stjórnina á sjálfsstjórninni. Mér leið vel þegar ég vissi að ég gat gert eitt- hvað sem aðrið gátu ekki, þ.e.sleppt því að borða. Þetta var orðið að áráttu. Núna líður mér miklu, miklu betur. ( dag er ég ham- ingjusöm, trúlofuð og á von á barni. Það er alltaf einhver von, en þvf fyrr sem batinn hefst þeim mun meiri von. Þetta er Iffshættulegur sjúkdómur.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.