Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 26

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 26
INGIBJORG SOLRUN GÍSLADÓTTIR 1. Atvinnuleysi hér á landi hefur ekki verið jafn mikið og nú í langan tíma.Var atvinnu- leysi í janúar um 60% meira en árinu áður og er það sérlega mikið meðal ungs há- skólamenntaðs fólks. Hvernig er best að sporna við þessu vaxandi vandamáli? Sjálfsagt komumst við aldrei hjá því að hæðir og lægðir einkenni atvinnu- og efnahagslífið þótt horfur nú séu óneitanlega áhyggjuefni, sérstaklega hjá ungu mennt- uðu fólki. Við erum betur stödd ( þessu tilliti en flestar aðrar þjóðir þótt slíkur samanburður sé auðvitað lítil huggun þeim sem standa frammi fyrir atvinnuleysi. Ríki og sveitarfélög þurfa að búa þekkingarfyrirtækjum gott umhverfi,skattalega meðal annars og laða slíka starfsemi til landsins. 2. Telur þú þjóðina græða eða tapa á Kára- hnjúkavirkjun þegar til langs tíma er litið? Ef litið er á áhrifin á hagkefið þá eru rök fyrir því að ef vel tekst til geti virkjunin og álver á Austurlandi skapað ný störf á því svæði og aukið útflutningstekjur (slendinga þegar til langs tíma er litið. Það er hins vegar ekki ein- hlýtt því það munu fylgja þessari gríðarlegu fjárfestingu miklir vaxtaverkir á meðan á uppbyggingunni stendur. Ef illa tekst til geta þessar framkvæmdir rutt úr vegi öðrum störfum og útflutningsgreinum s.s. í iðnaði. 3. Hverja telur þú vera helstu kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið? Frá mínum bæjardyrum snýst Evrópa ekki síst um lífskjör fólks. Innganga í Evrópusambandið gæti leitttil stórlækk- unar á matvælum, sem eru í dag meira en helmingi dýr- ari hér en í ríkjum þess. Vextir myndu líka stórlækka og evran, sem við gætum þá tekið upp, er miklu heppilegri gjaldmiðill varðandi stöðugleika og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þetta er meðal kostanna. Gallarnir hafa einkum verið álitnir felast í að erfitt yrði fyrir okkur að hafa áhrif. Á móti kemur að smáríkin hafa alltaf þjappað sér saman,og hjálpast að,og þessvegna orðið furðusterk. Svo telja sumir að innganga gæti leitt til þess að útlend- ingar kæmust í fiskimiðin okkar, en við teljum góðar líkur á að svo fari ekki, aðeins aðildaviðræður geta skorið úr um það. ( öllu falli, þá er það stefna Samfylkingarinnar að samning um aðild eigi að leggja undir þjóðaratkvæða- greiðslu, þannig að það verði alltaf þjóðin sjálf, en ekki við stjórnmálamennirnir,sem á síðasta orðið. 4. Hvernig leggjast kosningarnar í vor í þig? Telur þú að þær eigi eftir að snúast um það hvora persónuna fólkið vill sjá í forsæt- isráðherrastóli, Davíð eða Ingibjörgu, eða menn láti stefnu flokkanna ráða vali sínu? Hvort tveggja skiptir máli, stefnan og einstaklingarnir sem bera hana fram. Ég tel að menn muni bæði líta til stefnu flokkanna og þess hverjum fólk treystir til að efla samkeppnistöðu íslands við aðrar þjóðir hvað lífsgæði fólks snertir. Ég skynja það að margir vilja breytingar, I . m breytta forgangsröðun og sanngjarnari leikreglur. Fólk sættir sig ekki við misskiptingu auðs, valda og tækifæra, sættir sig ekki við að þúsundir einstaklinga séu útilokaðir frá fullri þátttöku (samfélaginu sökum fátæktar. 5. Áað hækka eða lækka tekjuskattinn? Ég tel nauðsynlegt að tekjuskattslækkanir nýtist sem best lágtekju og millitekjufólki. Framsóknarflokkurinn hefur boðað um þriggja prósenta lækkun á tekjuskatti sem kosta mun 15 milljarða. Slík lækkun skilar aðeins nokkur hundruð krónum til þeirra sem lægstu launin hafa en tugum þúsunda til þeirra sem hafa hæstu launin.Samfylk- ingin vill ekki standa fyrir skattalækkunum sem ganga í gegnum allt skattkerfið. Við viljum fremur horfa til skatt- kerfisbreytinga sem nýtast lág- og millitekjufólki öðrum fremur. ( því sambandi lítum við til nágrannalandanna sem nota fjölþrepa skattkerfi til að dreifa skattbyrðinni og tryggja fólki með lágar tekjur og millitekjur léttari skatt- byrði. Þá viljum við taka upp ótekjutengdar barnabætur með öllum börnum upp að 18 ára aldri en ekki bara upp að 7 ára aldri eins og nú er. 6. Telur þú fátækt vera félagslegt vandamál hér á landi og ef svo er hversu alvarlegt tel- ur þú það vera? Já, ég tel fátækt vera vandamál hér á landi. Ég tel það fá- tækt þegar fólk getur ekki tekið fullan þátt í því samfélagi sem það býr í. Slík fátækt bitnar ekki hvað síst á börnum, t.d. þegar foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa íþróttir og tómstundir fyrir börnin eða geta jafnvel ekki sent þau í framhaldsskóla. Þeir sem búa við þessar aðstæður eru heimili með einni fyrirvinnu, láglaunafólk, öryrkjar og atvinnulausir. Þróun skattkerfisins hefur orðið til þess að nú borga þessir þjóðfélagsþegnar tekjuskatt því persónu- afslátturinn hefur ekki verið látinn fýlgja verðlagsþróun. ( dag greiða bótaþegar 1 milljarð í tekjuskatta en það gerðu þeir ekki áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Þetta getur ekki verið eðlileg eða úthugsuð þróun. 7. Þrátt fyrir töluverðar umbætur er ennþá mikill launamunur kynja. Hver er ástæða þessa og hvað myndir þú vilja gera til að breyta því? Launamunur kynjanna er aðeins ein birtingarmynd kynbundinnar mismununar. Hann á rætur í almennum aðstöðumun kynjanna til að afla sér tekna, því að vinnu- framlag kvenna er vanmetið til launa og lika því að þær rekast á glerþök á vinnumarkaðnum þegar kemur að stjórnunarstöðum. Hugsanlega er hér um tvennt að ræða, annarsvegar höft hugans og hinsvegar áhrif af kynbund- inni verkaskiptingu (samfélaginu. Núna er heilmikil þekk- ing á því hvernig hægt er að vinna bug á launamisrétti og það er Ijóst að það þarf að vinna gegn því á mörgum vígstöðvum íeinu.Mörg hefðbundin kvennastörf,svo sem við umönnun,eru enn verulega vanmetin.Starfsmat á kyn- hlutlausum forsendum hefur reynst afar heppilegt tæki til að endurmeta störf. Konur þurfa Kka að sækja fram, bæði inn á hefðbundinn starfsvettvang karla og stefna ofar í metorðastiganum. ^ Samfylkingin 8. Ber að lögleiða kannabisefni? Nei. 9. Hvernig er hægt að þyngja dóma í nauðg- unarmálum og hækka hlutfall þeirra mála sem fara fyrir dóm? Refsiramminn í kynferðisafbrotamálum hefur verið víkkað- ur og er langt frá því að vera fullnýttur af dómstólum. Það er hlutverk löggjafans að setja refsirammann en hlutverk dómstóla að dæma innan hans. Það er m(n skoðun að löggjafavaldið og framkvæmdavaldið eigi sem minnst að beita sér gagnvart dómsvaldinu í þvi hvernig dómsvaldið dæmireða nýtirsérrefsirammann.Þaðsemoftskortirhins- vegar á í kynferðisafbrotamálum eru sannanir.Það er mikil- vægt bæta aðbúnað og aðstæður hvað varðar móttöku og meðhöndlun slíkra mála. 10. Ef til stríðsyfirlýsingar kæmi gegn írak, myndir þú styðja hana eða ekki? Nei, við (slendingar höfum frá upphafi lýðveldisins fylgt þeirri stefnu að fara ekki fram með hernaði gegn nokkurri þjóð. Það er mikil ábyrgð ( því að ráðast gegn þjóð til að koma harðstjóra frá, þá verður að vera hægt að sjá næsta leik í stöðunni. Ég hef ekki séð þann líklega arftaka sem gæti komið á lýðræði í frak. Bandaríkjamenn njóta ekki mikils trausts ( þessum heimshluta og er vandséð að Bandaríkin gætu verið sá „frelsari" sem hin fraska þjóðin myndi fagna. 11. Er einhver kvikmynd, tónlistarmaður og rithöfundur í uppáhaldi hjá þér? Það eru margar kvikmyndir og margir tónlistarmenn og rithöfundar ( uppáhaldi hjá mér. Það fer eftir því hvernig ég er stemmd hverju sinni hvað ég les, horfi eða hlusta á. Of langt mál yrði að telja það allt saman upp. 12. Hvað gerir þú helst í frístundunum? Þær hafa því miður alltof fáar undanfarið en ég nýti þær vel og nýt þeirra þegar þær gefast! Mér þykir gott að vera heima hjá mér,með manninum mínum og strákunum mín- um, liggja í leti, lesa, hlusta á tónlist, ganga úti í náttúrunni, tala við vini mína og annað skemmtilegt fólk. Á sumrin vil ég ferðast um landið með tjald í skottinu og láta ráðast hvert ég fer og hvað ég skoða. 13. Hvers vegna valdir þú að verða stjórn- málamaður? Ég tók aldrei meðvitaða ákvörðun um að verða stjórn- málamaður, það bara gerðist. Þetta er allt tilviljunum háð. En kannski skýringanna sé að leita í því að ég hef sterka réttlætiskennd, þoli ekki að fólk sé beitt misrétti og hef aldrei sætt mig við samfélag sem útilokar einhverja frá fullri þátttöku vegna efnahags, kynferðis eða félagslegrar stöðu. Og það er ekki hægt að gera bara kröfu um að aðr- ir breyti samfélaginu fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf. Ég valdi þv( stjórnmálin sem áhugamál og endaði sem atvinnumaður.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.