Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 35

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 35
4 " Björk er hin nýja Bridget Jones Morgunsjónvarpið "Takk fyrir að búa til leikrit um mig. Eftir að 10 mín. voru liðnar af sýningunni ákvað ég að ég yrði að skrifa póst og þakka fyrir sýninguna. Hún er óborganleg. Vantaði aðeins eitt að mínu mati Veskið, en í mínu veski fyrirfinnst í dag einn inniskór, vísanótur (heill hellingur) gamall varalitur, snuð, ótal spennur og fleira í þessum dúr. Takk fyrir og haltu ótrauð áfram." Guðrún Helga Jónasdóttir framakona, leikfimidís og tveggja barna móðir. "Meðal gesta [hjá Gísla Marteini] var Björk Jakobsdóttir sem er að slá í gegn með Sellófon sem hún skrifaði og leikur í. Sýning sem ég sá um daginn og er hreint út sagt frábær. Salurinn lá í hlátri allan timann enda textinn storsnjall og drepfyndinn. Einnig beittur og stundum sár. Ef hún væri Breti, Frakki eða Bandaríkja- maður yrði hún fræg og moldrík fyrir að hafa skapað svona verk.M Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og bókmenntagagnrýnandi á DV. "Þetta er hreint út sagt bráðskemmtilegur einleikur hjá Björk. Hugmyndin er bæði snjöll og tímabær og maður veltir því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum enginn hefur dottið niður á hana fyrr. Kannski er nærtækasta skýringin að þær sem þekkja þann heim sem þarna er lýst hafi aldrei tíma til að setjast niður og semja um hann leikrit!" Soffía Auður Birgisdóttir leiklistargagnrýnandi á Morgunblaðinu. ■H « * 'á

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.