Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 23

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 23
DAVIÐ ODDSSON Mynd: Atli 1. Atvinnuleysi hér á landi hefur ekki verið jafn mikið og nú í langan tíma. Var atvinnuleysi í janúar um 60% meira en árinu áður og er það sérlega mikið meðal ungs háskólamenntaðs fólks. Hvernig er best að sporna við þessu vaxandi vandamáli? Sem beturfereratvinnuleysi hér minna en (öðrum Evrópulöndum og það atvinnuleysi sem mælist nú er algjörlega tímabundið. Það sem við þurfum að huga að er hvernig við eigum að koma í veg fyrir umframeftirspurn eftir vinnu á næstu misserum ( kjölfar þeirra framkvæmda sem nú standa fyrir dyr- um. Almennt er æskilegt að atvinnulífiðið sé sem fjölbreyttast og hafa sem flesta fætur undir því og með því að vinna að því á undanförnum árum höf- um við náð því marki að atvinnuleysi hér á landi er miklu minna en víðast annars staðar. 2. Telur þú þjóðina græða eða tapa á Kárahnjúkavirkjun þegar til langs tíma er litið? Bæði í bráð og lengd þá tel ég þjóðina græða á Kárahnjúkavirkjun. í bráð vegna þess að við fram- kvæmdina skapast mikil innspýting ( íslenskt atvinnulíf sem mun dreifast um landið allt, ekki bara á Austfirði, og í lengd verða útflutningstekjur okkar hærri um áratuga skeið vegna þessara fram- kvæmda.Við þurfum á þessum útflutningstekjum að halda vegna þess að við kaupum flesta hluti frá útlöndum og ef við getum það ekki þá hrynja kjör- in okkar og við getum ekki haldið uppi öflugu vel- ferðarkerfi,öflugum sjúkrahúsum, menntastofnun- um og svo framvegis. Kárahnjúkavirkjunin og það sem henni fylgir mun verða þjóðinni til farsældar. 3. Hverja telur þú vera helstu kosti og galla þess að ganga í Evrópusamband- ið? Megin kosturinn og mikilvægasti þátturinn við Evr- ópusambandið er sá að menn hafa stuðlað að því að öll Evrópa skynji að hún sé eitt markaðssvæði sem eigi að leggja sig alla fram um að vinna sam- an að því að skapa skilyrði fyrir frjálsan markað þannig að vörur, fjármagn, fólk og þjónusta flæði eðlilega og einfaldlega á milli landanna án þess að landamærahindranir og gamlir fordómar spilli fyrir því. Þar sem við erum ( EES höfum við sem betur fer aðgang að öllu þessu. Gallinn við Evr- ópusambandið er sá að þeir l(ta á sjávarútveg sem nauðþurftaratvinnuveg fyrir sérvitringa sem þurfi að styðja úr sameiginlegum sjóðum bandalagsins og stýra af hálfu þess. Þeir taka smám saman allt ákvörðunarvald af þjóðunum sjálfum og færa það yfir (skrifræðið í Brussel. 4. Hvernig ieggjast kosningarnar í vor í þig? Telur þú að þær eigi eftir að snúast um það hvora persónuna fólkið vill sjá í forsætisráðherrastóli, Davíð eða Ingi- björgu, eða menn láti stefnu flokkanna ráða vali sínu? Ég held að menn átti sig á því að þetta eru alþing- iskosningar. Forsætisráðherrakosningin, sem sumir töluðu um í byrjun, var bara auglýsingatrikk frá auglýs- ingastofu, eina landið sem hefur forsætisráðherrakosn- ingar og er til þess að gera nálægt íslandi, er ísrael. ( þessu atriði sem og öllu öðru eiga menn ekki að vera með blekkingar, þetta eru alþingiskosningar og að þeim loknum setjast flokkarnir niður og ræða um það hver verður forsætisráðherra. 5. Á að hækka eða lækka tekjuskattinn? Það á að iækka hann eins og við höfum verið að gera. Við höfum verið að lækka tekjuskattinn um fjögur stig og eins höfum við verið að lækka aðra skatta eins og til dæmis matarskattinn, eignarskattinn, erfðaskattinn og skatta á fyrirtæki. Þetta eru hlutir sem ég tel að þurfi að horfa til og það gerist ekki nema ríkið sé vel rekið. Við getum gert það núna þv( við höfum verið að borga niður skuldir og höfum náð að lækka þær úr 34,5% af landsframleiðslu í rúm 18% af landsframleiðslu. ó.Telur þú fátækt vera félagslegt vanda- mál hér á landi og ef svo er hversu alvar- legt telur þú það vera? Það er alls staðar til fátækt, en sem betur fer sýna tölur að við erum talin vera eitt af tveimur eða þremur lönd- um í veröldinni þar sem fátækt er minnst. Fátækt er svoKtið skringilega skilgreint hugtak, það er skilgreint sem ákveðið hlutfall af tilteknu meðaltali. Þannig að þó að tekjur allra hækki þá helst fátæktin sú sama. Svona skilgreining, þ.e. hlutfall af meðaltekjum finnst mér vera afar sérkennileg. En besta aðferðin til að berj- ast við fátækt og reyndar sú eina er að hafa fjölbreytt atvinnulíf, gott atvinnuástand og vel launuð störf. Vel- ferðarkerfið á síðan að vera til að hjálpa þeim sem þess þurfa. 7.' Þrátt fyrir töluverðar umbætur er ennþá mikill launamunur kynja. Hver er ástæða þessa og hvað myndir þú vilja gera til að breyta því? Ég tel að þessi munur muni hverfa með árunum og hann hefur minnkað mjög mikið. En á meðan hægt er að skilgreina launamun sem kynjamál þá er hann of mikill. Lögin eru skýr hvað þetta varðar og þetta er þv( ( rauninni ekki eitthvað sem stjórnmálamenn sjá um nema þá hjá hinu opinbera og sýnist mér að sá munur sé minni en víðast hvar annars staðar. Aðalatriðið er að launagreiðslur helgist af starfsárangri manna og því sem lagt er til grundvallar, hvort sem það er hæfni, æfing eða menntun. 8. Ber að lögleiða kannabisefni? Nei. 9. Hvernig er hægt að þyngja dóma sem dæmdir eru í nauðgunarmálum og hækka hlutfall þeirra mála sem fara fyrir dóm? Það sem stjórnmálamenn geta gert ereingöngu það að breyta refsirammanum með því að hækka hann og það hefur verið gert. Síðan er það dómstólanna að vega og meta stöðuna innan þeirra. Við stjórn- málamennirnir verðum að gæta okkar á að gefa ekki meiri fyrirmæli en stjórnarskráin leyfir okkur. Það er þrískipting valds hér og stjórnmálamenn meiga ekki skipta sér af því hvernig dómsvaldið hagar sér. En rétt er að nefna að það hafa orðið miklar framfarir í því hvernig tekið er á þessum erfðu málum innan kerfisins miðað við það sem áður var, þó auðvitað verðum við að vera opin fyrir því að bæta það kerfi allt þar sem kostur er. 10. Ef til stríðsyfirlýsingar kæmi gegn írak, myndir þú styðja hana eða ekki? Það liggur nú ekki fyrir að það komi stríðsyfirlýsing en það sem ég styð og ríkisstjórnin er að ályktun Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1441 standi og verði fylgt eftir. Það er mjög mikilvægt að þeir erfiðu atburðir sem hugsanlega munu eiga sér stað í Irak séu byggðirá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna. 11. Er einhver kvikmynd, tónlistarmað- ur og rithöfundur í uppáhaldi hjá þér? Það eru margir Kfs og liðnir sem eru mér hugstæðir. Á sínum tíma hafði ég gaman af myndum Hitch- cocks því þær eru svolítið öðruvísi spennumyndir og dálítið óhuggulegar. Ég hef verið mjög veikur fyrir Megasi sem tónlistarmanni því hann er einnig svo gott Ijóðskáld. 12. Hvað gerir þú helst í frístundunum? Skriftir eru eitt af því sem ég hef gaman af því að gera og ég hef skrifað nokkur leikrit, bækur,texta og þýtt. Þegar ég þarf að slappa af á veturna spila ég bridds og á sumrin hef ég gaman af þv( að planta trjám og veiða fisk. Ég er ekki mikill (þróttamaður en hef mjög gaman af því að horfa á fótbolta og er óskaplega dómharður við þá iðju. 13. Hvers vegna valdir þú að verða stjórnmálamaður? Ég veit ekki hvort ég valdi stjórnmálin eða stjórnmál- in mig.Þetta var ekki meðvituð ákvörðun.ég flæktist bara inn í þetta. Byrjaði smátt (tíunda sæti í borgar- stjórakosningum og endaði með því að vinna sætið og það varð til þess að ég ílengtist og var allt ( einu orðinn leiðtogi minnihlutans aðeins þrjátíu og tveg- gja ára gamall, borgarstjóri þrjátíu og fjögurra ára og síðan forsætisráðherra. En ég veit ekki enn hvort ég hafi tekið þessa ákvörðun nokkurn tímann.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.