Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 39

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 39
 MÉR FINNST... ÞÆR SKOÐANIR SEM BIRTAST A ÞESSARI SfÐU ERU EKKI A ABYRGÐ ORÐLAUS ... að það ætti að banna fermingarstelpum að fara í Ijós. Að hætta að dæla dýrum gjöfum (fermingarbörn og minna á boðskapinn á bak við ferminguna. Mundu þau þá vilja fermast?? ...að banna ætti gúmmítöffara og hvítu þröngu bolina þeirra. ...að þjálfa mætti starfsfólkið á Subway meira, gott að kenna því að brosa smá.ekki mikið, bara góðan daginn bros, og að vinna hraðar. ... að banna ætti stelpur undir aldri á skemmtistöðum. Hvað þá að leyfa þeim að drekka, vín og ungar skvísur passa ekki nógu vel saman.Reyna að halda í æskuna. ...að fólk eigi að hætta að fara í Smáralindina og Kringluna, það mætti gera Laugaveginn betri. ... að allir ættu að kjósa rétt í kosningunum. ... að það mætti endurvekja gamla siði eins og kurteisi!!! ...að styðja mætti mæðrastyrksnefnd meira og sýna hversu mikil þörf er fyrir þessar óeigingjörnu konur sem þar vinna. ... að KFC eigi að koma niður í miðbæinn; besti þynnkumatur sem hægt er að fá. ... að það mætti styrkja, hjálpa eða gera eitthvað meira fyrir tónlistarfólk hérna heima. ...að það ætti ekki að banna súlustaði, alltaf gott mál ef kona getur dansað og þénað smá pening. ...að ríkisstjórnin ætti einu sinni yfir sumarið að bjóða öllum sem eru á Austurvelli í piknik mat. ... að það ætti að banna MR-ingum og Kvennó krökkum að leggja hvar sem er í Þingholtunum. Ég er orðin frekar pirruð á að finna aldrei stæði fýrir framan húsið mitt á morgnana. Örrugglega fínir krakkar samt. ...að það ætti að hafa kælir (Á.T.V.R í miðbænum. ... að allir ættu að halda með K.R. ... að þetta séu mínar skoðanir en ekki þínar. HildurSif Lárusdóttir

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.